MARGAR LEIÐIR TIL AÐ AUKA ÚTFLUTNING......

Sem dæmi má nefna að mætti stórauka veiðar á þorski.  Það er náttúrulega betra að veiða þorskinn frekar en að láta hann drepast úr hungri í sjónum.  Það vita það allir sem eru með "hálf fimm" og meira að það vantar æti í hafið og til marks um það er fiskurinn er að taka línukrókana óbeitta.  Hann tekur bara allt sem hann heldur að geti verið æti.  Það vantar þorsk á markaðinn og með samningum við Breta og fleiri er hægt að koma í veg fyrir að samdráttur verði í útflutningi.  Bara með smá hugsun og ráðdeild er ekki nokkur vandi að koma í veg fyrir samdrátt í útflutningi og atvinnu. Eigum við að glutra þorskinum frá okkur eins og loðnunni????


mbl.is Viðlíka samdráttarskeið ekki síðan 1991-92
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Örn Gunnlaugsson

Jóhann það mætti líka fækka afætum hins opinbera og létta álögum verulega svo það taki því almennt að vinna eða stunda atvinnurekstur. Afætunum finnum við svo störf við það sem raunverulega skapar verðmæti.

Örn Gunnlaugsson, 5.2.2020 kl. 15:02

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Já satt er það Örn, ég lagði það nú til í annarri bloggfærslu https://johanneliasson.blog.is/blog/johanneliasson/entry/2245358/, en þeir sem stjórna landinu virðist vera meira í mun að skara eld að eigin köku og eru ekki að hugsa um hag lands og þjóðar.........

Jóhann Elíasson, 5.2.2020 kl. 15:18

3 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Svo mætti stórauka fullvinnslu.

Sigurður I B Guðmundsson, 5.2.2020 kl. 15:49

4 Smámynd: Jóhann Elíasson

Svo ekki sé nú talað um það, Sigurður möguleikarnir eru óteljandi, það er bara að sjá þá og líta aðeins framfyrir nefið á sér........

Jóhann Elíasson, 5.2.2020 kl. 16:47

5 Smámynd: Árni Gunnarsson

Óvænt ánægja að sjá bloggara taka til máls af ábyrgð um nútingu okkar verðmætustu auðlindar.

Reyndar er vakning í gangi - loksins! - sem hófst fyrst fyrir alvöru þegar Gunnar Smári Egilsson stofnaði

Sósialistaflokkinn og tók til máls af einurð um kvótakerfið og afleiðingar þess.

Nú er hafin fundaherferð sem hófst hér í Reykjavík með fundi í Borgartúni 1 þar sem GSE var frummælandi og Ögmundur

Jónasson stýrði fundi. Þar var húsfyllir og undirtektir sýndu afdráttarlaust að fólk er loksins farið að átta sig.

Fundur á Akranesi nokkru seinna var fjölsóttur og einhugur í fólki.

Aðal vandamálið er sú innræting andófsmanna kerfisins, að lausnin sé fólgin í hækkun veiðigjalda á útgerðirnar.

Vandamálið er auðvitað allt annars eðlis.

Vandamálið er kvótakerfið með framsalsheimildinni og skortstöðunni sem Hafró virðist halda í dauðahaldi fyrir

kvótahirðina, sem hagnast því meira sem eftirspurnin hækkar verð á kvótanum og það er auðskilið.

Við þurfum ekki veiðigjöld en við þurfum bjartsýnt og lifandi mannlíf við sjávaríðuna - mannréttindi.

Engin veiðigjöld jafna upp hrundar byggðir sem í dag kallast brothættar byggðir" sem er fínna málfar.

Ég held að næsti fundur þeirra félaganna, Ögmundar og Gunnars Smára sé í Þorlákshöfn núna um helgina.

SFS - deildin er á barmi hjartaáfalls ef marka má hræðsluáróður Heiðrúnar Lindar sem birtist í dag á vefsíðu

Morgunblaðsins. En þar varar hún við sterkri samkeppnisstöðu Rússa ef kröfur um kerfisbreytingar í fiskveiðistjórn

fái hljómgunn hjá okkur.

Bestu þakkir fyrir þetta innlegg þitt ágæti bloggvinur!

Árni Gunnarsson, 6.2.2020 kl. 10:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband