EINFALT MÁL - ÍSLENSKA STJÓNKERFIÐ, UPPÚR OG NIÐURÚR, ER Í DJÚPUM SKÍT...

Niðurstaða Mannréttindadómstólsins var ekki einungis áfellisdómur yfir störfum Dómsmálaráðherra, eins og LANDRÁÐAFYLKINGIN og PÍRATAR hafa viljað halda fram, heldur einnig Alþingi, forseta Alþingis og forseta lýðveldisins.  Í niðurstöðu dómsins segir að Dómsmálaráðherra hafi ekki rökstutt breytingar sínar á "listanum" um mögulega dómara nægilega vel, sem er þegar dómurinn er lesinn almennilega er lítilvægasta athugasemdin sem er gerð í þessari niðurstöðu.  Þá kemur að þætti þingsins, sem í mínum huga er alvarlegasta athugasemdin, sem er gerð.  Fram kemur að þinginu BAR AÐ GREIÐA ATKVÆÐI UM HVERN OG EINN UMSÆKJANDA Á "LISTANUM".  ÞAÐ VAR EKKI GERT HELDUR VAR GREITT ATKVÆÐI UM "ALLAN PAKKANN".  Þarna hefði forseti þingsins átt að grípa inn í og tryggja það að farið yrði að þingskaparlögum en þáverandi þingforseti virðist ekki hafa haft nægilega þekkingu á lögum þingsins til að gegna þessu embætti.  En þá kemur að forseta lýðveldisins.  Hann virðist, samkvæmt úrskurðinum, ekki hafa gætt þess að uppfylla upplýsingaskyldu sína en Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata fullyrti það í viðtali á útvarpi Sögu, að hann hefði HRINGT í forsetann daginn eftir að þetta frumvarp var samþykkt af Alþingi og varað hann við að hugsanlega væri verið að brjóta lög með þessu frumvarpi.  En samt sem áður virðist hann ekki sinnt upplýsingaskyldunni og bara skrifað undir lögin án nokkurrar umhugsunar.

Þessi úrskurður er mjög harður dómur yfir Íslenska stjórnkerfinu og eina sem virðist vera hægt núna ER AÐ MOKA ÚT ÚR ALÞINGISHÚSINU OG BOÐA TIL NÝRRA KOSNINGA MEÐ ÞAÐ SAMA.  ÞETTA ER MIKLU STÆRRA MÁL EN SVO AÐ AFSÖGN DÓMSMÁLARÁÐHERRA HAFI NOKKUÐ AÐ SEGJA, enda er þáttur hennar í þessu máli lítill, HELDUR ÞARF AРTAKA ALLT STJÓRNKERFIÐ Í GEGN........

 


mbl.is Hafi engar sjálfkrafa afleiðingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

"Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata fullyrti það í viðtali á útvarpi Sögu, að hann hefði HRINGT í forsetann daginn eftir ..."

Þetta get ég staðfest því það var ég sjálfur sem hvatti Jón Þór til þess að reyna að afstýra þessu stjórnskipulega stórslysi.

Því miður tók forsetinn ekki mark á þeirri aðvörun heldur braut hann stjórnarskránna með því að skrifa undir ólöglegan gjörning.

Guðmundur Ásgeirsson, 13.3.2019 kl. 16:03

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Hvergi nokkurs staðar í þessu bloggi mínu dró ég þetta í efa og hef heldur ekki neina ástæðu til að rengja þessi orð hans.  En vegna þessa er staða forseta lýðveldisins mun verri og að mínum dómi á Jón Þór Ólafsson þakkir skyldar fyrir þetta frumkvæði sitt.  Eins og þú veist Guðmundur er ég síður en svo gjarn á að hæla Pírötum fyrir verk þeirra en í þessu tilfelli sé ég fulla ástæðu til þess.........

Jóhann Elíasson, 13.3.2019 kl. 19:26

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Sæll Jóhann. Ég var ekki að saka þig um að rengja þetta heldur vildi ég bara staðfesta að þetta væri rétt frásögn.

Já ég hef tekið eftir því að þú hælir Pírötum ekki oft ;) en í þessu tilviki gerirðu það enda á það fullan rétt á sér.

Góðar stundir.

Guðmundur Ásgeirsson, 13.3.2019 kl. 21:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband