OG HLUTABRÉFIN Í ICELANDAIR HÆKKA ENDA ER ÞEIRRA STAÐA EKKERT SLÆM

Eins dauði er víst annars brauð.  En það er nú ekki búið að gefa út "dánarvottorð" fyrir WOW air og aldrei að vita nema Skúla takist að bjarga fyrirtækinu fyrir horn þó ég telji það frekar ólíklegt það er aldrei að vita nema lífeyrissjóðirnir séu með eitthvert fjármagn sem þeir vilja "gambla með"?


mbl.is Veiking krónunnar tengist líklega stöðu WOW
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Af hverju þarf að reyna að bjarga WOW air ?

Þetta var á brattan að sækja frá byrjun og greinilega ausið peningum til hægri og vinstri.

Flugfélög sem eiga engar flugvélar hafa aldrei lifað lengi.

Birgir Gudjonsson (IP-tala skráð) 11.9.2018 kl. 18:02

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Fáránlegt ef rétt er.  Af hverju ætti gjaldmiðillinn að sveiflast þótt eitthvert einkafyrirtæki fari á hausinn?

Kolbrún Hilmars, 11.9.2018 kl. 18:12

3 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Veit ekki betur en að íslensku lífeyrirsjóðirnir séu

stæðsti bakhjarl Iceland air. Um og yfir 60%

Það er vandlifað þegar ekki jafnt er gefið.

Sigurður Kristján Hjaltested, 11.9.2018 kl. 18:50

4 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Íelensku lífeyrisjóðirnir eru "einka" líka.  Er svo komið að þeir séu orðnir svo stórir að þeir hafi áhrif á gengi krónunnar?
Ekki það að WOW er alfarið annarra fjárfesta, erlendra aðallega, eða svo má skilja af fréttum.

Kolbrún Hilmars, 11.9.2018 kl. 19:19

5 identicon

Skúli kaus sjálfur að fara einn af stað og er núna að klóra í alla bakka til að geta haldið áfram.

Icelandair er hins vegar rótgróið fyrirtæki, sem skiljanlegt er að félög fjáfesti í.

Hefði hann fengið sterka aðila, eins og td sjóði eða banka þá væri staðan önnur.

Kannski var þetta græðgin í honum.... hirða allt einn.

Birgir Gudjonsson (IP-tala skráð) 11.9.2018 kl. 19:22

6 Smámynd: Jóhann Elíasson

Auðvitað ÞARF ekkert að bjarga WOW air.  Sjálfsagt eiga ekki allir lífeyrissjóðirnir í Icelandair.  En ástæðan fyrir því að ég nefndi að lífeyrissjóðirnir myndu kannski fjárfesta í WOW air, er að ég get ekki betur séð en að þar sé fjármagn á lausu og ekki séu menn neitt á móti því að setja pening í vonlaus verkefni.....

Jóhann Elíasson, 11.9.2018 kl. 19:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband