5.3.2012 | 23:13
FRJÁLSLYNDI FLOKKURINN - R.I.P.
Þá er komið að "formlegri" stofnun Breiðfylkingarinnar. Eins og ég óttaðist þá hafa stefnumál Frjálslynda flokksins ÖLL orðið undir meira að segja hefur Hreyfingin fengið það inn "að það eigi að halda viðræðum áfram við ESB" og ekki hef ég nennt að athuga hvort "stjórnlagaráðstillögurnar" eru ekki í forgangi líka. Því miður get ég ekki séð að það sé mikið af viti þarna og get ekki með nokkru móti séð neinar líkur á því að ég komi til með að fylgja þessu samkrulli að málum. Baráttan gegn fiskveiðistjórnunarkerfinu var vissulega alveg þess virði að vera með fyrir en það verður ekki betur séð en að nú sé endanlega búið að koma þeirri baráttu fyrir kattarnef..................
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Bloggvinir
-
annabjorghjartardottir
-
arnarthorjonsson
-
skagstrendingur
-
formula
-
reykur
-
flinston
-
asthildurcesil
-
biggilofts
-
bjarnijonsson
-
bjarnimax
-
westurfari
-
bjornaxelsson
-
bokin
-
dagsol
-
einarbb
-
einarvill
-
einarorneinars
-
finnur
-
fritzmar
-
georg
-
gislim3779
-
gudbjornj
-
gutti
-
elnino
-
manix
-
zumann
-
gmaria
-
noldrarinn
-
tilveran-i-esb
-
gthg
-
gunnsithor
-
gustafskulason
-
halldorjonsson
-
hallurhallsson
-
hbj
-
hallibjarna
-
heimssyn
-
formannslif
-
diva73
-
helgatho
-
helgigunnars
-
hordurhalldorsson
-
ingagm
-
ingolfursigurdsson
-
thjodfylking
-
astromix
-
fun
-
jensgud
-
ezuz
-
joiragnars
-
johannvegas
-
jaj
-
fiski
-
jonerr
-
bassinn
-
jonsnae
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
juliusvalsson
-
ksh
-
kolbrunerin
-
kristinn-karl
-
kristinthormar
-
stinajohanns
-
keh
-
kristjan9
-
magnuss
-
magnusthor
-
odinnth
-
solir
-
olafurjonsson
-
os
-
pallvil
-
ragnar73
-
rosaadalsteinsdottir
-
hughrif
-
fullveldi
-
seinars
-
nafar
-
holmarinn
-
sigurdurig
-
siggiflug
-
siggith
-
sigurjonth
-
stormsker
-
timannatakn
-
tibsen
-
valdimarjohannesson
-
skolli
-
valur-arnarson
Nýjustu færslur
- ENN UM SAMBAND STÝRIVAXTA OG VERÐBÓLGU.............
- EIGA MENN EITTHVAÐ ERFITT MEÐ AÐ SKILJA ÞAÐ AÐ ÞAÐ ER EKKERT ...
- HVAÐ ER EIGINLEGA AÐ FRÉTTA AF ÞESSU "FÆRANLEGA" SJÚKRAHÚSI...
- VIÐHALD VEGAKERFISINS (EÐA ÞAÐ VÆRI NÆR AÐ TALA UM VIÐHALDSLE...
- VIRÐUM ÍSLENSKU STJÓRNARSKRÁNA.........
- VERIÐ AÐ ÚTBÚA "STORM Í VATNSGLASI"
- DÆMIGERT FYRIR "WOKE" HEILAÞVOTTINN SEM Á SÉR STAÐ Í EVRÓPU....
- NÚ ER "TITILLINN" SENNILEGA Í "HÖFN" HJÁ MÍNUM MÖNNUM.....
- OG ÞESSIR "APAHEILAR" HALDA GREINILEGA AÐ ÞEIR KOMIST BARA U...
- HVER ER EIGINLEGA FRÉTTIN???????????
- STÆRSTA FRÉTTIN ER AÐ SJÁLFSÖGÐU "RAUNVERULEIKAFYRRING" EVRÓ...
- SÝNIR ÞETTA MÁL EKKI AÐ ÞAÐ VERÐUR AÐ FARA AÐ SKOÐA SAMGÖNGU...
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Formúla 1
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.3.): 0
- Sl. sólarhring: 156
- Sl. viku: 1002
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 591
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Nei þetta er nú mikill misskilningur hjá þér - Í þeim viðræðum sem átt hafa sér stað þá hafa fulltrúar Frjálslynda flokksins verið mjög sáttir við niðurstöðu mála, enda hafa vinnubrögðin ekki snúist um að hafa yfirhöndina eða ná einhverjum undir heldur að ná fram sameiginlegum skilningi og áherslum með viðræðum.
Hvað varðar sjávarútvegsmálin þá hafa fulltrúar Frjálslynda flokksins átt samvinnu við þingmenn Hreyfingarinnar löngu áður en viðræður um samstarf hófust. Baráttan gegn kvótakerfinu mun halda áfram og ég er sannfærður um að sigur muni vinnast.
Um Evrópumálin þá er það svo að yfirgnæfandi hluti þeirra sem að hafa tekið þátt í viðræðum Breiðfylkingarinnar, eru mótfallnir inngöngu Íslands inn í ESB, en eru sammála um að þjóðin skeri úr um hvaða leið verði farin í bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu.
Nú er málið að setja sig inn í stöðu mála og vera með í baráttunni.
Sigurjón Þórðarson, 5.3.2012 kl. 23:54
Nei því miður Sigurjón er ekki um mikinn miskilning að ræða hjá mér. Ég fór yfir "drög" að stefnuskrá Breiðfylkingarinnar og þar er meira að segja staðfest að eitt aðalmálið sé NÝ STJÓRNARSKRÁ og ESB INNLIMUNARVIÐRÆÐURNAR eru skilyrtar gerð NÝRRAR stjórnarskrár "Sé viðræðum ekki lokið fyrir gerð nýrrar stjórnarskrár og þjóðin ákveður að hætta aðildarviðræðum í samræmi við 66 grein frumvarps Stjórnlagaráðs (hvaða vitleysa er þetta eiginlega þingið á alveg eftir að fara yfir tilllögur Stjórnlagaráðs og þangað til er ekki um neitt frumvarp að ræða), munum við styðja þá niðurstöðu. Að öðrum kosti verði aðildarviðræður við Evrópusambandið kláraðar og niðurstaðan borin undir þjóðaratkvæði". Ath. að það sem er innan sviga er frá mér komið. Þessi kafli um ESB segir algjörlega á hvers konar forsendum þetta "samstarf" er og samstaðan er greinilega lítil sem engin. Sjávarútvegsmálin fá mjög litla umfjöllun og er aðallega talað um að auðlindirnar eigi að vera í almannaeigu, það eigi að fara að áliti Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna, allur ferskur fiskur eigi að fara á markað, það eigi að tryggja aðskilnað veiða og vinnslu og að handfæraveiðar eigi að vera frjálsar. Og enn einu sinni er vitnað í tillögur Stjórnlagaráðs. Annað er mjög almennt og ber þess kannski merki að ekki hafi náðst full samstaða um málin og því er orðalagið fremur almennt. Þessi lestur sannfærði mig enn frekar um að Frjálslyndi flokkurinn hefði "fórnað" sínum helstu málum og því miður er HREYFINGIN orðin ráðandi afl í þessu "samstarfi". Ég óska ykkur góðs gengis í framtíðinni.
Jóhann Elíasson, 6.3.2012 kl. 04:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.