HAFA HJÚKRUNARFRÆÐINGAR HUGSAÐ MÁLIÐ TIL ENDA?????

Eða láta þeir "reiði augnabliksins" ráða ferðinni?  Það er vitað mál að það að segja upp starfi sínu og flytja til annars lands, hefur mikinn kostnað í för með sér.  Eru laun hjúkrunarfræðinga það mikið hærri, til dæmis í Noregi, að þau réttlæti þann kostnað? Svo ekki sé talað um allt það rask sem þetta hefur í för með sér fyrir fjölskylduna.  Nei þetta kemur að sjálfsögðu mest niður á einstaklingnum sjálfum.  Auðvitað er alltaf slæmt þegar fólk með reynslu og mikla starfsþekkingu hverfur úr störfum, en jú það tekur alltaf tíma að þjálfa upp starfsfólk í stað þeirra sem fara en segir ekki máltækið að alltaf komi maður í manns staðVæri ekki ráð að nýta vel þennan stutta tíma, sem er til stefnu, til að ná ásættanlegu samkomulagi og sjá svo til með framhaldið?


mbl.is Yfirvofandi uppsagnir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hrokinn er að drepa heilbrigðisstéttina.  Þau halda greinilega að þau séu einhverjir guðir.  Það er mikill misskilningur.  Ef laun umfram það sem tíðast á almennum markaði duga þeim ekki þá verður svo að vera.  

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 15.6.2015 kl. 10:04

2 identicon

Það er erfitt að fá aðra í staðin þegar búið er að hrekja alla frá stéttini og nýliðun er bara helmingurinn af því sem fer á eftirlaun á hverju ári.

Ég sé þetta ekki batna fyrr en heilbrigðisþjónustan verður einkavædd og markaðsöflin fái tækifæri til að koma réttu verði á tíma heilbrigðisstarfsmanna.

Elfar Aðalsteinn Ingvarsson (IP-tala skráð) 15.6.2015 kl. 10:37

3 identicon

Einkavæðing er almennur markaður.  Þau vilja meira.  Er herraþjóðin opinberir starfsmenn með sitt starfsöryggi veifandi Heja Norge spjöldum ekki aðeins að fara fram úr sér í heimtufrekjunni?

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 15.6.2015 kl. 10:43

4 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

Noregsgrílan er orðin úrelt. Laun hafa lækkað þar -óhóflegur húsnæðiskostnaður og er þetta fólk aðeins að hugsa um sinn hag- hvað með maka og börn í skóla ??  Þvílik della...

Erla Magna Alexandersdóttir, 15.6.2015 kl. 10:51

5 Smámynd: Jóhann Elíasson

Nei Elvar, þetta er alrangt hjá þér.  Það er síður en svo erfitt að manna þær stöður hjúkrunarfræðinga sem losna.  Bara þetta árið er verið að útskrifa á fjórða hundrað hjúkrunarfræðinga, það sem þetta fólk skortir er starfsreynsla og á meðan þeir verða sér úti um hana verður heilbrigðisþjónustan á "slow motion".  Einkavæðing og ekki einkavæðing í dag er heilbrigðisþjónustan einkavædd að hluta en það sem þarf að "klippa á" og koma jafnvægi á er þessi gríðarlega miðstýring í kjarabaráttunni og þetta mikla starfsöryggi sem opinberir starfsmenn njóta ÞAÐ Á VÍST EKKI AÐ META ÞAÐ TIL LAUNA.......

Jóhann Elíasson, 15.6.2015 kl. 10:54

6 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Það er aldeilis að framsóknarskúnkarnir ætla að rústa landinu.  

Framsóknarmenn eru búnir að draga óheyrilegan skaðakostnað yfir land og lýð og nú rústa þeir svoleiðis heilbrigðis- og menntakerfinu.

Það verða ekkert aðeins hjúkrunarfræðingar sem flýja ofsa- og yfirgang framsóknarskúnka.  Það mun hver flýja undan þessu sem getur.  

Ómar Bjarki Kristjánsson, 15.6.2015 kl. 11:07

7 identicon

Sæll Jóhann Stýrimaður - sem og aðrir gestir þínir !

Jóhann / Elín / Elfar Aðalsteinn, og Erla Magna !

Ófremdarástandið í landinu: hefir ekkert með meintan hroka Hjúkrunar fræðinga, fremur en annarra starfsstétta í landinu, að gera.

Hjúkrunarfræðingar: auk nokkurra annarra, eru einfaldlega búnir að fá upp í kok sér, af sóðaskap og sjálftöku ísl. stjórnmála ómenna - og vina þeirra, víðsvegar:: í gegnum rotnu samfélaginu.

Jú; jú, auðvitað - gætu hræætur, eins og Kristján Þór Júlíusson og aðrir samráðherrar hans, sem ráðherfur, ráðið hingað til starfa billegt heilbrigðisstarfsfólk, frá Indlandi og Eþíópíu t.d., sem fyrir kurteisis sakir létu bjóða sér smánarlaun, ekki hvað sízt, í ljósi ókunnugleika, á innviðum íslenzku Ormagryfjunnar - og þess viðbjóðs, sem hér blasir við öllu skikkanlegu fólki / innlendu:: sem víðar að.

Ég er ekki hissa á - að Hjúkrunarfræðingar:: já, og jafnvel Skipasmiðir og aðrar starfstéttir yfirgefi skíta skerið Ísland, eins og nú er í pottinn búið / vestur um haf - sem austur til nágranna álfunnar Evrópu, sem víðar.

Og munum gott fólk: 17. Júní, ætti að gera að hráka dalla hátíðardegi, í stað þess að vera að hæla Jóni Sigurðssyni frá Ranfseyri - Fjölnismönnum, sem og öðrum sporgöngumönnum AL- íslenzkra arðræningja, sem skákað hafa í skjóli sóðastofnunarinnar alþingis, allt:: frá hörmulegri endurreisn þess, árið 1845, gott fólk.

Alla vegana - er búið að gera Ísland, að einhverju allra mesta Skratta skeri / á gjörvöllu Norðurhvelinu - og þó víðar væri leitað, í víðasta skilningi !!!

Hvar í veröldinni - hækka höfuðstólar, svokallaðra lána við reglulegar afborganir þeirra, nema á SKÍTA SKERINU Íslandi t.d., gott fólk ???

Með beztu kveðjum samt: sem áður - af Suðurlandi / 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 15.6.2015 kl. 11:19

8 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þetta hefur lítið með Framsóknarflokkinn eða Sjálfstæðisflokkinn að gera. Nema það að LANDRÁÐAFYLKINGIN og vinstri hjörðin yfirleitt hefur það að markmiði að klekkja á núverandi ríkisstjórn Ómar, sem  samanstendur af þessum tveim flokkum, sama hvað það kostar.  Því það er erfitt fyrir þá að horfa upp á árangur núverandi ríkisstjórnar, þó er kjörtímabilið bara hálfnað.

Jóhann Elíasson, 15.6.2015 kl. 11:24

9 identicon

Jóhann, það eru um 800-900 hjúkrunarfræðingar að fara á ellilífeyri á sama tíma. Semsagt tvisvar sinnum fleiri en nýliðanir.

Nei, það að fáeinir læknar eru með einkastofur og að ein eða tvær einkareknar heilsugæslur eru til jafngildir ekki einkavæðingu. Það sem þarf að gera er að einkavæða heilsugæslunar og sjúkrahúsin til fulls þannig að markaður um starfsmenn og þjónustu verði til. Þannig fá neytendur og starfsmenn það sem þeir vilja.

Hvaða starfsöryggi er það sem þú talar um? Ég hef séð ófáa einstaklinga missa starf sitt í gegnum tíðina vegna niðurskurða, launalækkanir og auðvitað er helling af fólki rekið vegna þess að það var vanhæft eða sinnti starfi sínu ekki, eins og eðlilegt er. Þessi míta um starfsöryggi ríkisstarfsmanna er afar röng.

Elfar Aðalsteinn Ingvarsson (IP-tala skráð) 15.6.2015 kl. 11:35

10 identicon

Komið þið sæl - á ný !

Jóhann Stýrimaður !

Ég sé - að þú ert að reyna, að tjónka við Þokufræðinginn Ómar Bjarka: einka vin Jóhönnu og Steingríms J., hrakmennanna, sem framvísuðu völd sín til ekki síður skelfilegra labba kúta, sem nú ráðskazt hér:: Sigmund Davíð og Bjarna.

En: Jóhann !

Hefir þú spurt sjálfan þig - hvernig skuli standa á því / að ráðherrar og ráðherfur geta spanderað á sig Tuga Milljóna Króna bíla - á sama tíma, og landsmönnum er sagt, að ekki séu til fjármunir, í heilbrigðiskerfið, t.d. ?

Hvernig skyldi standa á því - að stjórnarráðs packið, skuli ekki geta notast við sína eigin bíla / í stað þess að lifa sams konar flottræfils hátt, eða margfalt meiri - en hirð Loðviks XVI., suður í Versölum, á sínum tíma (1774 - 1789), Jóhann minn ?

Þarft þú - sem aðrir velunnarar óbreytts ástands, ekki að staldra aðeins við Jóhann - líkt og Ómar Bjarki, og aðrir áhangendur Jóhönnu og Stein gríms klíkunnar, forðum ?

Ekki síðri kveðjur - hinum fyrri /   

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 15.6.2015 kl. 11:38

11 identicon

Þú gleymdir að hræra veðrinu saman við þennan pistil hjá þér Óskar Helgi.  Þú vilt ekki miða við Indland og Eþíópíu en olíuríkið Noregur hugnast þér frekar?  Ég vil miða við Ísland.  Finnst það nærtækast.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 15.6.2015 kl. 11:57

12 Smámynd: Jóhann Elíasson

Elvar, þú skalt fara rétt með, það fara milli 800 - 900 hjúkrunarfræðingar á eftirlaun næstu sex til sjö árin á sama tíma er reiknað með að 1.200 hjúkrunarfræðingar verði útskrifaðir.  Starfsöryggi er mun meira í opinbera geiranum en í einkageiranum um það verður ekki deilt.  Yfirleitt er uppsagnarfrestur mun lengri og það má ganga ansi mikið á til að starfsmanni sé sagt upp störfum og er ferillinn þar mjög langur og flókinn og þegar þú talar um fólk sem hefur misst vinnuna vegna hagræðingar og að stofnanir hafi verið lagðar niður þá minnistu ekkert á hver uppsagnarfresturinn var, hversu lengi viðkomandi var á launum eða aðstoð sem viðkomandi fékk við að finna aðra samsvarandi vinnu.  Ég þekki dæmi um menn sem greindust með alvarlega sjúkdóma.  Þeir sögðu að þeir hefðu verið svo lánsamir að vinna hjá því opinbera, sem hefði gert það að verkum að bæði héldu þeir vinnunni þrátt fyrir miklar fjarverur og höfðu mun meiri réttindi til aðstoðar í veikindum sinum en hefðu þeir verið í einkageiranum.

Jóhann Elíasson, 15.6.2015 kl. 11:58

13 identicon

Komið þið sæl - enn á ný !

Elín !

Veðráttan: er kapítuli út af fyrir sig, hérlendis sem víðar.

Gætum farið í langa orðræðu: þar um, svo sem.

En - Olíuríkið Noregur: hugnast mér ekkert frekar, en önnur nágranna ríki, utan : Færeyja og Grænlands / Kanada og Rússlands, Elín mín.

Hins vegar: þætti mér ekki lakara / að Kandamenn og Rússar, skiptu íslenzku reitunum bróðurlega, á milli sín.

Skaplegra fyrir landsmenn: en að sitja uppi með ónýt stjórnmála dauðyfli, sem skara fyrst og fremst Eldana, að sínum eigin kökum - og gæðinga sinna, Elín, fornvinkona góð.

Og: gleymum ekki heldur Elín - Ísland: er ekki MIÐDEPILL Heimsins / frekar en Tonga eyjar vestur í Kyrrahafi, t.d.

Sízt lakari kveðjur - öðrum og áður / 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 15.6.2015 kl. 12:10

14 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

950 hjúkrunarfræðingr hætta stöfum á næstu þremur árum vegna aldurs.  Á sama tíma útskrifast max 450 hjúkrunarfræðingar.

Hólmdís Hjartardóttir, 15.6.2015 kl. 12:12

15 Smámynd: Jóhann Elíasson

Hólmdís hvaðan hefur þú þessar tölur?   Tölur um útskrift hjúkrunarfræðinga hef ég frá háskólunum.  Ef við miðum við að 40% af þeim sem hefja nám útskrifist  eins og er t.d.í viðskiptafræði, þá hefja samkvæmt spám háskólanna á næstu sjö árum 3.000 manns nám í hjúkrunarfræði.

Jóhann Elíasson, 15.6.2015 kl. 12:25

16 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ertu búinn að tryggja Jóhann að nýútskrifaðir hjúkrunarfræðingarnir (væntanlegu) ráði sig innanlands en fari ekki beint utan til vinnu?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 15.6.2015 kl. 12:30

17 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það er ekki mitt að sjá til þess, Axel.

Jóhann Elíasson, 15.6.2015 kl. 12:33

18 identicon

Ég hef lesið þessa tölfræði eithvað rangt þá, Hólmdís hér að ofan er ósammála okkur báðum.

Samkvæmt tölfræði vef HÍ þá eru um 450-500 nemar í hjúkrunarfræði á hverjum tíma. Þeir virðast vera að útskrifa 100-150 á hverju ári sem er circa helmingur þeirra sem skráir sig í námið. Þannig að á þremur árum eru þetta 450 útskrifaðir hjúkrunarfræðingar og á 7 árum þá eru þetta 1050 húkrunarfræðingar.

Slóðin á tölfræðivef HÍ http://www.hi.is/adalvefur/heildarskraning_nemenda_i_haskola_islands_fra_upphafi_0

Uppsagnarfrestur opinberra starfsmanna er 3 mánuðir í grunnin en síðan eru til kjarasamningar með ítarlegri kröfur. Í mínu félagi til dæmis þá er 6 mánaða uppsagnafrestur ef þú hefur unnið samfellt í 10 ár hjá sömu stofnun og þú ert orðin 63. að aldri. Flestir eru hinsvegar með 3 mánaða frest.

Það er ekki erfitt að reka fólk vegna þess að þeir eru lélegir starfsmenn hjá ríkinu. Það þarf að veita þeim áminingu sem þeir meiga andmæla þannig að þetta er bara spurning um að yfirmaðurinn nennir að sinna smá skjölun til þess að áminningin heldur. Ef þeir nenna því ekki þá eru til mörg dæmi um það að yfirmenn einfaldlega reki starfsfólkið samt og sjái til hvort það kæri uppsögnina eða ekki, hef það ske 8 sinnum á minni deild undanfarin 10 ár.

Veikindaréttin kannast ég ekki við þar sem ég hef ekki þurft að fást við hann.

Elfar Aðalsteinn Ingvarsson (IP-tala skráð) 15.6.2015 kl. 12:53

19 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Framsóknarskúnkar eruþannig, að þeir sparka í minni máttar en moka undir elíturassa og auðugasta lag samfélags.

Þannig eru framsóknarmenn.

Að sjálfsögðu flýr fólk þessi ósköp hver sem betur getur.

Framsókn er að verða búið að eyðileggja landið og samstarf þeirra og sjallabjálfana (sem er í raun sami flokkur og framsókn) hefur fært óbætanlegt tjón yfir land og lýð.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 15.6.2015 kl. 13:19

20 identicon

Aumingja Ómar,

farðu nú að koma þér úr landi allt ónýtt hérna hvort sem er. Fara bara heim til mömmu (EBS) sem reddar öllu, við erum svo vitlaus hérna. Kannaðu verðið hjá flugfélögum spurðu bara um aðra leið. Taktu búrið þitt með þér, hægt að fá ódýrt þrif fyrir það í ESB. Leyfðu okkur hinum að fylgjast með þér hvernig gengur. 

HH (IP-tala skráð) 15.6.2015 kl. 14:44

21 identicon

Það útskrifast 50 hjúkrunarfræðingar frá HA á hverju ári--> 150 á 3 árum. Hvern árangur frá HI er um 90-100--> 300 á 3 árum. Það eru ekki fleiri skólar á Íslandi sem kenna hjúkrunarfræði.

Kveðja Heiða

Heiða Guðnadóttir (IP-tala skráð) 15.6.2015 kl. 18:11

22 identicon

það byrjar fleiri í hjúkrunarfræði en það hefur tiðkast að vera með samkeppnispróf þar sem 50 efstu komast áfram á HA eftir fyrsta önn. Í HÍ er það um 100 sem komust áfram. Nú er aftur á móti inntökupróf þar. EN það breytir því ekki að maxfjöldi Í HÍ er um 100 og 50 í HA. Það er ekki meiri peningur til fyrir fleiri nemar í einu. 

Kveðja Heiða

Heiða Guðnadóttir (IP-tala skráð) 15.6.2015 kl. 18:17

23 Smámynd: Jóhann Elíasson

Heiða komdu með réttar tölur.  Síðastliðinn laugardag útskrifuðust 163 hjúkrunarfræðingar frá HA, þannig að þessar tölur frá þér eru tómt bull og virðast þjóna þeim tilgangi einum að gera deiluna þannig að hjúkrunarfræðingar styrki stöðu sína.

Jóhann Elíasson, 15.6.2015 kl. 20:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband