22.2.2019 | 16:10
EKKI ÞROSKAST ÞETTA LIÐ MEÐ ALDRINUM......
Það hafa komið út margir hillumetrar af skýrslum, sem sýna framá að hvalveiðar hafa ENGIN áhrif á komu ferðamanna til landsins og meira að segja eru einhverjar þessara skýrsla, sem vilja ganga svo langt að halda því fram að hvalveiðar auki áhuga manna á að ferðast hingað til lands. En hvalaskoðunarfólk hefur haft horn í síðu hvalveiða alveg frá því að hvalaskoðun hófst og þetta lið hefur svo mikla "rörsýn" á hlutina að endurskoðun á málefnum er ekki til í þeirra huga og fyrr frýs í helvíti en að þessir aðilar geti hugsað sér að breyta neinu í þeim efnum......
Berja hausnum við steininn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Bloggvinir
- annabjorghjartardottir
- arnarthorjonsson
- skagstrendingur
- formula
- reykur
- flinston
- asthildurcesil
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- bjornaxelsson
- bokin
- dagsol
- einarbb
- einarvill
- einarorneinars
- finnur
- fritzmar
- georg
- gislim3779
- gudbjornj
- gutti
- elnino
- manix
- zumann
- gmaria
- noldrarinn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gunnsithor
- gustafskulason
- halldorjonsson
- hallurhallsson
- hbj
- hallibjarna
- heimssyn
- formannslif
- diva73
- helgatho
- helgigunnars
- hordurhalldorsson
- ingagm
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- astromix
- fun
- jensgud
- ezuz
- joiragnars
- johannvegas
- jaj
- fiski
- jonerr
- bassinn
- jonsnae
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- juliusvalsson
- ksh
- kolbrunerin
- kristinn-karl
- kristinthormar
- stinajohanns
- keh
- kristjan9
- magnuss
- magnusthor
- odinnth
- solir
- olafurjonsson
- os
- pallvil
- ragnar73
- rosaadalsteinsdottir
- hughrif
- fullveldi
- seinars
- nafar
- holmarinn
- sigurdurig
- siggiflug
- siggith
- sigurjonth
- stormsker
- timannatakn
- tibsen
- valdimarjohannesson
- skolli
- valur-arnarson
Nýjustu færslur
- KRÓATAR UNNU ÞENNAN LEIK "VEGNA UMDEILDRAR DÓMGÆSLU".....
- LOKSINS KEMUR EINHVER MEÐ "RAUNHÆFA" LAUSN Á ÞESSU MÁLI.......
- ÞAÐ VIRÐIST VERA EINA RÁÐIÐ, SEM SAMFYLKINGIN HEFUR TIL AÐ AU...
- ÞETTA LÍKAR MÉR..........
- ÆTLAR "SAMGÖNGURÁÐHERRA" AÐ LÁTA MEIRIHLUTA REYKJAVÍKURBORGA...
- ÞRÁTT FYRIR FRAMMISTÖÐU DÓMARANNA TÓKST EKKI AÐ KOMA Í VEG FY...
- ÆTLI ÞEIR GERI SÉR EKKI GREIN FYRIR ÞVÍ AÐ ÞETTA "VOPNAHLÉ" ...
- NÚNA ÞEGAR RYKIÐ FER AÐ SETJAST EFTIR ÞETTA ÓHUGNANLEGA STRÍÐ...
- EN FYRIR HVERN ÞÓTTIST GUÐMUNDUR INGI VERA AÐ VINNA?????
- Á VIRKILEGA AÐ FARA ÚT Í ÞETTA FYRIRFRAM "DAUÐADÆMDA" VERKE...
- ÞAR SÝNA SAMFYLKINGARMENN LOKSINS SITT RÉTTA ANDLIT????????
- STÓRA LOFTSLAGSBLEKKINGIN........
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Formúla 1
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.1.): 192
- Sl. sólarhring: 358
- Sl. viku: 1615
- Frá upphafi: 1856448
Annað
- Innlit í dag: 125
- Innlit sl. viku: 1019
- Gestir í dag: 113
- IP-tölur í dag: 112
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Reyndar er það þannig Jóhann að eina rannsóknin sem hefur verið gerð á þessu var Gallup könnun fyrir nokkrum árum og hún sýndi að hvalveiðar hefðu neikvæð áhrif á ferðamannastraum.
Til að komast að þessu í raun og veru þyrfti að gera rannsókn á helstu markaðssvæðum ferðaþjónustunnar. Öðruvísi er ekki hægt að komast að því hvort þessi áhrif eru til staðar og ef svo er, hversu mikil þau eru.
Þorsteinn Siglaugsson, 22.2.2019 kl. 16:34
Þetta er alls ekki rétt hjá þér Þorsteinn og ekki man ég til að NEIN þessara skýrslna fjallaði um neikvæð áhrif hvalveiða. Þarna er eingöngu um að ræða óskhyggju af þinni hálfu og hefur ekkert með raunveruleika að gera....
Jóhann Elíasson, 22.2.2019 kl. 17:13
Hvaða skýrslur ertu að tala um Jóhann?
Ef þú ert að tala um skýrslu Hagfræðistofnunar þá eru engar rannsóknir á þessu í þeirri skýrslu.
Þorsteinn Siglaugsson, 22.2.2019 kl. 17:28
Í augnablikinu man ég eftir þremur skýrslum, sem voru unnar við Rannsóknarsetur Háskólans á Akureyri, þá er nýleg skýrsla frá Hagfræðistofnun Háskóla Íslands og einhverjar fleiri sem ég kann ekki að nefna í augnablikinu og þar á meðal er þessi Gallup skýrsla sem þú nefndir áðan. Það eru ENGAR hvalveiðar stundaðar á hinum svokölluðu "markaðssvæðum ferðaþjónustunnar", þannig að slík rannsókn yrði með öllu marklaus og svo má ekki gleyma því að það er stöðugur straumur ferðamanna upp í hvalstöð til að skoða hvalskurð.
Jóhann Elíasson, 22.2.2019 kl. 18:12
Það hvort hvalveiðar eru stundaðar á markaðssvæðum ferðaþjónustunnar kemur þeirri spurningu ekki við Jóhann hvort þær hafi neikvæð áhrif á fjölda ferðamanna sem koma hingað til lands. Það er stóra spurningin sem þarf að svara og það hefur einfaldlega ekki verið rannsakað. Ég skil ekki hvers vegna þú ert andvígur því, að komast að þessu.
Þorsteinn Siglaugsson, 22.2.2019 kl. 19:03
Hvergi nokkurs staðar hef ég sagt að ég sé ANDVÍGUR því að komast að þessu. Kannanir hafa leitt það í ljós að hvalveiðar hafa ENGIN áhrif á fjölda ferðamanna sem hingað koma ég get ekki séð að það sé neitt að þessum könnunum eð framkvæmd þeirra. Sættir þú þig ekki við þessar kannanir og viltu kannski fara ESB leiðina í þessu máli og gera kannanir á þessu þar til svarið verður þér að skapi??????
Jóhann Elíasson, 22.2.2019 kl. 19:15
Það hafa engar kannanir leitt þetta í ljós Jóhann. Það er nú staðreynd málsins. Ef þú telur þig vita betur, bentu þá á þessar rannsóknir, í hverju þær felast og hverjar niðurstöðurnar voru.
Þorsteinn Siglaugsson, 22.2.2019 kl. 19:32
Ef þú ert að tala um skýrslu RHA frá 2003 (það er ein skýrsla sem þeir hafa gert og er á vefnum þeirra, ekki þrjár) þá er þar um að ræða rannsókn sem fyrst og fremst snýst um viðhorf til hvalaskoðunar. Rannsóknin er spurningakönnun meðal þátttakenda í hvalaskoðunarferðum. Þetta er áður en hvalveiðar í atvinnuskyni hefjast.
Meðal annars er spurt hvort fólk hefði farið í hvalaskoðunarferð ef hér væru stundaðar hvalveiðar. 46% þátttakenda segjast að þeir hefðu ekki gert það. 26% segja að þeir hefðu ekki komið til Íslands ef hér væru stundaðar hvalveiðar. Þetta lýsir nú ekki beinlínis jákvæðu viðhorfi til hvalveiða.
En þessi rannsókn tekur auðvitað bara til takmarkaðs hóps ferðamanna sem hingað eru komnir. Hún er líka gerð löngu áður en Ísland varð það ferðamannaland sem það er núna. Þess vegna er mikilvægt, ef menn vilja í alvöru meta þjóðhagslegu áhrifin af þessu, að rannsaka þetta að nýju, ekki síst nú þegar ferðaþjónustan horfir fram á samdrátt. Eða finnst þér það ekki Jóhann?
Þorsteinn Siglaugsson, 22.2.2019 kl. 19:43
Þorsteinn, getur þú bent á með vísindalegum hætti hvaða neikvæðu áhrif hvalveiðar hafa fyrir þjóðarbúið?
Sindri Karl Sigurðsson, 22.2.2019 kl. 20:16
Þorsteinn, ekki veit ég hvort þú ert að halda því fram GEGN betri vitund eða hvort þú hafir hreinlega ekki kynnt þér málið almennilega. Ég vona að það sé hið síðara því ég hef einfaldleg haft meira álit á þér en það að ég ætli þér að halda einhverju fram gegn betri vitund.
Annars held ég að við séum svo algjörlega á öndverðum meiði í þessu máli, að það þjóni ekki nokkrum tilgangi að við séum að "þrasa" um þetta hér, það endar kannski með því að annar okkar lætur eitthvað frá sér sem betur væri látið ósagt og við myndum báðir sjá eftir.
Jóhann Elíasson, 22.2.2019 kl. 20:40
Halda hverju fram gegn betri vitund Jóhann minn? Ég er einfaldlega að benda á hvað kom út úr þessari rannsókn sem var gerð af RHA árið 2003. Skoðaðu bara skýrsluna, hún er á vefnum þeirra.
Og Sindri, það sem ég er að benda á er að það eru vísbendingar um að hvalveiðarnar kunni að hafa neikvæð áhrif. Það sýnir bæði Gallup könnunin sem er minnst á hér að ofan og rannsókn RHA sem ég vitna í sýnir líka slíkar vísbendingar.
Samtök ferðaþjónustunnar þekkja auðvitað þessar vísbendingar og hafa áhyggjur af þessu. Það er ástæðan fyrir því að samtökin fara fram á að þetta verði rannsakað.
Flóknara er nú málið ekki.
Þorsteinn Siglaugsson, 22.2.2019 kl. 20:51
Var ekki verið að rannsaka þetta Þorsteinn? Er einhver önnur rannsókn sem hefur farið fram nýlega (eftir ferðamannablómgunina) sem hrekur, eða verðfellir þá sem Hagfræðistofnun HÍ gerði? Mér finnst lítið varið í að benda á áhyggjur. Ég get haft og hef jafnvel áhyggjur af ýmsu og mörgu...
Að finnast eitthvað hefur lítið til síns máls í rökræðunni.
Sindri Karl Sigurðsson, 22.2.2019 kl. 21:23
Var verið að rannsaka hvað? Í skýrslu Hagfræðistofnun er ekki að finna neinar rannsóknir á áhrifum hvalveiða á ferðaþjónustuna.
Þorsteinn Siglaugsson, 22.2.2019 kl. 21:59
Þorsteinn,lastu ekki skýrslu Hagfræðistofnunar????????
Jóhann Elíasson, 22.2.2019 kl. 22:10
Jú, það gerði ég nefnilega Jóhann minn. Það er ástæðan fyrir því að ég veit að við gerð þeirrar skýrslu var engin rannsókn gerð á áhrifum hvalveiða á ferðaþjónustuna. En ef það hefur vantað blaðsíður í eintakið sem ég las, og ef á þeim blaðsíðum skyldi þessa rannsókn vera að finna, þá máttu endilega benda mér á hvar. Ég útvega mér þá heillegra eintak.
Þorsteinn Siglaugsson, 22.2.2019 kl. 22:18
Þorsteinn.
Þú ert með hártoganir, í þessari skýrslu er verið að fjalla um þjóðhagslegan ávinning og hvað stendur á bls. 20 til 22 í þessari skýrslu? Ég er vel læs og hef ekki geð í mér að rökræða á þrotlausum nótum, líkt og þú virðist hafa geð til.
Góðar stundir.
Sindri Karl Sigurðsson, 22.2.2019 kl. 22:49
Þorsteinn, það er nokkuð ljóst að eitthvað er að því eintaki af skýrslu Hagfræðistofnunar, sem þú hefur undir höndum og er þér sterklega ráðlagt að fá þér almennilegt eintak. Á blaðsíðu 47, í niðurstöðukafla skýrslunnar er sagt Að engin gögn bendi til að hvalveiðar hafi áhrif á komu útlendinga til landsins. Umhverfissinnar og þá sérstaklega Grænfriðungar hafi löttu fólk til að ferðast til Íslands, sérstaklega þegar voru stundaðar hvalveiðar hér í vísindaskyni, en þrátt fyrir þessa "herferð" Grænfriðunga fjölgaði hér ferðamönnum um 34%. Nú skaltu fara að endurskoða það hvort þú eigir að halda þessari þvælu þinni áfram.......
Jóhann Elíasson, 22.2.2019 kl. 23:02
Já Jóhann. Akkúrat. Það eru engar rannsóknir til staðar og þess vegna eru engin gögn til. En það að ekki séu til gögn um að eitthvað sé til staðar, það er vitanlega ekki nægjanleg forsenda til að álykta að það sé ekki til staðar. Af því er ekki hægt að álykta neitt annað en að rannsóknir skorti og því sé ekki hægt að komast að niðurstöðu.
Ef þú veist ekki, Jóhann, hvort þakið á húsinu þínu er ryðgað, vegna þess að þú hefur aldrei gáð að því, myndir þú þá draga þá ályktun að það væri örugglega alls ekki ryðgað?
Ég held að þú sért skynsamari en svo.
Þessi "röksemdafærsla" sem þú nefnir er aðeins eitt dæmi um þau óvönduðu vinnubrögð sem voru viðhöfð við gerð þessarar skýrslu. Og þetta er reyndar í fyrsta sinn sem Hagfræðistofnun hefur séð sig knúna til að senda frá sér afsökunarbeiðni vegna slælegra vinnubragða, eins og sjá má í bréfi sem stofnunin birti í dag og þú getur skoðað hér: http://hhi.hi.is/frettir/2019_02_22/deilt_a_skyrslu_um_hvalveidar
Þorsteinn Siglaugsson, 22.2.2019 kl. 23:16
Þorsteinn, það er auðséð á öllu að ef niðurstaðan er þér ekki að skapi þá kallarðu hana óvandað áróðursskýrslu. Svona lagað er engum til sóma. Hver er til þess bær að gagnrýna verk og á hvaða forsendum????????
Jóhann Elíasson, 22.2.2019 kl. 23:23
Veistu það Jóhann, að ég nenni þessu nú ekki. Þú byrjar á að staðhæfa hér að einhverjir hillumetrar séu til af skýrslum sem sýni að hvalveiðar hafi engin áhrif á ferðaþjónustu. Svo er þetta komið niður í eina skýrslu sem sýnir hvað? - akkúrat hið gagnstæða. Að lokum reynir þú að hengja þig í einhverja staðhæfingu í skýrslu sem þeir sem unnu hana voru rétt í þessu að biðjast afsökunar á. Staðhæfingu sem, eins og þú sérð sjálfur, byggir ekki á neinum rökum.
Hver er til þess bær að gagnrýna það verk og á hvaða forsendum spyrðu. Sá sem er til þess bær er sá sem getur gert það með rökum. Þannig er nú það góði minn.
Hvet þig til að sofa á þessu. Þú áttar þig kannski betur í fyrramálið.
Þorsteinn Siglaugsson, 23.2.2019 kl. 00:17
Ég þarf engan tíma til að átta mig á því hverskonar rugl þú hefur verið að fara með það virðist vera að þú eigir eitthvað bágt með að sjá hversu "arfaruglaður" þú ert í þessu. En það er náttúrulega alfarið þitt mál og vonandi að þú hafir enga verki með þessari vitleysu þinni......
Jóhann Elíasson, 23.2.2019 kl. 02:27
Þakka umræðuna Jóhann. En minni á að stóryrði eru ekki röksemdir.
Þorsteinn Siglaugsson, 23.2.2019 kl. 13:26
Ef þú kallar það að segja einhvern "arfaruglaðan í einhverju máli, stóryrði, þá verður þú að eiga það við þig. Þú hefur sýnt það í þessari umræðu að þú tekur engum rökum, þó svo að vitnað sé í ritrýndar skýrslur og gefið upp blaðsíðutal, þá grípur þú bara til þess að segja að viðkomandi skýrsla sé illa unnin og ekkert að marka hana, vegna þess að þú ert henni ekki sammála. Þetta er rökleysa eins og hún getur verst orðið. En samt sem áður þakka ég umræðuna sem vissulega hefði mátt vera mun málefnalegri af þinni hálfu.
Jóhann Elíasson, 23.2.2019 kl. 13:38
Maður verður að vera fær um að skilja það sem maður les Jóhann. Það kann ekki góðri lukku að stýra að grípa bara upp einhverjar fullyrðingar og trúa þeim eins og nýju neti bara af því að þær standa í einhverri skýrslu. Og ekki er það betra þegar skýrsluhöfundarnir hafa sjálfir viðurkennt að vinnubrögð þeirra séu gölluð.
Þorsteinn Siglaugsson, 23.2.2019 kl. 14:28
Sæll Jóhann, það er búið að vera fróðlegt að lesa athugasemdirnar hér að ofan, en mig langar að minna menn á þá staðreynd að við Íslendingar lifum á fiskveiðum ennþá, og þá margborgar sig að drepa hval! Af hverju halda menn að hrunið í loðnustofninum sé núna?
Jóhann, í sambandi við færsluna hér að neðan( "Það er ekki ein bára stök í 12 vindstigum") langar mig að minna ykkur skrifarana í athugasemdum að RÍKIÐ hatar okkur fólkið, þannig að þetta er ekkert skrítið.
Kær kveðja frá Eyjum.
Helgi Þór Gunnarsson, 23.2.2019 kl. 17:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.