ÞETTA KALLAST Á GÓÐRI ÍSLENSKU "MEÐVIRKNI" OG "HRÆÐSLA"

Þeir halda að kjósendur vilji að þeir standi með þessari arfavitlausu ákvörðun um að Landspítali rísi við Hringbraut.  Einhver öfl vilja þetta og svo er hræðsluáróðurinn sterkur að þeir hafa VÆLT (meðal annars hefur forstjóri Landspítalans verið duglegur við vælið) um það að framkvæmdir myndu tefjast um 10 - 15 ár ef staðarvalinu yrði breytt.  Þetta er af og frá sýnt hefur verið fram á að framkvæmdir myndu hefjast 2 - 3 árum seinna en á móti kemur að framkvæmdahraðinn yrði mun meiri og ALLAR LÍKUR Á ÞVÍ AÐ FRAMKVÆMDUM YRÐI LOKIÐ MUN FYRR OG VIÐ FENGJUM MUN HENTUGRI SPÍTALA FYRIR VIKIÐ.  Menn hljóta að sjá að nýr Landspítali við Hringbraut er tómt klúður.  Þarna eru mjööög mikil þrengsli nú þegar er mikið umferðaröngþveiti þarna og ekki kemur það til með að lagast.  Eini kosturinn er að flugvöllurinn er í næsta nágrenni en svo stendur til að neyðarflugbraut verði opnuð á KEFLAVÍKURFLUGVELLI..


mbl.is Nær allir flokkar vilja Hringbraut
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Já Jóhann það er fáránlegt að halda í þá óskiljanlegu sýn að troða nýjum spítala niður við Hringbraut, af hverju ekki bara við Lækjargötuna????  Nei, það þarf að finna nýjan og betri stað fyrir þjóðar sjúkrahúsið og hallast ég að tillögu Sigmundar Davíðs þess efnis að velja svæðið í nágrenni Vífilsstaða, en þar er nóg pláss og gott aðgengi úr öllum áttum.

Tómas Ibsen Halldórsson, 26.10.2016 kl. 11:50

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Eins og oft áður erum við alveg á sömu skoðun þarna.

Jóhann Elíasson, 26.10.2016 kl. 12:06

3 Smámynd: Ómar Gíslason

Ótrúlegt er að Framsókn er eini flokkurinn sem hefur skoðun á þessu hinir fara bara eftir vindum og það sem þeir halda að kjósendur vilja.

Ómar Gíslason, 26.10.2016 kl. 12:21

4 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Nákvæmlega Ómar.

Tómas Ibsen Halldórsson, 26.10.2016 kl. 13:28

5 identicon

Staðsetningin er fín, þarna eru fyrir eldri byggingar sem að sjálfsögðu verða notaðar áfram og svo myndar nýr landspítali umgjörð um hið nýja háskólasamfélag sem er að byggjast upp í Vatnsmýrinni. Það er rétt að það mun þrengjast aðeins um Hringbrautina en það verður ekki lengi, því að flugvallarófetið mun fara 2024 eins og aðalskipulagið segir til um og núverandi meirihluti hefur lofað og gert samning um það við núverandi stjórnvöld. Það að flugvallarófetið fari gerir það að verkum að miða við aðalskipulagið fyrir Vatnsmýrina, mun rísa glæsileg byggð og það mun rímkast í kringum landsspítalann og svo má ekki gleyma einu, að það verður lögð ný akbraut í kringum Vatnsmýrina sem á að létta á umferðina á Hringbraut.

Þessi hugmynd um að landspítalinn verði eins og einhverskonar sveita óðal í Garðabæ er náttúrulega ekkert annað en mjög gamaldags sveita rómantík, sem á ekkert heima hér í borginni, borg Dags.

Helgi Jónsson (IP-tala skráð) 26.10.2016 kl. 16:18

6 Smámynd: Jóhann Elíasson

Helgi, nú hefur eitthvað mjög alvarlegt komið fyrir "Ferkantaða leðurhausinn" á þér og ég sem hélt að þú gætir ekki versnað..

Jóhann Elíasson, 26.10.2016 kl. 16:25

7 Smámynd: Ómar Gíslason

Það er miklu betra og skemmtilegra að lesa verk um Hugverk sunnlenskra, austfirskra og þingeyskra kvenna

heldur en lesa um þessar lofthænur sem vilja fara á þing. 

Ómar Gíslason, 27.10.2016 kl. 05:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband