HEIMSBYGGÐIN ER BARA AÐ SJÁ HVERSKONAR BULL BARNALEGI RÉTTTRÚNAÐURINN ER

En þennan "Rétttrúnað" hafa sosíaldemókratar,sérstaklega á Norðurlöndunum leitt.  Og þegar þeir sjá að ekki er lengur hljómgrunnur fyrir þessu "mjálmi" þeirra tala þeir um vaxandi þjóðhernishyggju (er svo slæmt að fólk sé stolt af þjóðerni sínu og vilji halda því á lofti?).  Þá bæta menn einnig inn í umræðuna rasisma og fáfræði, sem sýnir helst örvæntingu og jafnvel fáfræði þeirra sjálfra.  Eftir kosninngarnar í Danmörku las ég alveg ótrúlega heimskulega bloggfærslu en þar sagði eitthvað á þá leið að hægri öfgamenn fögnuðu örugglega vel og lengi kosningaúrslitunum.  Sjálfsagt eru þetta "þjóðernisyggjumenn" en hafa ekki öfga vinstrimenn neitt um kosningaúrslitin í Danmörku að segja?  Eru "stóru" flokkarnir í Danmörku bara búnir að sjá að  Danski þjóðarflokkurinn hefur bara sitthvað til síns máls?


mbl.is Uppgangur þjóðernishyggju áhyggjuefni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Jóhann Stýrimaður - sem og aðrir gestir þínir !

Orð - að sönnu Jóhann, en .... þar sem Íslendingar eru svo forpokaðir, að halda utanum hryðjuverka stofnunina alþingi - og fylgihnetti þess, með þessu endalausa dekri við þingræðis- og lýðræðis þvargið, er þess vart að vænta að slík hreyfing gæti komizt hér / á legg:: sem eitthvað kvæði að.

Eiríkur Bergmann: er fyrir löngu, búinn  að afhjúpa glópzku sína - sem og fávizku, um hvað hlutirnir raunverulega snúast - FIMMFLOKKURINN hér á landi, (A - B - D - S og V lista merktir) eiga það sameiginlegt, að vilja ekki hrófla við lymskulegri, en ÁKVEÐINNI uppvöðzlu Múhameðstrúarmanna rumpulýðsins hér um slóðir - svona: álíka dekur og smjaður fyrir þeim, eins og ísl. Nazista bullum fyrir Dr. Gerlach, á 4ða áratug síðustu aldar - sem og Einars Olgeirssonar, og Kommúnista hyski hans / fyrir Lenín og Stalín, jafnframt.

Ekki er þess að vænta: Stýrimaður góður / að hér komizt á laggir almennileg og þróttmikil þjóðernis hreyfing: fyrir en moldarkofa menningu fyrri tíma / sem og 17. Júní tilbeiðzlu hátíðinni, verði jafnframt kastað fyrir róða - og landsmenn REYNI AÐ KOMA SÉR INN Í 21. ÖLDINA - eins og fólk.

Með - nýjum þjóðsöng, einskonar Hermarz: í stað hins þunglamalega núverandi langdregna og leiðinlega + plús nýjum fána / annaðhvort Fálka fánanum gamla, eða þá hinum Hvítbláa, í stað fána hins rotna og gengna lýðveldis (1944 - 2008), ennframur, fornvinur góður.

Þá fyrst - mætti fara að íhuga: mögulega endurreisn ísl. samfélags !

Með beztu kveðjum af Suðurlandi - sem endranær /         

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 20.6.2015 kl. 21:13

2 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Stjórnmálin eru á stöðugum veltingi fram og til baka Jóhann. Þegar hrunið varð voru sjálfstæðismenn og samfylking við stjórn. Síðan unnu samfylking og VG stórsigur og síðan beið þeirra stórtap 4.um árum seinna. Og nú stefnir í stórtap hjá framsóknarmönnum eftir stórsigur í siðustu kosningum. Þetta er bara endaleysa. Athugaðu að vinstri menn bætti líka við sig í dönsku kosningunum. Sennilegasta stjórnin er hægri og sósilistar því þjóðarflokkurinn vill ekki í stjórn. Og það er sennilega líka hagkvæmasta leiðin. 

Jósef Smári Ásmundsson, 20.6.2015 kl. 22:03

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Jósef Smári, það kemur þessu ekkert við hverjir voru í stjórn á Íslandi þegar hrunið varð eða hverjir verði í stjórn í Danmörku eftir kosningar - heldur hver viðbrögð "Rétttrúnaðarliðsins" við minnkandi fylgi eru.............

Jóhann Elíasson, 20.6.2015 kl. 22:23

4 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Þá hef ég misskilið þig Jóhann. En athugaðu að þetta er á báða bóga. Hægri menn væla stórum yfir uppgangi pírata og tala um anarkisma. Það er furðu margt líkt með vinstri og hægri öflunum . Menn eiga ekki að líta á heiminn sem Vinstri/ hægri frekar en svart/ hvítt. Heimurinn er miklu fjölbreyttari en það.

Jósef Smári Ásmundsson, 21.6.2015 kl. 08:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband