20.7.2019 | 14:06
ÞETTA ER BÚIÐ AÐ VERA LJÓST Í MÖRG ÁR EN HVAÐ VELDUR ÞVÍ AÐ ALLT Í EINU NÚNA ÞARF AÐ GERA EITTHVAÐ???
Getur það verið að þegar "elítan" fékk að finna fyrir þessu á "eigin skinni", hafi allt í einu verið brýn þörf á einhverjum aðgerðum. Það var kannski "tilviljun" en strax eftir að viðtal birtist við bróður Gunnarsstaða Móra, þar sem hann lýsti því að "erlendur auðmaður" hefði bara komið eins og þjófur að nóttu og keypt land, sem hann átti sem sameign með öðrum bæ í nágreni við Gunnarsstaði. Síðan þetta viðtal kom hafa bæði Forsætisráðherra og Sveitastjórnaráðherra komið fram á sjónarsviðið og tjáð sig um þessi mál. En fram að þessu atviki hafði þetta jarðamál hlotið afar litla athygli hjá ráðmönnum þjóðarinnar. En það er vonandi að eitthvað af viti verði gert í þessu núna, þegar þetta er farið að hafa áhrif á "elítuna".......
Ítarlegri kröfur í nágrannalöndum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Bloggvinir
- annabjorghjartardottir
- arnarthorjonsson
- skagstrendingur
- formula
- reykur
- flinston
- asthildurcesil
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- bjornaxelsson
- bokin
- dagsol
- einarbb
- einarvill
- einarorneinars
- finnur
- fritzmar
- georg
- gislim3779
- gudbjornj
- gutti
- elnino
- manix
- zumann
- gmaria
- noldrarinn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gunnsithor
- gustafskulason
- halldorjonsson
- hallurhallsson
- hbj
- hallibjarna
- heimssyn
- formannslif
- diva73
- helgatho
- helgigunnars
- hordurhalldorsson
- ingagm
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- astromix
- fun
- jensgud
- ezuz
- joiragnars
- johannvegas
- jaj
- fiski
- jonerr
- bassinn
- jonsnae
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- juliusvalsson
- ksh
- kolbrunerin
- kristinn-karl
- kristinthormar
- stinajohanns
- keh
- kristjan9
- magnuss
- magnusthor
- odinnth
- solir
- olafurjonsson
- os
- pallvil
- ragnar73
- rosaadalsteinsdottir
- hughrif
- fullveldi
- seinars
- nafar
- holmarinn
- sigurdurig
- siggiflug
- siggith
- sigurjonth
- stormsker
- timannatakn
- tibsen
- valdimarjohannesson
- skolli
- valur-arnarson
Nýjustu færslur
- ÞETTA FÓR EINS ILLA OG NOKKUR MÖGULEIKI VAR Á.......
- ALLIR ÞEIR FLOKKAR SEM STANDA AÐ ÞESSARI RÍKISSTJÓRN GÁFU LOFORÐ
- "EKKI ER ALLT GULL SEM GLÓIR"........
- VANDAMÁLIÐ ER EKKI "ÓLEYSANLEGT" EF ÞAÐ ER LEYST Á FIMM MÍN...
- ÞAÐ STENDUR EKKI STEINN YFIR STEINI Í "STJÓRN" BORGARINNAR....
- HVAÐ ER EIGINLEGA SVONA VIÐKVÆMT VIÐ ÞESSA UMRÆÐU?????
- FYLLILEGA VERÐSKULDAÐUR SIGUR......
- ÞAÐ VITA ÞAÐ LÍKA ALLIR AÐ ÞAÐ ERU TIL "ÞRJÁR TEGUNDIR AF LY...
- "NÚ ER LAG"....
- EN HVAÐ UM SORGINA SEM HÚN HEFUR VALDIÐ ÞJÓÐINNI??????????
- NÁKVÆMLEGA ÞAÐ SAMA ÆTTI AÐ GERA HÉR Á LANDI...........
- ÞÁ ER KOMIN "AFSÖKUN" FYRIR MUN MEIRI SKATTAHÆKKUNUM EN HAFÐI...
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Formúla 1
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 54
- Sl. sólarhring: 493
- Sl. viku: 1836
- Frá upphafi: 1846510
Annað
- Innlit í dag: 31
- Innlit sl. viku: 1127
- Gestir í dag: 31
- IP-tölur í dag: 30
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Segjum, að betra sé seint en aldrei. Það þarf virkilega að fara að gera eitthvað í þessum málum og þrengja verulega öll lög og reglugerðir í þessum málum. Það má ekki gerast, að einhverjir erlendir burgeisar og peningamenn fari að koma hér og ríða hér um héruð kaupandi bújarðir í tugatali í óljósum tilgangi. Ísland fyrir Íslendinga! Það er nóg til af ungu fólki, sem er í bændaskólanámi, sem þarf á bújörðum að halda, og þeir eiga ekki að vera leiguliðar einhverra óljósra eignaraðila á bújörðum landsins, heldur á þeim að vera gert kleift að hafa frumkaupsréttinn af jörðunum næst á eftir ríki og sveitafélögum. Svona ástand á ekki að líðast, og þetta gengur alls ekki svona til frambúðar. Þess vegna vona ég svo sannarlega, að Sigurður Ingi og aðrir ráðherrar drífi sig í að herða löggjöfina um þetta, svo að þessu linni.
Guðbjörg Snót Jónsdóttir (IP-tala skráð) 20.7.2019 kl. 17:46
Allt er þetta hverju orði sannara hjá þér Guðbjörg Snót (ég fer alltaf að hugsa um hversu fallegt nafnið er og fipast), ég er eingöngu að benda á hversu öfugsnúið þetta er, það er ekkert gert í málunum fyrr en þetta kemur niður á einhverjum sem tengist "efri lögum" þjóðfélagsins. Já það er hverju orði sannara hjá þér "BETRA SEINT EN ALDREI"......
Jóhann Elíasson, 20.7.2019 kl. 18:10
Sæll Jóhann
Því miður þá held ég að "lausnin" verði hvorki fugl né fiskur. Að settar verði þannig reglur að auðvelt reynist að komast framhjá þeim.
Svo er hin spurningin; er eitthvað raunverulega hægt að gera? Samkvæmt EES þá má ekki mismuna þegnum innan þeirra ríkja sem þar eru. Danir fengu sína undanþágu þegar þeir gengu inn í EB, nú ESB. Noregur fékk undanþágu þegar EES samningurinn var samþykktur. En við Íslendingar þurfum alltaf að vera kaþólskari en páfinn. Því var ekki sótt um neina undanþágu við samþykkt EES og framkvæmdin hér er jafnvel enn frjálsari en innan ESB!
Hætt er við að ef einhverjar reglur verði settar að ESB sinnar hér á landi láti heyrast í sér og ef það ekki dugar mun verða látið reyna á þær reglur fyrir EFTA dómstólnum. Þetta vita stjórnmálamenn, þó þeir tali digurbarkalega núna.
Því segi ég það að "lausnin" verður hvorki fugl né fiskur.
Kveðja
Gunnar Heiðarsson, 20.7.2019 kl. 19:10
Sennilega er þetta rétt há þér Gunnar en verðum við ekki að gleðjast yfir því að ráðamenn eru að ranka við sér og sjá hversu alvarlegt málið er. Kannski (og vonandi) verður þetta til þess að andstaða aukist við EES samninginn og honum verði sagt upp, hann var ágætur fyrir okkur í byrjun en nú síðustu árin er skaðinn meiri en ávinningurinn....
Jóhann Elíasson, 20.7.2019 kl. 19:45
Kom ekki "Núbó" frá Kína og ætlaði að kaupa hérna jarðir. Þegar það gekk ekki sagðist hann þá ætla að fjárfesta í Noregi í staðinn og við áttum að gráta að hafa misst af þessu tækifæri. Ég hef ekki frétt neitt um fjáfestingar hans í Noregi en þið??
Sigurður I B Guðmundsson, 20.7.2019 kl. 23:38
Jú Sigurður, þegar þú segir það þá man ég eftir því að hann talaði eitthvað um að fjárfesta í Noregi. Ekki hefur hann getað fjárfest þar. Svo kannski hefur hann snúið sér að Jólasveininum í Finnlandi?? Hvernig ætli reglurnar séu þar??
Jóhann Elíasson, 21.7.2019 kl. 08:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.