ENN EIN VÍSBENDINGIN UM BREYTINGU Á SJÁVARHITA UMHVERFIS ÍSLAND

Þegar ég hætti á sjónum 16 ágúst 1986 fékkst ekki karfi og annar fiskur, sem er í hlýrri sjó eins og til dæmis skötuselur, norðar en í Víkurál, en mér er sagt af kunningja mínum, sem er skipstjóri á Ásbirni RE að nú sé hellings karfi á Halanum og víðar á Vestfjarðamiðum. Og sé eitthvað um að loðna hrygni fyrir Norðan land, eru það stórtíðindi.  Þetta vekur líka upp spurningar, þess efnis, hversu mikið er að marka niðurstöður "togararallsins", sem HAFRÓ byggir fiskveiðiráðgjöf sína mest á??????


mbl.is Mikið af dauðri loðnu í fjörunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Og fara að mér skilst(hengi mig samt ekki upp á það)alltaf á sömu slóðirnar ár eftir ár, gáfulegt eða hitt þá heldur.

Jónas Ómar Snorrason, 31.3.2016 kl. 13:17

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Jú, þetta er rétt hjá þér, mig minnir að  þetta hafi þeir gert síðan 1983.  Ekki nóg með að það sé alltaf farið á sömu veiðislóðina ár eftir ár, heldur er farið á nákvæmlega sama tíma og ekkert tekið tillit til breyttra strauma eða nokkurn skapaðan hlut.  Og svo kemur "rúsínan í pylsuendanum" VEIÐARFÆRI OG ALLUR BÚNAÐUR ER ÓBREYTTUR FRÁ UPPHAFI.  Eins og allir vita, þá hefur orðið mikil framför í veiðarfæragerð og öllum öðrum búnaði til togveiða og til að nálgast þennan gamla búnað til togveiða verða HAFRÓ menn að fara á staði þar sem útgerðir hafa hent gömlu drasli.  Þetta eru þau "vísindalegu" vinnubrögð sem HAFRÓ stundar.......

Jóhann Elíasson, 31.3.2016 kl. 14:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband