NENNTI EKKI FYRIR MITT LITLA LÍF AÐ HORFA Á "ELDHÚSDADAGSUMRÆÐURNAR" Í GÆRKVÖLDI.

Fékk þess í stað ágætis samantekt á þeim í seinni fréttum sjónvarps.  Þetta er hvort eð er sama "tuggan" á hverju ári og lítið annað en tímasóun og mannskemmandi að vera að horfa á þetta.  Annars er svo sem gott að við erum loksins að losna við þessi gjaldeyrishöft, sem "Ríkisstjórn Fólksins" sagði á síðasta kjörtímabili, að EKKI VÆRI HÆGT að losa okkur við og yrðum við að búa við þau um ókomna tíð.  Jóhanna Sigurðardóttir sagði líka að EKKI VÆRI HÆGT AÐ GERA MEIRA Í SKULDAVANDA HEIMILANNA er búið var að gera þáEn nú er búið að gera mikið meira EN HÆGT ER en getur verið að við Íslendingar séum svo "út úr heiminum" að okkur detti í hug að kjósa "Vinstri Hjörðina" yfir okkur aftur?


mbl.is Átta ár innan hafta átta of mikið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

32%-35% þjóðar styðja ekki við núverandi ríkisstjórn, hversu mikið sem höfundur kýs að skrifa í HÁSTÖFUM, þá vill mikill meirihluti ekki núverandi ríkissjórn. Það þarf ekki að leita langt til að fá skýringar. Borgunarmálið, Panamamálið, svik um kosningu vegna ESB. 

Svo má líka að sjá þið vinirnir sem sjáið bara eina þrönga átt náið ekki 20% ef hægt er að taka mark á skoðannakönnunum vegna misheppnaðs framboðs DO. Þannig jú, fólk vill e-ð annað en þetta gengi sem fer hamförum á kostnað meirihluta þjóðar.

Lengi lifi Guðni TH.

Sigfús Ómar Höskuldsson, 31.5.2016 kl. 12:25

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Sigfús Ómar, ef þú sérð einhverja þörf fyrir að koma með athugasemdir, þá skaltu koma með eitthvað af viti - ekki eitthvað samhengislaust kjaftæði, sem enginn getur lesið í eða botnar í hvað á að þýða.

Jóhann Elíasson, 31.5.2016 kl. 13:53

3 identicon

Var þetta of flókið fyrir stoltan Suðurnesjasjálfsstæðismanninn ?

Þú talar um "vinstri hjörðina" sem mun taka hér við í haust en þverskallast við að skija afhverju aðeins 32-36 % þjóðar styður þennna ófögnuð sem fer brátt frá.

Vísa sem fyrr í sömu mögulegar ástæður.

. Borgunarmálið, Panamamálið, svik um kosningu vegna ESB. 

Gamlar risaeðlur verða átta sig á því að leiknum er að ljúka, þokkalega þenkjandi fólk vill breytingar, breytingar á lýðræði, stjórnarskrá. Gamaldags flokksræði í burtu.

Annars er nú þinn heimabær gott dæmi um hvernig fer þegar Íhaldið fær að stjórna. Bærinn á leið í ráðuneytið, í "barnagæslu". Þú hlýtur að vera stoltur.

Sigfús (IP-tala skráð) 31.5.2016 kl. 17:20

4 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Skil þig vel Jóhann, ef ég væri þú myndi ég ekki heldur horfawink

Jónas Ómar Snorrason, 31.5.2016 kl. 18:01

5 Smámynd: Jóhann Elíasson

Sigfús, reyndar er ég EKKI Sjálfstæðismaður en reyndar er ekki spurning hvað ég myndi velja ef mér yrði stillt upp við vegg og ætti að velja á milli Sjálfstæðisflokksins og hvers sem er innan "Vinstri Hjarðarinnar".  Það er nú bara þannig að þegar Frjálslyndi flokkurinn hvarf af sjónarsviðinu, varð ég "pólitískt munaðarlaus" og hef ekki fundið neitt almennilegt síðan.  Þú talar um að 32-36% styðji ríkisstjórnina en "Ríkisstjórn Fólksins" fór niður í 22 - 23% fylgi svo en vanta töluvert uppá að þess ríkisstjórn nái sömu lægðum og sú fyrri. wink cool

Jóhann Elíasson, 31.5.2016 kl. 18:15

6 Smámynd: Jóhann Elíasson

Jónas Ómar, þessar "eldhúsdagsumræður" hafa EKKERT breyst frá því að ég fór að fylgjast með þeim einhvern tíma eftir 1980. wink

Jóhann Elíasson, 31.5.2016 kl. 18:18

7 identicon

Jóhann ertu 8 ára ? Það vinstri stjórnin  hafi farði lágt, sem ég reyndar held að þú sért ekki með réttar tölur, held að sú stjórn hafi ekki farið neðar en 30%. En það gerir ekkert með hræðilegar vinsældir þessarar stjórnar, þrátt fyrir aukin kaupmátt, lága verðbólgu, hækkandi skatta á láglaunafólk, þá er þetta e-ð skrýtið. En jú, það er til fólk sem aðhyllist djöfullinn, þannig það er ekki nema von að nokkrir, fer fækkkandi, sem styðja fráfarandi ríkisstjórn.

Sigfús (IP-tala skráð) 31.5.2016 kl. 22:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband