EN Á AÐ HALDA ÁFRAM AÐ SÓA PENINGUM SKATTBORGARANNA Í ÞETTA ÆVINTÝRI?????

Og gera þetta að öðru "Landeyjarhafnarrugli" á þeirri forsendu að það sé þegar búið að setja svo mikið fjármagn í þetta og gera þá tapið ennþá meira?  Það eru flestir búnir að átta sig á því að á sínum tíma, var þetta gert að "einkaframkvæmd", til þess að ljúga þessi göng framfyrir önnur jarðgöng á landinu.  Flumbrugangurinn var svo mikill að ekki vannst tími í nauðsynlegan undirbúning og rannsóknir og það er verið að bíta úr nálinni með það núna.  Og svo má alltaf deila um það hversu mikil þörf sé á þessum göngum.  Þegar Víkurskarðið er Fnjóskadalurinn yfirleitt mög erfiður ef ekki ófær og ofan á þetta allt þá er gífurleg snjóflóðahætta í Ljósavatnsskarði.  En þá munar auvitað öllu fyrir marga að vera veðurtepptur í væntanlegum Vaðlaheiðargöngum.


mbl.is „Tveir plús tveir verða aldrei fimm“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvað kostuðu Vestfjarðagöngin (svona miðað við höfðatölu? Var einhver á móti gerð þeirra á sínum tíma? Það fór einhvernvegin framhjá mér.  

Edda Björk Ármannsdóttir (IP-tala skráð) 16.8.2015 kl. 20:35

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þau voru heldur ekki "dulbúin" sem einkaframkvæmd til þess að komast framfyrir önnur verkefni.  Þegar Vestfjarðagöngin voru gerð, lá ekki svo mikið á heldur að menn slepptu því að gera þær rannsóknir sem voru nauðsynlegar enda komu ekki upp nein "óvænt atvik" við gerð þeirra.

Jóhann Elíasson, 16.8.2015 kl. 22:51

3 identicon

Ok, takk fyrir útskýringun. Gott að vita að framkvæmdir í 16 milljón ára bergi er auðveldara. Og ég sem hélt eitt augnablik að þú værir á vagninum sem þreytist ekki á að hatast út í samgönguframkvæmdir á Tröllaskaga. Minn misskilningur. 

Edda Björk Ármannsdóttir (IP-tala skráð) 17.8.2015 kl. 08:18

4 Smámynd: Jóhann Elíasson

Edda, ég er alls ekki á móti betri samgöngum á landsbyggðinni og er þá Tröllaskaginn engin undantekning en ég er fylgjandi "faglegum vinnubrögðum" og unnið sé á traustum grunni.

Jóhann Elíasson, 17.8.2015 kl. 09:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband