21.3.2020 | 14:30
ER ÞETTA VIRKILEGA ALLT SEM Á AÐ GERA?????????
Ég horfði áðan á beina útsendingu, þar sem ríkisstjórnin kynnti aðgerðir sínar í efnahagsmálum vegna covid 19 veirunnar(en það er kannski réttast að tala um aðgerðaleysi og fát og fum ríkisstjórnarinnar). Og þvílík vonbrigði, forráðmenn ríkisstjórnarinnar komu þannig fram að þeir virtust vera illa undirbúnir og þau töluðu MIKIÐ en sögðu afskaplega LÍTIÐ, þannig að ekki hafa þau fengið mörg atkvæði eftir þennan fund. Þessar aðgerðir ríkisstjórnarinnar eru ekkert annað en kattaþvottur og aumt yfirklór, sem koma ekki til með að skila nokkrum sköpuðum hlut þegar til lengri tíma er litið, sem dæmi má nefna að það er ein af tillögunum að fella niður gistináttaskattinn, Halló það eru engir ferðamenn og þar af leiðandi er enginn gistináttaskattur til að fella niður og láta bara greiða 50% af launatengdum gjöldum, halda ráðamenn þjóðarinnar virkilega að fyrirtækin, sem eru í vandræðum með að borga launatengdu gjöldin í þessum mánuði geti greitt 100% í næsta mánuði og svo 150% þegar þessari aðgerð lýkur? Aðrar tillögur ríkisstjórnarinnar eru á svipuðum nótum. ER ÞETTA EKKI KALLAÐ AÐ PISSA Í SKÓINN SINN?. Á sérstökum tímum þarf að grípa til sérstakra aðgerða:
- Setja þarf neyðarlög í landinu, sem taka gildi STRAX.
- Byrjað verði á að kippa verðtryggingunni úr sambandi, þannig að almenningur verði ekki látinn greiða fyrir "sukkið" eins og gert var í HRUNINU, en það virðist vera að SUMIR hafi EKKERT lært af HRUNINU.
- Þessi neyðarlög fela meðal annars í sér að 45% launahækkunin sem Kjararáð færði þingmönnum, ráðherrum og æðstu embættismönnum þjóðarinnar, verði afturkölluð. Þessi hækkun launa ráðherra,þingmanna og æðstu embættismanna ríkisins, var réttlætt með því að mikil uppsveifla væri í hagkerfi landsins - nú er mikil niðursveifla í hagkerfinu og því hafa skapast aðstæður til lækkunar launa hjá þeim hæstlaunuðu. Eiga ekki allir að leggja eitthvað af mörkum við þessar aðstæður?
- Tryggingagjaldið á atvinnurekstur verði aflagt fyrir alla starfsmenn yfir 50 ára aldur en verði 5% fyrir starfsmenn 20-30 ára, 3% fyrir starfsmenn 31-40 ára og síðan 1% fyrir starfsmenn 41-50 ára. Þetta myndi auka vilja atvinnurekenda til að hafa reynslumeira fólk í vinnu og kannski myndi þessi aðgerð slá aðeins á þessa æskudýrkun sem er í gangi hér á landi.
- Felldur yrði alfarið niður tekjuskattur á laun undir 550 þúsundum og eftir það færi tekjuskattur stighækkandi en aldrei meiri en 30%.
- Allar nýráðningar í opinbera geiranum yrðu "frystar".
Sjálfsagt þykir mörgum þetta vera ansi "brattar" tillögur en á einhverju verður að byrja en fyrst og fremst verður að byrja á einhverju sem virkar en eins og staðan er í dag virðast þessar aðgerðir ríkisstjórnarinnar vera með öllu "máttlausar" og gagnslausar með öllu. Því miður virðast flestar aðgerðir ríkisstjórnarinnar ganga út á að FRESTA sköttum og skattaálagningu nema bankaskattinum sem á að leggja STRAX niður. Halda forráðamenn landsins virkilega að þegar að búið verður að lengja svona í "hengingarólinni" hjá fyrirtækjunum, verði þau betur í stakk búin til að greiða þá skatta og skyldur sem hefur verið frestað á meðan það versta gekk yfir??????
Viðspyrna fyrir Ísland - aðgerðir stjórnvalda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:01 | Facebook
Athugasemdir
Ekkert var heldur talað um að eigendur fyrirtækja sem verði bjargað á kostnað skattgreiðenda þurfi að láta hlutafé sitt af hendi.
Með öðrum orðum er enn einu sinni verið að framfylgja einkavæðingu gróðans og samfélagsvæðingu tapsins af atvinnurekstri.
Guðmundur Ásgeirsson, 21.3.2020 kl. 14:47
Datt einhverjum í hug að þessi ríkisstjórn gerði annað en að telja gjaldeyrisvarasjóðinn ofan í vasa valdra "gamma"? og það með Why Iceland viðundurið í Seðlabankanum?
Þetta eru allt of almennar aðgerðir hjá þér Jóhann til þess að sjálftökuliðið geti nýtt sér þær, þær gætu meir að segja gagnast almenningi.
Magnús Sigurðsson, 21.3.2020 kl. 15:02
Já strákar, ég er svo "kjaftbit" að ég á ekki eitt einasta orð til yfir aumingjaskapinn í þessu liði og það líka hvernig þjóðin virðist ætla að láta leiða sig í "sláturhúsið" eina ferðina enn og það með bros á vör.
Jóhann Elíasson, 21.3.2020 kl. 16:05
Gistináttagjald er í flestum löndum borgað til þeirra sveitarfelaga sem hótelin eru staðsett í til uppbyggingar á aðstöðu fyrir ferðámenn. Þeir eru að gefa eftir að stela þessum peningum um tíma.
Erla Magna Alexandersdóttir, 21.3.2020 kl. 19:29
Já Erla Magna, ég get ekki betur séð en verið sé að klára það sem byrjað var á í HRUNINU að mylja undir "elítuna" og að gera almenning að þrælum nokkurra útvalinna..........
Jóhann Elíasson, 21.3.2020 kl. 19:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.