Föstudagsgrín

Væskilslegur gamall maður sat og borðaði inni á veitingastað þegar þrír leðurklæddir mótorhjólatöffarar ruddust inn á staðinn. Sá fyrsti gekk upp að gamla manninum, tók sígarettu úr munninum, drap í henni í kökusneið gamla mannsins og settist hjá honum við borðið.

Annar gekk að manninum, hrækti í mjólkurglas mannsins og settist hjá honum við borðið.

Sá þriðji gekk að manninum, henti matardisknum hans niður á gólfið og settist hjá honum við borðið.

Án þess segja nokkuð stóð maðurinn upp frá borðinu og gekk út af veitingastaðnum.

Skömmu síðar sögðu mótorhjólatöffararnir við þjónustustúlkuna: „Þetta var nú meiri auminginn.“

„Já,“ sagði þjónustustúlkan. „Svo er hann líka ömurlegur vörubílstjóri. Þegar hann fór áðan bakkaði hann vörubílnum yfir þrjú mótorhjól hérna fyrir utan.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Það voru makleg málagjöld.

Helga Kristjánsdóttir, 22.7.2016 kl. 03:02

2 Smámynd: Ómar Gíslason

Góður :)

Ómar Gíslason, 22.7.2016 kl. 13:40

3 Smámynd: Ómar Gíslason

Það væri sennilega betra að hafa inn í textanum "Ferkantaður leðurhaus"

Ómar Gíslason, 22.7.2016 kl. 14:05

4 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég sé ekki alveg fyrir mér hvar ég gæti komið því fyrir. wink

Jóhann Elíasson, 22.7.2016 kl. 15:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband