ERU BRETAR ENDANLEGA AÐ KLÚÐRA ENDURHEIMTU SJÁLFSTÆÐIS SÍNS???

"Það er ekki ein báran stök í 12 vinstigum".  Það hefur allt farið úrskeiðis sem gat farið úrskeiðis, í "samningaviðræðum" Theresu May og ESB, vegna úrgöngu Breta úr sambandinu.  Þetta kemur svo sem ekki á óvart því Theresa May var hörð á því að vera áfram í ESB og hverjum dettur í hug að hún hafi í einlægni getað leitt viðræðurnar um úrgöngu Breta úr sambandinu.  Enda er það komið í ljós að henni hefur ekkert orðið ágengt og sumir halda því fram að hún hafi bara fest Breta enn meira inn í ESB en áður var, nema að því leiti að þeir hafi þar engin áhrif lengur. Það er í sjálfu sér "kómískt", að einn helsti ásteytingssteinninn í viðræðum Breta og ESB skuli vera að landamærin milli Norður Írlands og Írlands séu ekki nægilega ÖRUGG OG OF EINFALT AÐ FARA ÞAR UM.  Og ESB sem vill ENGIN landamæri og þar með ENGIN þjóðríki.  Það er bar öllum ljóst, sem vilja sjá það, að gangi Bretar út úr ESB hrynur sambandið og hvað tekur þá við? Samkvæmt könnunum hefur stuðningur almennings við Brexit aukist en meirihluti þingmanna eru sambandssinnar, þannig að það er víðar en á Íslandi þar sem er GJÁ milli þings og þjóðar........


mbl.is Óska eftir frestun Brexit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kosið var um það á breska þinginu um hvort yfirgefa ætti ESB án samnings og því var hafnað.

England og Wales kusu út en Skotland og N-írland inn.

Í huga Skota og sérstaklega N-Íra þá er ESB þeirra frelsi, þeir hafa engan áhuga á að England stjórni AFTUR alfarið þeirra málum.

Staðreyndin er sú að eftir BREXIT þá hrynur Bretland en ekki ESB. N-Írar munu sameinast Írlandi og Skotar lýsa yfir sjálfstæði.

Snorri (IP-tala skráð) 14.3.2019 kl. 22:25

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Við erum eins langt frá því að vera sammála og hægt er Snorri.  Ekki ætla ég að reyna að koma vitinu fyrir þig enda er ESB eins og trúarbrögð hjá INNLIMUNARSINNUM......

Jóhann Elíasson, 14.3.2019 kl. 22:37

3 identicon

Hatur þitt á ESB breytir ekki staðreyndum. Allar spár hafa ræst og gott betur en það.

Það að vera einhverjir töffarar og fara í hard brexit er bara ekki möguleiki þar sem tvö af þessum löndum vilja alls ekki brexit...

Ef þú skoðar sögu þessara landa þá myndir þú skilja þetta. 

Ef þú hefur einhver rök fyrir því að Skotar og N-írar munu sætta sig við þetta þá endilega komdu með þau en endilega slepptu öllu trúarbragðakjaftæði, það hefur engu nema slæmu skilað í gegnum tíðinna.

Snorri (IP-tala skráð) 15.3.2019 kl. 07:07

4 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ef þú ert að tala um HATUR mitt á ESB, þá veistu ekki hvað hatur er.  Ég er raunsær, sem er annað en hægt er að segja um ykkur INNLIMUNARSINNANA.   Ég verð því miður að viðurkenna að fyrir rúmum 20 árum var ég mikill Evrópusinni og meira að segja var ég nokkuð hlynntur evru.  En svo fór ég að kynna mér ESB og fyrir hvað það stóð, eftir þá yfirferð varð ég harður ESB andstæðingur og eftir viðskiptafræðina urðu mér ljós hversu alvarleg mistök evran var.  Ég þekki mjög vel sögu landanna á Bretlandseyjum.  Brexit gengur ekki út á Skota og Norður-Íra, heldur er verið að ræða útgöngu Breta úr ESB en ESB kýs að setja landamæri Norður-Írlands og Írlands, sem stóra ágreiningsmálið, því þeir vilja hindra það að Bretar gangi út.  En INNLIMUNARSINNAR kjósa að horfa fram hjá þessu og þeir vilja ekki heldur viðurkenna að ef Bretar ganga út þá er það upphafið að  hruni ESB......

Jóhann Elíasson, 15.3.2019 kl. 09:04

5 identicon

"Brexit gengur ekki út á Skota og Norður-Íra..."

Nokkuð viss um að Skotar og N-Írar eru sammála þér þarna..

En við skulum bíða og sjá hvernig þetta endar allt saman..

Snorri (IP-tala skráð) 15.3.2019 kl. 09:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband