HVERNIG ER ÞETTA HÆGT AÐ FJÖLDI EINSKAKLINGA SEM GENGUR Í HJÓNABAND ENDI Á ODDATÖLU??

Ég fæ þetta bara engan vegin til að ganga upp en hinsvegar virðist ekkert vera að í tölunum um þá sem skilja.....


mbl.is Fleiri hjónabönd og færri skilnaðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Það var einn sem giftist sjálfum sér.

Þorsteinn Siglaugsson, 18.1.2019 kl. 14:49

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Í það minnsta er eitthvað furðulegt í gangi þarna, Þorsteinn...... cool

Jóhann Elíasson, 18.1.2019 kl. 15:14

3 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Minnir mig á gamlan dægurlagatexta: "Mér finnst ég varla heill né hálfur maður..."

Ásgrímur Hartmannsson, 18.1.2019 kl. 16:56

4 Smámynd: Jóhann Elíasson

Fréttin er óbreytt þannig að ekki virðist um innsláttarvillu að ræða, þannig að skýringin hans Þorsteins er einna líklegust.... wink

Jóhann Elíasson, 18.1.2019 kl. 19:27

5 identicon

 Ég myndi giska á að einhver einn (eða ein) hafi gengið í hjónaband tvisvar á árinu. Það fyrra hafi orðið skammlíft...

Magnús (IP-tala skráð) 19.1.2019 kl. 09:29

6 Smámynd: Jóhann Elíasson

Sé sú raunin, Magnús, þá hefur sá aðili ekki alveg þær hugmyndir um hvaða skuldbindingar og hugmyndafræði felst í hjónabandinu, ef hann/hún heldur að það að ganga í hjónaband líkist því að skipta um sokka eða nærbuxur.....

Jóhann Elíasson, 19.1.2019 kl. 11:12

7 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Kannski hefur makinn ekki verið nógu duglegur að skipta um sokka og nærbuxur.

Þorsteinn Siglaugsson, 19.1.2019 kl. 12:35

8 identicon

 Sæll Jóhann.

Unnt er að lesa í málið út frá
annarri efnisgrein en eigi að síður, -
klúður er þetta!

Kannski er þetta Fúsi í Mannamun e. Jón Mýrdal:

"Ég vil vera hjón," sagði hann!

Húsari. (IP-tala skráð) 19.1.2019 kl. 13:06

9 identicon

Er þarna ekki einhver misritun og það eigi að standa 3.979 hjónabönd í stað einstaklingar.  Neðar í fréttinni er einmitt talað um að hjónaböndin hafi verið örlítið fleiri en árið 2017 þegar þau voru 3.941.

Annars er maður nú farinn að trúa nánast öllu upp á þessa fréttamennsku í dag, sem gengur út á að selja fréttir en ekki segja fréttir.

Jóhannes (IP-tala skráð) 20.1.2019 kl. 00:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband