26.3.2019 | 10:55
ÞETTA ER SKÓLABÓKARDÆMI UM AÐ MENN SÉU BARA AÐ PISSA Í SKÓINN SINN......
Það er jú ágætt á meðan hlandið í skónum er volgt en það kólnar fljótt og þá verðu líðanin alveg djöfulleg. Með því að selja fargjöldin svona langt undir kostnaðarverði, er bara verið að ná sér í lausfjármuni til að "redda" sér frá degi til dags. Til skamms tíma litið er þetta gott fyrir samkeppnina, það er að segja að ábati neytenda verður mjög mikill. En þegar þessu er lokið og ekki þarf lengur að ná í lausafé með þessum hætti, þá hækkar verðið og það nokkuð mikið. Þannig að til lengri tíma leiðir þetta til þess að flugfargjöld hækka, því einhver verður að borga fyrir "vitleysuna" sem var í gangi......
100 þúsund krónum ódýrara með WOW | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:35 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Bloggvinir
- annabjorghjartardottir
- arnarthorjonsson
- skagstrendingur
- formula
- reykur
- flinston
- asthildurcesil
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- bjornaxelsson
- bokin
- dagsol
- einarbb
- einarvill
- einarorneinars
- finnur
- fritzmar
- georg
- gislim3779
- gudbjornj
- gutti
- elnino
- manix
- zumann
- gmaria
- noldrarinn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gunnsithor
- gustafskulason
- halldorjonsson
- hallurhallsson
- hbj
- hallibjarna
- heimssyn
- formannslif
- diva73
- helgatho
- helgigunnars
- hordurhalldorsson
- ingagm
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- astromix
- fun
- jensgud
- ezuz
- joiragnars
- johannvegas
- jaj
- fiski
- jonerr
- bassinn
- jonsnae
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- juliusvalsson
- ksh
- kolbrunerin
- kristinn-karl
- kristinthormar
- stinajohanns
- keh
- kristjan9
- magnuss
- magnusthor
- odinnth
- solir
- olafurjonsson
- os
- pallvil
- ragnar73
- rosaadalsteinsdottir
- hughrif
- fullveldi
- seinars
- nafar
- holmarinn
- sigurdurig
- siggiflug
- siggith
- sigurjonth
- stormsker
- timannatakn
- tibsen
- valdimarjohannesson
- skolli
- valur-arnarson
Nýjustu færslur
- KRÓATAR UNNU ÞENNAN LEIK "VEGNA UMDEILDRAR DÓMGÆSLU".....
- LOKSINS KEMUR EINHVER MEÐ "RAUNHÆFA" LAUSN Á ÞESSU MÁLI.......
- ÞAÐ VIRÐIST VERA EINA RÁÐIÐ, SEM SAMFYLKINGIN HEFUR TIL AÐ AU...
- ÞETTA LÍKAR MÉR..........
- ÆTLAR "SAMGÖNGURÁÐHERRA" AÐ LÁTA MEIRIHLUTA REYKJAVÍKURBORGA...
- ÞRÁTT FYRIR FRAMMISTÖÐU DÓMARANNA TÓKST EKKI AÐ KOMA Í VEG FY...
- ÆTLI ÞEIR GERI SÉR EKKI GREIN FYRIR ÞVÍ AÐ ÞETTA "VOPNAHLÉ" ...
- NÚNA ÞEGAR RYKIÐ FER AÐ SETJAST EFTIR ÞETTA ÓHUGNANLEGA STRÍÐ...
- EN FYRIR HVERN ÞÓTTIST GUÐMUNDUR INGI VERA AÐ VINNA?????
- Á VIRKILEGA AÐ FARA ÚT Í ÞETTA FYRIRFRAM "DAUÐADÆMDA" VERKE...
- ÞAR SÝNA SAMFYLKINGARMENN LOKSINS SITT RÉTTA ANDLIT????????
- STÓRA LOFTSLAGSBLEKKINGIN........
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Formúla 1
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.1.): 40
- Sl. sólarhring: 374
- Sl. viku: 1463
- Frá upphafi: 1856296
Annað
- Innlit í dag: 26
- Innlit sl. viku: 920
- Gestir í dag: 24
- IP-tölur í dag: 23
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sammála. Þarna eru undirliggjandi ruðningsáhrif með strætófargjöldum WOW. Á fleiri vegu en blasa við í fljótu bragði.
Kolbrún Hilmars, 26.3.2019 kl. 12:17
Góð greining hjá þér Jóhann, svona er þetta nákvæmlega.
Tómas Ibsen Halldórsson, 26.3.2019 kl. 12:22
Þakka ykkur báðum fyrir innlitið. Svona lítur þetta út fyrir mér. Getur verið að menn séu bara að lengja í hengingarólinni????????
Jóhann Elíasson, 26.3.2019 kl. 12:28
Ég myndi ekki segja að það sé góður samanburður á þessum miðum, til að mynda er þetta ódýrasta fargjaldið hjá wowair (engin taska, ekki sæti, ekki neitt), en icelandair miðinn var í dýrasta flokki (Saga class eða eitthvað svipaði, allir ódýrustu flokkarnir voru væntanlega uppseldir, inni í hinu eru 2x32kg töskur sem myndi kosta formúgu hjá wowair), ástæðan fyrir því að það er ekki sama uppi á teningnum hjá wowair myndi ég giska á að sé út af því að fólk treystir félaginu ekki núna og því er eflaust lítið búið að selja af miðun í þessa ferð hjá þeim (Sambærilegur miði 94.953 ISK, ca 102.000 ISK ef nýta ætti kílóin á farangrinum í botn).. Ef ódýarasti miðinn hjá Icelandair fram í tímann er settur í þetta á réttu dögunum er hægt að fljúga þarna á milli fyrir heilar 26.235.
En vissulega er það ódýrara með wowai með stuttum fyrirvara núna, þeir vilja fá alla inn sem þeir væntanlega geta og ég er ekki viss um að fólk vilji mikið bóka mikið fram í tímann þar eins og er.
Ég myndi ekki segja að verðið sjálft sé eitthvað út úr kú.
Halldór Björgvin Jóhannsson, 26.3.2019 kl. 14:30
Sæll Jóhann,
Þetta er skólabókardæmi um fáránleikann í "fréttaflutningi" á Íslandi: Að bera saman verð hjá lággjaldaflugfélagi og Business Class miða hjá Icelandair og blása svo upp einhverja ímyndaða blöðru um mismunandi á verði! Þetta er dæmigert fyrir mest allan fréttaflutningi af málefnum Wow. Tómt hálfkák og rugl. Alveg magnað!
Langflestir ferðamenn panta flugferðir með margra vikna eða mánuða fyrirvara. Svona samanburður er eins og að bera saman appelsínur og skóhorn!
Kveðja
Arnór Baldvinsson, 26.3.2019 kl. 14:39
Þetta eru fáránleg vinnubrögð hjá meintum blaðamanni.
Af skiljanlegum ástæðum er nóg af lausum sætum í WOW vélunum til Kaupmannahafnar þessa helgi, sem samanburðurinn nær til, en vélar Icelandair eru fullbókaðar á almennu farrými.
Ef maður gerði sambærilegan samburð t.a.m. á helginni 27.-29. september þá er um 3.000,- króna munur á ódýrustu fargjöldum hjá þessum 2 flugfélögum.
Ég hélt að Morgunblaðið gerði kröfu til meiri fagmennsku.
Emil Örn Kristjánsson, 26.3.2019 kl. 16:54
Þessar þrjár athugasemdir eru svo arfaruglaðar að ég kýs að svara þessu rugli öllu á einu bretti. Samanburðurinn er kannski ekki mesta málið í þessu eins og virðist vera aðalmálið hjá þremur síðustu aðilum, sem gerðu athugasemdir við þessa færslu. Ekki virðist þið heldur hafa haft fyrir því að lesa bloggfærsluna og svo eruð þið að fordæma vinnubrögð blaðamannsins sem skrifaði "fréttina". Hafið þið heyrt söguna um flísina í augum náungans og að sjá ekki bjálkann í eigin augum? Bloggið fjallar um það að selja flugfargjald LANGT UNDIR KOSTNAÐARVERÐI og hvaða afleiðingar það hefur. Eruð þið virkilega svo úti á þekju að halda að það kosti ekki meira en 28.500 krónur að fljúga til Kaupmannahafnar og hvað finnst ykkur réttlæta svona verðlagningu?
Jóhann Elíasson, 26.3.2019 kl. 18:19
Og hvað myndir þú segja að svoleiðis ferð ætti að kosta Jóhann?
Veistu hvað kostnaðarverð er á þessari ferð?
Afhverju getur Icelandair flogið á þessu verði ef það er langt undir kostnaðarverði?
Halldór Björgvin Jóhannsson, 26.3.2019 kl. 21:28
Halldór, að fljúga til Akureyrar kostar rúmlega 42.000 getur þú ímyndað þér að það sé miklu ódýrara að fljúga til Kaupmannahafnar? Þú hefur ekki einu sinni lesið fréttina sem ég bloggaði um en þar sagði að flug með Icelandair fyrir sömu flugleið væri rúm 101.000. Eitthvað er lesskilningurinn hjá þér bæklaður, þetta er hlutur sem þú ættir að reyna að lagfæra.........
Jóhann Elíasson, 26.3.2019 kl. 21:55
Jóhann, ég las fréttina og það er það sem ég er að setja út á, þetta er vond frétt, vondur samanburður í henni þar sem ekki er verið að bera saman sambærilega pakka, einnig tók ég það fram í færslunni minni að Icelandair getur flogið þessa leið (til kaupmannahafnar) á 26.235, 101.000 fyrir þessa flugleið er saga class ekki ódýrasta flugið eins og var valið fyrir wowair, eins og ég tók fram í færslunni minni þá er sambærilegt flug á yfir 100 þús hjá wowair líka ef passað er upp á að farangursheimildir séu jafnar.
Ég hvet þig til að lesa aftur yfir fyrstu færsluna mína.
En ég spyr aftur fyrir forvitnis sakir.
Hvað myndir þú segja að svoleiðis ferð ætti að kosta (til kaupmannahafnar)?
Veistu hvað kostnaðarverðið er á þessari ferð?
Afhverju getur Icelandair flogið á þessu verði ef það er langt undir kostnaðarverði?
Kv
Halldór
Halldór Björgvin Jóhannsson, 27.3.2019 kl. 08:28
Halldór Björgvin, ég er ekki með krónutöluna á því hvað flugferð til Kaupmannahafnar ætti að kosta. En í athugasemd númer 9 fjalla ég aðeins um þessa hluti og þá umfjöllun læt ég duga. Ég hef lesið hef lesið allar þínar færslur og ef þú myndir lesa sjálfur það sem þú skrifar getur ekki annað verið að þú færir aðeins að hugsa hvað væri eiginlega að gerast í kollinum á þér?
Jóhann Elíasson, 27.3.2019 kl. 09:01
Var að koma frá Asíu flaug með QatarAirline til Katar þaðan til London og Icelandair á klakann og láng mesta okrið og lélegasta þjónustan var á stutta legginum frá London semsagt Icelandair
Mangi (IP-tala skráð) 27.3.2019 kl. 11:38
Jóhann það er alger óþarfi að vera með níð, er þetta ekki vettvangur til að ræða hlutina?, þó að þú sért mér ósammála þá er það hægt án þess að fara í manninn.
Þú hefur engin gögn til staðfestingar þinna staðhæfinga og ég ekki ætla ég að þykjast vita meira um það en þú hvort að þetta sé langt undir kostnaðarverði eða ekki, ég bendi á að ef eitt flugfélag getur flogið þarna á milli á þessu verði þá er ekki langsótt að giska á að þetta verð sé að borga sig, ég er ekki að reyna að upphefja annað hvort flugfélagið, mig grunar að ástæðan fyrir því að wow er á hvínandi kúpunni sé ekki bara út af verðlagninunni hjá þeim heldur nokkrum öðrum ástæðum t.d eins og eldsneytistryggingu ásamt því að seilast of langt og of hratt.
Þessar þrjár spurningar hjá mér voru ekki til að ná höggi á þig ef ske kynni að þú héldir það, heldur eru þetta spurningar sem ég veit ekki svör við og væri mjög svo til í að fá svar við!
kv
Halldór
Halldór Björgvin Jóhannsson, 27.3.2019 kl. 12:07
Halldór, ég var hvergi með NÍÐ á þig en kannski þú sért það viðkvæmur að það megi ekkert segja, sem þér líkar ekki og kallir það níð. Þessar þrjár spurningar þínar, þeim svaraði ég eftir bestu getu. Ekki átta ég mig á hvaða staðhæfingar ég kem með sem ég hef engin gögn til að styðja við? Mér dettur helst í hug að þú hafi ekki alveg skilið út á hvað bloggfærslan hjá mér gekk út á. Getur verið að þú hafir kannski aðeins farið fram úr þér í athugasemdunum?
Jóhann Elíasson, 27.3.2019 kl. 14:34
Þetta er ekki eitthvað sem ég myndi kalla gróft en óþarfa níð er það þegar menn eru að ræða hlutina og eru ekki sammála.
Jóhann Elíasson (7): "Eruð þið virkilega svo úti á þekju"
Jóhann Elíasson (11): "færir aðeins að hugsa hvað væri eiginlega að gerast í kollinum á þér"
Jóhann Elíasson (9): "Eitthvað er lesskilningurinn hjá þér bæklaður, þetta er hlutur sem þú ættir að reyna að lagfæra"
Hér er staðhæfinging þín án gagna.
Jóhann Elíasson (14): "Ekki átta ég mig á hvaða staðhæfingar ég kem með sem ég hef engin gögn til að styðja við? "
Staðhæfing (7) : "selja flugfargjald LANGT UNDIR KOSTNAÐARVERÐI"
Staðhæfing(Pistill): "Með því að selja fargjöldin svona langt undir kostnaðarverði"
Enging gögn (11): "ég er ekki með krónutöluna á því hvað flugferð til Kaupmannahafnar ætti að kosta."
Halldór Björgvin Jóhannsson, 27.3.2019 kl. 17:06
Ef þú kallar þetta NÍÐ þá er skilningur þinn á Íslensu máli afskaplega sérkennilegur, svo ekki sé nú meira sagt. skilgreiningin á NÍÐI, er að borinn sé út óhróður um aðila. Þessi þvæla hjá þér er orðin nokkuð langdregin og ef ég á að segja alveg eins og er, þá nenni ég ekki að eyða lengri tíma í að þrasa við þig. Þú ert greinilega einn af þeim sem ekki er hægt að ræða við á vitrænum nótum.....
Jóhann Elíasson, 27.3.2019 kl. 17:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.