GETA FYRIRTÆKI EÐA FÉLÖG, SEM EKKI FÁST FULLAR UPPLÝSINGAR UM, FENGIÐ STARFSLEYFI HÉR Á LANDI????

Hingað til hef ég haldið að eftirlitskerfið hér væri strangt, hvað þetta varðar og þá sérstaklega varðandi fyrirtæki í fjármálageiranum.  En mér virðist hafa skjátlast nokkuð mikið í þeim efnum.........


mbl.is Huldueigandi finnst ekki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tryggvi Helgason

Er nokkur furða þótt ekkert sé upplýst um allar krónueignirnar sem eiga að vera fljótandi um allt landið í milljarðavís og eru allar að reyna að "komast úr landi", en komast ekki vegna einhverra gjaldeyrishafta ! ?

Aumingja krónurnar, þær eiga mjög bágt. Og allt eru þetta íslendsku krónurnar, þessar handónýtu ruslkrónur sem "enginn" vill eiga. - Skrýtið, ef þessar krónur eru tómt rusl, hvers vegna vill einhver eiga þær,... hvers vegna er þeim ekki öllum fleygt í ruslið, og málið er dautt.

En þá vaknar ný spurning; eru þarna kannske krónurnar sem "smálánafyrirtækin" eru að lána ? Er þá ekki málið að fá það upplýst ?

Tryggvi Helgason, 18.1.2015 kl. 21:18

2 Smámynd: Hvumpinn

Ef að þetta "Jumdon" er ekki til á Kýpur, á að loka Hraðpeningum með það sama, og taka fyrirtækið til skipta.  En hvað er hægt að gera þar sem stjórnarformenn Fjármálaeftirlitsins eru hver um aðra þvera með fingurna í skrítnum viðskiptum.

Hvumpinn, 18.1.2015 kl. 21:19

3 identicon

Einhver "Baugs" lykt af þessu fyrirtæki !

Birgir Guðjónsson (IP-tala skráð) 18.1.2015 kl. 22:06

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Jóhann.

Með fullri virðingu, þá var þetta löngu tímabær uppgötvun.

Þú skilur þá vonandi núna þá fjölmörgu sem vakið hafa athygli á þessu.

Við hér á Íslandi sitjum uppi með fjármálakerfi sem var komið á fót eftir hrunið 2008 af Fjármálaeftirlitinu, en það er stofnunin sem á að hafa eftirlit með fjármálafyrirtækjum. Eftir hrunið eru menn þar á bæ mjög brenndir af hruninu eins og reyndar þjóðin öll, og þeim er því mjög í mun að passa að bankarnir hrynji ekki aftur. Þess vegna er þar róið að því öllum árum að standa vörð um hagsmuni bankanna, á kostnað almennings. Það er ósköp einfaldlega til að passa upp á að þeir hrynji ekki aftur. Þetta hlutverk sem fjármálaeftirlitið hefur algjörlega óumbeðið tekið að sér, er bersýnilega ósamrýmanlegt hagsmunum viðskiptavina þeirra, þ.e.a.s. almannahagsmunum.

Þetta er ekki samsæriskenning, heldur er einfaldlega um að ræða mannlegt og félagslegt fyrirbæri sem kallast "stofnanamenning". Í þessu tilviki er hún auðvitað á glórulausum refilstigum, en það var hún líka fyrir hrun. Þess vegna verður líka annað hrun í framtíðinni óhjákvæmilegt ef engu verður breytt. Þá skilurðu vonandi líka þá sem berjast fyrir breytingum.

Góðar stundir.

Guðmundur Ásgeirsson, 18.1.2015 kl. 22:42

5 Smámynd: Jóhann Elíasson

Guðmundur, þú vilt kannski benda mér á færslu þar sem ég segi að breytinga sé ekki þörf.  Ég er fullkomlega samþykkur breytingum sem eru sannanlega til góðs en ég er ekki samþykkur breytingum sem á að gera bara til að breyta og alls ekki er ég viss um að það þjóni neinum tilgangi að ætla að umbylta öllu stjórnkerfinu í einu vettvangi eins og til dæmis með því að gera einhverjar róttækar breytingar á stjórnarskránni í ósátt við meirihluta þjóðarinnar.............

Jóhann Elíasson, 18.1.2015 kl. 22:50

6 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ég var alls ekki að meina þetta neitt illa, heldur í jákvæðri merkingu. Það er gott að þú skiljir að þessir hlutir eru ekki í lagi, það var eina meiningin. Svo er ég sammála næstum hverju einasta orði í þessari síðari athugasemd þinni, sérstaklega eftir því sem á hana líður.

Þegar ég vísaði til þess að breytinga væri þörf, átti ég alls ekki við lögin, og síst af öllu stjórnarskránna. Flest íslensk lög eru fín þó vissulega megi ýmislegt bæta, og stjórnarskráin er frábær að flestu leyti. Vandamálið liggur ekki í því, heldur að stjórnsýslan er rotin inn að beini og starfar ekki eftir þessum lögum, annaðhvort túlkar þau eftir hentugleik eða bara hreinlega traðkar á þeim. Það felur ekki í sér að breyta þurfi kerfinu í einhverjum kollsteypum, heldur starfsháttunum hjá þeim sem vinna þar. Þar á meðal eru eflaust nokkrir sem hefðu gott af því að bæta við einni eða fleiri línum á ferilsskránna til að prófa eitthvað nýtt og spennandi.

Guðmundur Ásgeirsson, 18.1.2015 kl. 23:00

7 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég biðst afsökunar ef ég hef verið full harðorður og ég er því alveg fullkomlega sammála því að það mætti taka til í embættismannakerfinu og það allrækilega...............

Jóhann Elíasson, 18.1.2015 kl. 23:22

8 identicon

Þó allar upplýsingar séu ekki birtar almenningi þarf það ekki að þýða að eftirlitsstofnanir hafi þær ekki. Þær eftirlitsstofnanir eru bundnar trúnaði og réttur almennings til upplýsinga um rekstur og eignarhald einkafyrirtækja er enginn.

Ufsi (IP-tala skráð) 19.1.2015 kl. 00:36

9 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Nákvæmlega Jóhann!

http://skagstrendingur.blog.is/blog/skagstrendingur/entry/1583971/

Axel Jóhann Hallgrímsson, 19.1.2015 kl. 01:49

10 identicon

Það ætti að taka upp norsku aðferðina og setja á háar dagsektir á forsvarsmann fyrirtækja vegna vanskila á rekstrarskýrslu og ef henni er ekki skilað innan eins árs, þá er fyrirtækinu lokað. Það er allt of mikið um fyrirtæki á Íslandi sem ekki hafa skilað skýrslum í einhver ár og forsvarsmenn eiga að bera persónulega ábyrgð á því.
Norðmaðurinn er einnig með allar skráningar opnar. Með að fara inn á www.proff.no er hægt að finna eignartengsl með að slá inn nafn fyrirtækis, ef slegið er inn nafn persónu koma fram öll fyrirtæki sem hún tengist.
Fjármálamafían á Íslandi hefur alltaf verið skíthrædd við slíkt kerfi og ekki viljað það.

pallipilot (IP-tala skráð) 19.1.2015 kl. 02:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband