MENN SEM EINUNGIS GETA SPILAÐ ANNAN HÁLFLEIKINN HAFA EKKERT Í MILLIRIÐIL AÐ GERA

Allir leikir okkar manna á EM hafa verið þannig að liðið hefur leikið vel í fyrri hálfleik en svo hefur botninn dottið úr leik okkar manna og þó hefur "drullan" aldrei verið jafn mikil og í þessum leik.  ÞEIR HEFÐU ÁTT AÐ TALA AÐEINS MEIRA UM ÞAÐ HVERSU MIKIÐ ÞEIR ELSKA AÐ SPILA SVONA LEIKI Í ÞAÐ MINNSTA SÁST SÚ ÁST EKKI Í ÞESSUM LEIK.  Og enn set ég spurningu fram þess efnis hvort leikmennirnir séu einfaldlega ekki í nógu og góðu líkamlegu formi eða hvort þurfi að kalla Jóhann Inga Gunnarsson til?????


mbl.is „Köstum þessu fáránlega frá okkur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Er ekki eitthvað af þessum leikmönnum orðin gamalmenni, spyr sá sem ekki veit?

Ef svo er, þá er það auðséð af hverju liðsmenn geta ekki leikið af krafti í seinni hálfleik.

MAGA

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 16.1.2018 kl. 20:43

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Sá sem var yfirleitt síðastur til baka, var alls ekki sá elsti í hópnum.

Kveðja af Suðurnesjunum.

Jóhann Elíasson, 16.1.2018 kl. 21:33

3 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Sæll Jóhann, er ekki búið að reka þjálfarann? Svo hafa þessi kynslóðaskipti sem átt hafa sér tað ekki komið nógu vel út, svona til uppfræðslu handa MAGA í Houston.

Kær kveðja frá suðurhafseyjum. :-)

Helgi Þór Gunnarsson, 16.1.2018 kl. 21:48

4 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég hef ekki heyrt að þjálfarinn hafi verið rekinn enda tel ég að ekki sé hægt að skrifa þessa frammistöðu á hann, sökin liggur frekar hjá leikmönnunum sjálfum.  Síðustu 10 mínútur leiksins var eins og maður væri að horfa á æfingu hjá sjötta flokki en ekki leik landsliðs........

Jóhann Elíasson, 16.1.2018 kl. 22:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband