SKRÍTIN OG ÓSKILJANLEG STÆRÐFRÆÐI

Stærðfræði hefur svosem ekki verið mín sterkasta hlið í gegnum tíðina en ég er nokkuð viss um að 600 deilt með 60 séu 10 en ekki 100. Þurfa blaðamenn sem skrifa á mbl.is að fara í allsherjar endurmenntun það eru að sjást þvílíkar ambögur í málfari hjá þeim og nú er stærðfræðivanþekking að bætast við, hvað verður eiginlega næst??????????


mbl.is Kötlutangi minnkar um 100 metra á áratug
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þeir voru snöggir að breyta fyrirsögninni.................

Jóhann Elíasson, 24.10.2013 kl. 09:27

2 Smámynd: Már Elíson

Það hefur oft verið nóg hjá mér að hringja í þá (einmitt, mbl.is..!) og þá þakka þeir fyrir ábendinguna og laga. - Sumt getum verið "innsláttarvilla" og mér finnst persónulega að það þurfi ekki heila bloggfærslu til að gera lítið úr öllu. Það má t.d. bara hringja....

Már Elíson, 24.10.2013 kl. 10:02

3 Smámynd: Gísli Sigurðsson

Í mogganum er þessi frétt á bls. 6 og alltaf talað um 100 m á ári, þ.e. oftar en einu sinni þannig að það telst ekki innsláttarvilla. Síðan fylgir kort af svæðinu og jökullinn upp af Vík heitir á því korti Hofsjökull. Niðurstaða: Mjög illa unnin frétt.

Gísli Sigurðsson, 24.10.2013 kl. 13:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband