VIÐ GETUM ALVEG VERIÐ RÓLEG, LÍKURNAR Á AÐ HÚN VINNI ERU ENGAR...

Fyrir utan það að lagið er hundleiðinlegt er atriðið frekar rislítið og ekki mikill metnaður á bak við það.  Flutningurinn á því er efni í heila bók og yrði sú bók ekki beint á jákvæðu nótunum.  Það má þakka fyrir ef þessi hörmung kemst í úrslitakeppnina en ég er ekki bjartsýnn á að margir nenni að hlusta "tvisvar" á þetta, en maður veit aldrei.  Ég verð nú að viðurkenna að ég hafði ekki heyrt lagið þar fyrir nokkrum dögum og viðbrögðin voru þessi:  GUÐ MINN ALMÁTTUGUR OG VANN ÞETTA LAG, HVERNIG VORU ÞÁ HIN??????


mbl.is Viljum við raunverulega vinna?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jákvæður að venju...af hverju færðu svo ekki vin þinn Óskar Helga til að hrauna yfir þetta endanlega í kaf..?

Helgi Jónsson (IP-tala skráð) 9.5.2017 kl. 12:18

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég þarf enga aðstoð við að koma skoðunum mínum á framfæri, Helgi og er engan veginn neitt hræddur við álit annarra á þeim.  Ef einhverjir hafa eitthvað við skoðanir mínar að athuga er það þeirra vandamál en ekki mitt.....

Jóhann Elíasson, 9.5.2017 kl. 12:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband