ÞAÐ VERÐUR BARA AÐ SEGJAST EINS OG ER AÐ AÐRIR FLOKKAR HAFA EKKI ÞORAÐ AÐ HREYFA NEITT VIÐ ÞESSU MÁLI

Þrátt fyrir að það sé augljóst að staðarvalið við Hringbraut sé lakasti kosturinn.  EN HVERRA HAGSMUNI ER VERIÐ AÐ VERNDA MEÐ ÞVÍ AÐ VELJA LANDSPÍTALANUM ÞESSA STAÐSETNINGU?


mbl.is Hafa verulegar áhyggjur af staðsetningu spítalans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Góð spurning. 

Kolbrún Hilmars, 25.10.2016 kl. 16:57

2 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Ég sé ekki að neinir hagsmunir stjórni þessari staðsetningu. Það sem réði var nándin við flugvöll og sjúkrahús og nýtingu á gömlum byggingum. Þetta bull í framsóknarmönnum er orðið verulega þreytandi.

Jósef Smári Ásmundsson, 25.10.2016 kl. 17:51

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þú hefur örugglega kynnt þér málið mjög vel frá Noregi, Jósef Smári? Og ert með það alveg á hreinu að besti staðurinn fyrir Landspítalann sé í þrengslunum og umferðarteppunni við Hringbraut. laughing 

Jóhann Elíasson, 25.10.2016 kl. 18:06

4 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Það er nú nokkuð síðan ég var í Norge, Jóhann. En Nei, ég efast um að hringbrautin sé besti kosturinn, en að þessari niðurstöðu komust þó það fólk sem skoðaði þessi mál á sínum tíma. Ef önnur staðsetning kæmi til álíta þyrfti stærri byggingu sem hýsti alla starfsemina, háskóla í næsta nágrenni og svo flugvöll. 

Jósef Smári Ásmundsson, 25.10.2016 kl. 18:21

5 Smámynd: Jóhann Elíasson

Hlutirnir breytast og það sem var gott fyrir 20 árum er orðinn forngripur í dag.  það er það langt síðan að þessi ákvörðun  var tekin og það mætti halda að menn að menn álíti það að þessi haldi að tíminn hafi staðið algjörlega í stað síðan.

Jóhann Elíasson, 25.10.2016 kl. 20:05

6 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Það er rétt að þróunin er gífurleg en það er ekki hægt að bíða endalaust. Bygging spítala tekur ófá ár og fyrst á annað borð er byrjað á þessari byggingu við Hringbraut á að klára hana. Það er til lítils að fara að hugsa fyrir öðrum spítala annars staðar vegna þess að fjármagnið er bara ekki til staðar. Sjálfur hefði ég viljað að byggingin hefði verið stærri og rýmt alla þá starfsemi sem nú er út um allan bæ, og tekið þá lán eða byggt stítalann í einkaframkvæmt en þetta varð niðurstaðan sem allir verða að sætta sig við.

Jósef Smári Ásmundsson, 25.10.2016 kl. 20:22

7 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það er enginn að tala um að bíða endalaust.  Þessi hræðsluáróðir forstjóra Landspítalans, þess efnis að önnur staðsetning seinki byggingu nýs spítala um 10 - 15 ár er algjörlega út í hött og sýnir að þarna eru einhverjir hagsmunir á bakvið.  Það er sagt að byrjunarframkvæmdir gætu tafist um 2 - 3 ár en þegar framkvæmdir hefjist verður heildarframkvæmdatíminn styttri en ef byggt væri við Hringbrautina.  Þannig að nánast yrði um sama tíma að ræða og sennilega yrði mun fyrr búið að ljúka öllu á nýjum stað og verulegar líkur að við fengjum betri aðstöðu.

Jóhann Elíasson, 25.10.2016 kl. 20:42

8 identicon

Mörgum árum fyrir hrun þegar Sjálfstæðisflokkurinn var í ríkisstjórn, varð 6 milljarða tekjuafgangur og þá gaf ríkið borginni 1 milljarð. Borgin notaði þessa peninga í heimskulegustu framkvæmdir Íslandssögunnar, lét leggja kvartmíluhraðbraut með flöskuhálsum í sitt hvorum enda til að undirbúa byggingu nýs spítala neðan við Gömlu Hringbrautina. Þeir sem vilja byggja nýjan spítala við Hringbrautina hugsa sem svo að búið er að eyða milljarði í þetta svo að við getum ekki hætt.

Í mínum huga er vel hægt að bíða með að byggja og nýta húsnæði sem er til fyrir. Vegna nálægðar við flugvöllinn verða allar bráðadeildir að vera í nálægð við Landsspítalann við Hringbraut, þ.e. allar skurðdeildir. Aðrar deildir svo sem ýmsar göngudeildir má flytja í flottu bygginguna í Efstaleiti (það á að selja RÚV strax), sem er kjörið vegna nálægðar við Borgarspítalann, og sumt má flytja til Vífilstaða og Skt. Jósefsspítala, sem níðingarnir í vinstristjórninni lokuðu.

Þetta myndi leysa alvarlegustu plássvandamálin. Síðan í ró og næði og á meðan valinn er kjörinn staður fyrir nýtt "hátækni"sjúkrahús í fyrsta lagi, og í öðru lagi koma fjármögnun í lag, því að tækjakaup á að hafa hærri forgang en steinsteypa.

Pétur D. (IP-tala skráð) 25.10.2016 kl. 20:49

9 identicon

því miður eru Framsóknarmenn búnir að geirnegla það að hann eigi að vera við Vífilsstaði, aðrir staðir koma ekki til greina. Á sínum tíma var búið að finna frábæra staðsetningu í Keldnaholti á mörkum Vesturlandsvegar og Suðurlandsvegar.Látum ekki misvitra stjórnmálamenn ákveða staðsetningunan, burt með þá.

thin (IP-tala skráð) 25.10.2016 kl. 20:58

10 identicon

Pétur D athugasemd no:8   Skiljanlega ertu yfirmátlega hissa á að St. Jósefsspítala hafi verið lokað. En annaðhvort ertu svona ungur eða þá vitlaus en    það var Guðlaugur Þór Þórðarson sem sá um þann gjörning.

thin (IP-tala skráð) 25.10.2016 kl. 21:03

11 Smámynd: Sveinn Ólafsson

Það er hægt að spyrja líka

HVERRA HAGSMUNI ER VERIÐ AÐ VERNDA MEÐ ÞVÍ AÐ VELJA LANDSPÍTALANUM EKKI ÞESSA STAÐSETNINGU?

Ég á mjög erfitt að skilja afhverju enn að reyna gera þessa framkvæmd tortryggilega og koma á meira neyðarástandi á Lanspítalanum.  Einu rökinu sem ég finn eru að með bráðnun Grænlandsjökuls færi þetta svæði hugsanleg á kaf eftir 50-70 ár. Aðrar staðsetningar væru þá liklega ekki betri settar.

kv. Sveinn

Sveinn Ólafsson, 25.10.2016 kl. 22:53

12 identicon

Thin: Nei, ég er hvorki ungur að árum, né vitlaus, og hef betra minni en þitt gullfiska-dittó. Þótt Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt á ráðin um lokun þessa frábæra spítala í Hafnarfirði og réttilega fengið skömm fyrir, þá gerðist lokunin á vakt vinstristjórnarinnar þótt hún hefði getað komið í veg fyrir lokunina. Og Ögmundi var alveg skítsama, enda fannst honum heilbrigðismál vera fyrir neðan sína virðingu.

Þá er búið að ryðja þessum misskilningi þínum úr vegi. 

Pétur D. (IP-tala skráð) 26.10.2016 kl. 02:45

13 identicon

Mér finnst það vera hagsmunamál almennings að það sé ekki verið að hringla með þessa staðsetningu endalaust.  Það virkar á mig eins og brandari af hálfu Framsóknarflokksins að gera út á staðsetningu flugvallarins fyrst og síðan spítalans.  Mig grunar að Sigurður Ingi sé fyrst og fremst að róa Sigmund Davíð sem hagaði sér eins og einræðisherra í málinu.  

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 26.10.2016 kl. 08:15

14 identicon

Sveinn, það er ekkert að fara á kaf, það er áróður frá loftslagsmafíunni. Hlustaðu á alvöru vísindamann útskýra þetta.

Dr Don Easterbrook Exposes Climate Change Hoax:

https://www.youtube.com/watch?v=4LkMweOVOOI

Pétur D. (IP-tala skráð) 26.10.2016 kl. 12:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband