19.12.2015 | 19:43
VEGNA ÞESS AÐ ÞAU ERU "BARA ÍSLENDINGAR", FÁ ÞAU ENGA SÉRSTAKA AÐSTOÐ
Og því verður að standa fyrir "söfnun" fyrir þau. Hvert er þetta þjóðfélag eiginlega að stefna?
Vonar að fólk fái aukin tækifæri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Bloggvinir
- annabjorghjartardottir
- arnarthorjonsson
- skagstrendingur
- formula
- reykur
- flinston
- asthildurcesil
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- bjornaxelsson
- bokin
- dagsol
- einarbb
- einarvill
- einarorneinars
- finnur
- fritzmar
- georg
- gislim3779
- gudbjornj
- gutti
- elnino
- manix
- zumann
- gmaria
- noldrarinn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gunnsithor
- gustafskulason
- halldorjonsson
- hallurhallsson
- hbj
- hallibjarna
- heimssyn
- formannslif
- diva73
- helgatho
- helgigunnars
- hordurhalldorsson
- ingagm
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- astromix
- fun
- jensgud
- ezuz
- joiragnars
- johannvegas
- jaj
- fiski
- jonerr
- bassinn
- jonsnae
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- juliusvalsson
- ksh
- kolbrunerin
- kristinn-karl
- kristinthormar
- stinajohanns
- keh
- kristjan9
- magnuss
- magnusthor
- odinnth
- solir
- olafurjonsson
- os
- pallvil
- ragnar73
- rosaadalsteinsdottir
- hughrif
- fullveldi
- seinars
- nafar
- holmarinn
- sigurdurig
- siggiflug
- siggith
- sigurjonth
- stormsker
- timannatakn
- tibsen
- valdimarjohannesson
- skolli
- valur-arnarson
Nýjustu færslur
- STÓRA LOFTSLAGSBLEKKINGIN........
- FLEIRI EN EIN HLIÐ Á ÞESSU MÁLI........
- VAR ÞARNA UM AÐ RÆÐA OPINBERT ERINDI SEM HÚN HAFÐI VERIÐ KJÖR...
- "VALKYRJURNAR" HAFA ENGAN TÍMA TIL AÐ VINNA Í "ÞINGMÁLASKRÁNN...
- ER EINHVER "ÓFRÆGINGARHERFERÐ" Í GANGI GEGN FLOKKI FÓLKSINS??
- AUÐVITAÐ ER "HÆGT" AÐ STÖÐVA VERKIÐ - SPURNINGIN ER EINGÖNGU ...
- ÞÁ ER FYRIRSJÁANLEIKINN Í REKSTRI KOMINN - NÚ Á BARA AÐ FARA ...
- STRANDVEIÐAR.......
- HÚN LÆTUR GREINILEGA BLEKKJAST AF EINHLIÐA FRÉTTAFLUTNINGI RÚ...
- HÚN GETUR EKKI VERIÐ ELSTA MANNESKJA HEIMS EF HÚN ER LÁTIN.....
- EN VERÐUR EITTHVAÐ GERT MEÐ ÞESSAR TILLÖGUR?????????
- SVONA FRÉTTIR GEFA LÍFINU GILDI..........
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Formúla 1
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.1.): 72
- Sl. sólarhring: 95
- Sl. viku: 1651
- Frá upphafi: 1853139
Annað
- Innlit í dag: 43
- Innlit sl. viku: 953
- Gestir í dag: 31
- IP-tölur í dag: 30
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þú ætlar að gefa í söfnunina.
reikningsnúmerið er: 301 13 112519 2208553689
hæfileg upphæð er 1-2000 kr. Ef 15 þúsund íslendingar leggja þúsundkall til söfnunarinar þá eru þetta strax 15 milljónir. Sem dugar hressilega til að koma þessu fólki af stað. Síðan ílengjast þau hér, krakkarnir fara í læknanám og taka þátt í að lækna þig og þína afkomendur. Allir græða. Gleðileg jól.
jon (IP-tala skráð) 19.12.2015 kl. 20:06
Þeir gefa í þessa söfnun sem vilja.
Það verða e.t.v þessir 400 sem mættu á Austurvöll. Kannski plús þrír.
Sjúkdómurinn er landlægur í Albaníu og þar er séð fyrir réttum lyfjum. En nú er þetta orðið fordæmisgefandi sama hvað Unnur Brá reynir að klóra í bakkann. Þannig að það er eins gott fyrir þig að opna pyngjuna jon 19.12.2015 20.06.
Sigrún Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 19.12.2015 kl. 20:19
Það hefur kannski farið framhjá Jóni, en vegna þess að nú eru þau orðin Íslendingar, þá er ekki neinnar hjálpar að vænta. Ég tilheyri EKKI "Góða Fólkinu" og vegna þess þá hef ég ekki nokkurn einasta vilja til að gefa í þessa söfnun en eins og Sigrún Guðmundsdóttir sagði þá gefa þeir í söfunina sem það vilja en að mínu mati ber þessum 400 sem mættu á Austurvöll, í það minnsta, siðferðileg skylda til að gefa í þessa söfnun.
Jóhann Elíasson, 19.12.2015 kl. 21:00
Ég er efins um að nokkur af þessum 400 gefi krónu. Þetta er góða fólkið og ríkið á að halda þessum fjölskyldum uppi, eins og reyndar öllum sem eiga eftir að koma í kjölfarið. Þannig hugsar "góða fólkið".
Valdimar Jóhannsson (IP-tala skráð) 19.12.2015 kl. 21:52
Frábært, þau okkar með asnalegan dýran sjúkdóm sækja þá bara um ríkisfang í Albaníju og fá þá forgangs þjónustu á Íslandi. þetta er alveg snild eins og banka maðurinn sagði árið áður en allt hrundi.
Hrólfur Þ Hraundal, 20.12.2015 kl. 01:07
Ég er " góða fólkið" og bara stoltur af því. Veit ekki annað en að annar heimilisfaðirinn þessara tveggja fjölskyldna hafi verið í fullri vinnu á meðan hann var hér. Hvað með þig Valdimar? Vinnur þú fyrir þér eða þurfum við hin að halda þér uppi?
Jósef Smári Ásmundsson, 20.12.2015 kl. 10:50
Gott hjá þér Jósef Smári, þá hlýtur þú að gefa í þessa söfnun og það með glöðu geði. Jú ég er í fullri vinnu og meira en það og ég gef í málefni sem hjálpa illa settu fólki á Íslandi en það er víst eitthvað sem snertir ykkur "Góða Fólkið" ekkert þið hugsið um útlendingana.
Jóhann Elíasson, 20.12.2015 kl. 12:11
Að sjálfsögðu gef ég Jóhann. Og gott hjá þér líka að leggja þitt að mörkum. En þú hefur eitthvað misskilið með spurninguna. Ég var að spyrja Valdimar en ekki þig. Eigum við ekki bara að leyfa honum að svara fyrir sig?
Jósef Smári Ásmundsson, 20.12.2015 kl. 12:25
Jósef Smári, nú þykir mér þú vera orðinn ósanngjarn í meira lagi. Ég veit að Valdimar (og það ættir þú að vita líka), er hættur að vinna og er lífeyrisþegi en það þýðir EKKI að hann sé á framfæri okkar. Þetta er að fólk sem hefur lagt grunninn að okkar lífsgæðum eins og þau eru í dag og það fólk sem er hætt að vinna vegna aldurs ER SÍÐUR EN SVO Á OKKAR FRAMFÆRI. Ekki veit ég hvað er langt síðan þú fluttir til Noregs, en þú ættir að vita jafn vel og ég að lífeyrissjóður, sem þetta fólk hefur borgað í alla sína starfsæfi, er handónýtur og þessir sjóðir hafa meira og minna verið "rændir" af verkalýðsforystunni, þannig að ekkert er eftir af því sem þessi kynslóð lagði fyrir til efri áranna.
Jóhann Elíasson, 20.12.2015 kl. 13:35
Það er ekki nóg að tilheyra Góða Fólkinu Jósef, þú verður að vera í hópi Góða Gáfaða Fólksins.
Nú kemur bara lyfjakostnaður annars drengjana að kosta heilbrygðiskerfið 40 milljónir á ári og ég býst við að það verði annar kostnaður ssem velferðarkerfið kemur til með að bætast ofan á það.
Heldur þú Jósef að múrarameistarinn komi til með að greiða föður þessa drengs 50 milljónir á ári?
Nú er spurningin; hvað ættli komi margir frá Albaníu með börn sem eru að berjast við þennan illræmda sjúkdóm?
Hvað hefur íslenska velferðarkerfið mikið burðarmagn að taka við mörgum sjúklingum með sama sjúkdóm og drengurinn sem var að fá íslenskan ríkisborgararétt?
Ég óska drengnum til hamingju með íslenska ríkisborgararéttinn, en nú er hann auðvitað kominn í biðraðir íslenskra sjúklinga og fær ekki neina flýti meðferð eins og flóttamenn og hælisleitendur.
Með innlegri jólakveðju frá Las Vegas
Jóhann Kristinsson, 20.12.2015 kl. 16:38
Jóhann E. ég þakka þér góð orð í minn garð og það er rétt að ég er lífeyrisþegi til margra ára. En við Jósef vil ég segja og það á hann að vita sjálfur, að mikið af því fólki sem samfélagið heldur uppi og þá meina ég auðnuleysingjanna, eru "góða gáfaða fólkið" sem safnast á Austurvöll, þegar aðrir eru að vinna.
Þú veist að orðatiltækið er upphaflega háð í garð fólks-sem vill vel og vera gott á kostnað annara, en mun aldrei gera neitt sjálft. Margir þingmenn eru í þessum hópi og tilheyra ákveðnum stjórnmálaflokkum. Þeir vilja anarki.
Hvers vegna fá ekki allir flóttamenn ríkisborgararétt strax? Það er örugglega einhver veikur í fjölskyldunni. Þessi afleikur að veita ríkisborgararéttinn er fáráðlingaháttur.
Valdimar Jóhannsson (IP-tala skráð) 20.12.2015 kl. 17:46
Nei, reyndar hafði ég ekki hugmynd um að Valdimar væri orðinn ellilífeyrisþegi Jóhann en spurningin var borin upp vegna þess að hann hefur fullyrt að allir innflytjendur lifi á bótum. Varðandi góða, gáfaða fólkið þitt Jóhannsnafni þá fá allir íslendingar sömu réttindi og hafa jafnframt sömu skyldur. Hann fékk læknisaðstoð á meðan fjölskyldan var hér sem hælisleitendur og það breytist að sjálfsögðu ekki. Nema að hann fær enga flýtimeðferð eins og þú segir og er það ekki bara sanngjarnt. En það væri gott ef þú notaðir: Góða, gáfaða,fallega fólkið næst þegar þú minnist mín
Jósef Smári Ásmundsson, 20.12.2015 kl. 17:48
" Þetta er góða fólkið og ríkið á að halda þessum fjölskyldum uppi, eins og reyndar öllum sem eiga eftir að koma í kjölfarið". Var ég að misskilja þessi orð Valdimar? Varstu ekki að tala um flóttafólkið frekar en þessa 400 niður á Austurvelli. Að sjálfsögðu geri ég mér grein fyrir því að margt af því fólki er ekki í vinnu. Margir eru nemendur, aðrir á bótum og svo einhverjir ellilífeyrisþegar eins og þú. Síðan er fullt af fólki rétt eins og ég sem eru í fullri vinnu en eru sammála þessu. En það er ekki hægt að alhæfa eins og þú hefur verið að gera með innflytjendur. Flestir eru bara hið besta fólk. Ég er á vinnustað þar sem starfa margir pólverjar og þeir víetnamar sem hafa komið hingað hafa getið sér gott orð fyrir að vera harðduglegir. Og svo er um fleiri.
Jósef Smári Ásmundsson, 20.12.2015 kl. 18:56
Kannski rétt líka að benda þér á að alhæfa ekki um " góða fólkið". Ef þetta er orðið skammaryrði þá verð ég bara að taka því. En ég vil ekki vera í hinu liðinu. Bara alls ekki.
Jósef Smári Ásmundsson, 20.12.2015 kl. 19:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.