26.6.2015 | 09:06
ÞAÐ KEMUR EKKI NÝR FLUGVÖLLUR Á MORGUN - ÞVÍ VERÐUR AÐ STYRKJA NÚVERANDI FLUGVÖLL Í VATNSMÝRINNI NÚNA.
Þessi skýrsla "Rögnunefndarinnar" var hvorki fugl eða fiskur. Kannski gerði ég mér meiri vonir um einhverja afgerandi niðurstöðu vegna þess að það var búið að tala um hana eins og að við útkomu skýrslunnar myndu öll vandamál, varðandi Reykjavíkurflugvöll leysast. En því fór sko fjarri, fyrir það fyrsta hefur umboð nefndarinnar verið afskaplega takmarkað og alls ekki til þess fallið að leysa úr málefnum Reykjavíkurflugvallar í dag. En það sem kom út úr þessu var, að Flugvöllurinn í Vatnsmýrinni, verður þar í næstu framtíð og meðan svo er VERÐUR AÐ TRYGGJA ÞAR ÓBREYTTA STARFSEMI og þar með að hin svokallaða NEYÐARBRAUT verði til staðar. Það verður að koma á sátt um flugvölllinn þar sem hann er og Dagur B og félagar verða að láta af ÖLLUM til burðum til að koma flugvellinum í burtu, að minnsta kosti næstu árin.
Glapræði gagnvart öryggi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Bloggvinir
- annabjorghjartardottir
- arnarthorjonsson
- skagstrendingur
- formula
- reykur
- flinston
- asthildurcesil
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- bjornaxelsson
- bokin
- dagsol
- einarbb
- einarvill
- einarorneinars
- finnur
- fritzmar
- georg
- gislim3779
- gudbjornj
- gutti
- elnino
- manix
- zumann
- gmaria
- noldrarinn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gunnsithor
- gustafskulason
- halldorjonsson
- hallurhallsson
- hbj
- hallibjarna
- heimssyn
- formannslif
- diva73
- helgatho
- helgigunnars
- hordurhalldorsson
- ingagm
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- astromix
- fun
- jensgud
- ezuz
- joiragnars
- johannvegas
- jaj
- fiski
- jonerr
- bassinn
- jonsnae
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- juliusvalsson
- ksh
- kolbrunerin
- kristinn-karl
- kristinthormar
- stinajohanns
- keh
- kristjan9
- magnuss
- magnusthor
- odinnth
- solir
- olafurjonsson
- os
- pallvil
- ragnar73
- rosaadalsteinsdottir
- hughrif
- fullveldi
- seinars
- nafar
- holmarinn
- sigurdurig
- siggiflug
- siggith
- sigurjonth
- stormsker
- timannatakn
- tibsen
- valdimarjohannesson
- skolli
- valur-arnarson
Nýjustu færslur
- ERU ÞETTA ÖLL ÓSKÖPIN SEM INGA SÆLAND FÉKK Í GEGN??????
- ÞETTA FÓR EINS ILLA OG NOKKUR MÖGULEIKI VAR Á.......
- ALLIR ÞEIR FLOKKAR SEM STANDA AÐ ÞESSARI RÍKISSTJÓRN GÁFU LOFORÐ
- "EKKI ER ALLT GULL SEM GLÓIR"........
- VANDAMÁLIÐ ER EKKI "ÓLEYSANLEGT" EF ÞAÐ ER LEYST Á FIMM MÍN...
- ÞAÐ STENDUR EKKI STEINN YFIR STEINI Í "STJÓRN" BORGARINNAR....
- HVAÐ ER EIGINLEGA SVONA VIÐKVÆMT VIÐ ÞESSA UMRÆÐU?????
- FYLLILEGA VERÐSKULDAÐUR SIGUR......
- ÞAÐ VITA ÞAÐ LÍKA ALLIR AÐ ÞAÐ ERU TIL "ÞRJÁR TEGUNDIR AF LY...
- "NÚ ER LAG"....
- EN HVAÐ UM SORGINA SEM HÚN HEFUR VALDIÐ ÞJÓÐINNI??????????
- NÁKVÆMLEGA ÞAÐ SAMA ÆTTI AÐ GERA HÉR Á LANDI...........
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Formúla 1
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.12.): 143
- Sl. sólarhring: 458
- Sl. viku: 2312
- Frá upphafi: 1847143
Annað
- Innlit í dag: 83
- Innlit sl. viku: 1345
- Gestir í dag: 81
- IP-tölur í dag: 81
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Er hægt að búast við einhverri afgerandi niðurstöðu frá nefnd, þar sem Dagur borgarstjóri situr sjálfur í, sá, sem er þegar búinn að ákveða, að flugvöllurinn skuli fara, hvað sem hver segir, og er sífellt að reyna að grafa undan flugvellinum í Vatnsmýrinni? Það held ég varla. Mér eins og fleirum finnst þessi Rögnunefnd vera tóm sýndarmennska, fyrst Dagur situr í henni, óvinur vallarins númer eitt? Ég átti ekki von á miklu frá slíkri nefnd satt að segja. Flugvöllurinn í Vatnsmýrinni er besti og hagstæðasti kosturinn, finnst mér. Það er alltaf talað um ónæði og hávaða frá flugvellinum. Ekki finnst nágrönnum hans, sem búa í háskólahverfinu og Skerjafirðinum það, frekar en háskólastúdentunum, sem eru orðnir vanir þeim hljóðum. Þau teljast til umhverfishljóða. Þegar ég var í HÍ í gamla daga, þá tók maður varla eftir hávaðanum af flugvélunum. Ég er líka alin um í nágrenni vallarins og fannst vorið alltaf komið, þegar ég heyrði og sá litlu rellurnar á sveimi yfir Reykjavík, og mundi sakna þess að heyra ekki í þeim eða sjá þær, ef flugvöllurinn færi. Ég skil ekki þetta fólk, sem þolir engan umhverfishávaða, hvorki kirkjuklukkur eða flugvélaþyt, varla bíla heldur. Ég held, að það ætti að eiga heima einhvers staðar annars staðar en í borgum og bæjum þessa lands, og leyfa okkur hinum að vera í friði með okkar umhverfishljóð, sem við erum vanari en svo, að þau séu okkur til ama.
Guðbjörg Snót Jónsdóttir (IP-tala skráð) 26.6.2015 kl. 10:54
Ég bjó líka um tíma ca. 200 metra frá flugbraut 13/31 og fannst engin truflun að hreyfilgnýnum.
Þetta verkefni var meingallað frá byrjun og skilaði engu. En kostaði samt skattgreiðendur alls hátt í 40 milljónir (20. maí: 35 millj.):
http://www.mbl.is/frettir/innlent/2015/05/20/rognunefndin_kostad_35_milljonir/
Heildarábatinn við að byggja flugvöll í Hvassahrauni og leggja niður Reykjavíkurflugvöll á svo að skila kannski 100 milljarða krónum, ef ekkert af því neikvæða (þ.m.t. aukinn ferðatími til og frá Rvk. og töpuð mannslíf) er tekið með í reikninginn.
http://www.mbl.is/frettir/innlent/2015/06/25/82_til_123_milljarda_heildarabati/
Ég veit ekki hvort eitthvað muni gerast á næsta ári í þessu leiðindamáli, en ég efa það. Og flugvellinum líður bezt þar sem hann er, í Vatnsmýrinni.
Pétur D. (IP-tala skráð) 26.6.2015 kl. 16:59
Ég bara sé ekki fyrir mér að það sé sátt um flugvöll á öðrum stað en í Vatnsmýrinni. Og í ljósi þess er ég á því að það eigi að byggja þar upp sómasamlega aðstöðu fyrir innanlandsflugið og það eigi bara að hætta þessu karpi í eitt skipti fyrir öll. Dagur B og félagar verða barasta að fara að almenningsálitinu, svona einu sinni og hætta þessu draumaveseni að gera Reykjavík að einhverjum "múmíndal" með reiðhjólastígum og bíllausri borg án flugvallar eða annarra samgangna, fyrir utan reiðhjólin að sjálfsögðu.
Jóhann Elíasson, 26.6.2015 kl. 19:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.