HVERS VEGNA KÝS ÉG GUÐMUND FRANKLÍN Á LAUGARDAGINN..........

En samkvæmt "skoðanakönnunum", þá virðist hjarðhegðun landsmanna vera svo mikil að þeir gera bara það sem "gervielítan" og handbendi hennar segir fólki að gera.  Á meðan svo er þá verða engar breytingar og verði það svo að ef úrslit forsetakosninganna verða eitthvað í líkingu við þessar "skoðanakannanir", þá hafa kjósendur núverandi forseta AFSALAÐ SÉR ÖLLUM RÉTTI TIL AÐ TALA UM SPILLINGU OG ÓRÉTTLÆTI AF HENDI STJÓRNVALDA.  Ef farið er yfir "afrekalista" núverandi forseta á yfirstandandi kjörtímabili, ER ALVEG MEÐ ÓLÍKINDUM AÐ NOKKUR ÆTLI AÐ LJÁ HONUM ATKVÆÐI SITT ÞANN 27 JÚNÍ NÆSTKOMANDI.  Það er best að rifja upp svona það helsta:

  • Hann skrifaði undir það að veita dæmdum barnaníðingi uppreist æru.  Hann sagði reyndar eftir á að það hefðu verið mistök af sinni hálfu og hann hefði beðið stúlkurnar, sem hlut áttu að máli afsökunar.  Ég er ekki alveg viss um að kaffiboð á Bessastöðum og afsökunarbeiðni hafi grætt þau sár sem mynduðust hjá fórnarlömbum þessa gjörnings og þau kom til með að bera til æviloka.
  • Hann fór ekki til Rússlands á HM í knattspyrnu, til að sýna Íslenska landsliðinu stuðning á stærsta íþróttaviðburði, sem Íslenskt lið hefur farið á.  Vegna þess að ríkisstjórnin var með þau tilmæli til hans að sniðganga þennan viðburð.  Ég veit ekki til þess að ríkisstjórn landsins hafi NOKKUÐ EINASTA BOÐVALD YFIR FORSETA ÍSLANDS.  Um leið tókst forsetanum að móða Pútín, forseta Rússlands, með því að svara ekki einu sinni boðsbréfi hans á HM í Rússlandi.
  • Þegar Donald Trump var kosinn forseti Bandaríkjanna, sendi forsetinn honum EKKI bréf til að óska honum til hamingju með kosningasigurinn, heldur bréf þess efnis að hann ítrekaði það við hann AÐ VIRÐA MANNRÉTTINDI í störfum sínum.
  • Hann skrifaði undir breytingar á orkulögum, sem þurfti að gera til að Orkupakki 3 gæti tekið gildi, þrátt fyrir að kannanir gæfu til kynna að yfir 80% landsmanna væru andvígir Orkupakka 3.  Nú er Orkupakki 4 á leiðinni og ætli það verði notað sem rök fyrir samþykkt hans að vegna þess að búið sé að samþykkja Orkupakka 1,2 og 3, verði að samþykkja Orkupakka 4?
  • Hann skrifaði undir lög um FÓSTUREYÐINGAR, sem heimila FÓSTUREYÐINGU (femínistar kalla þetta "MEÐGÖNGUROF" til að "fegra" verknaðinn), til loka 22 viku meðgöngu.
  • Hann skrifaði þegjandi og hljóðalaust undir lög um skipan dómara við nýstofnaðan Landsrétt, þrátt fyrir að honum hafi verið bent á að EKKI hafi verið farið að lögum við skipan þeirra.
  • Og síðast en ekki síst, þá sagði hann það EFTIR að hann náði kjöri sem forseti Íslands árið 2016, að hann myndi ALDREI fara gegn ríkjandi stjórnvöldum, með því að virkja 26 grein stjórnarskrárinnar.  Ég er nokkuð viss um að forsetakosningarnar árið 2016 hefðu farið á annan veg ef hann hefði tilkynnt um þessa afstöðu sína FYRIR forsetkosningarnar.

Þetta er einungis brot af "axarsköftum" forsetans á þessu kjörtímabili og finnst fólki virkilega að þessi maður hafi unnið til þess að verða endurkjörinn til embættisins?  ÞAÐ ER ALVEG Á HREINU AÐ MAÐURINN ER EKKI AÐ VINNA FYRIR ÞJÓÐ SÍNA - HELDUR VINNUR HANN FYRIR FÓLK, SEM VINNUR AÐ ÞVÍ AÐ EIGNAST AUÐLINDIR LANDSINS OG AÐ KOMA LANDINU UNDIR ERLENDA STJÓRN.  ÞESSI MAÐUR VIRÐIST HALDA AÐ STJÓRNARSKRÁIN SÉ BARA EITTHVAÐ OFAN Á BRAUÐ......


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

 Hér gefst einstakt tækifæri fyrir fólkið í landinu sem vill einhverjar breytingar og láta ekki "fjórflokkinn" valta yfir sig en nei ekki má trufla eitt né neitt sem kemur "fjórflokknum" illa. Er ekki allt í lagi með þetta fólk? Svo mun þetta sama fólk kvarta og kveina þegar "fjórflokkurinn" treður á því. Sorglegt en satt.

Sigurður I B Guðmundsson, 24.6.2020 kl. 14:29

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

SVO SATT OG RÉTT ALLT SEM ÞÚ SKRIFAR SIGURÐUR, EN EITTHVAÐ VIRÐIST "HJARÐHEGÐUNIN" ÞVÆLAST FYRIR OKKUR.  HVERNIG STENDUR Á ÞVÍ AÐ SAUÐIRNIR "LÁTA" REKA SIG TIL SLÁTRUNAR Á HAUSTIN??????

Jóhann Elíasson, 24.6.2020 kl. 16:13

3 identicon

Ég tek undir þetta, og segi það sama. Í rauninni finnst mér þessi framkoma fréttastofuRúv og Stöðvar2 vera alveg fáránleg, og í rauninni hlægileg. Ef þessar heimatilbúnu skoðanakannanir eiga að þjóna hlutverki auglýsinga fyrir Guðna, þá þykir mér það vera grátbroslegt af þeirra hálfu. Þeir lýsa mest sjálfum sér með þessu arna og gera sig hlægilega og kjánalega. Við kjósendur erum alveg einfærir um að velja okkur forseta, alþingismenn og borgarstjórn og þurfum ekkert á hjálp þessarra blábjána á fréttastofu Rúv að halda til þess. Þetta segir manni það, að þeir treysta okkur kjósendum ekki, og ætla sér líka með góðu eða illu að láta sinn mann skora stærra í þetta sinn, en hann gerði fyrir fjórum árum. Þetta hefði ég kallað hroka og frekju. Ég stórefast um, að fólk fari mikið eftir þessu. Mér heyrist það a.m.k. á þeim, sem ég hef talað við, að þeim blöskrar alveg framkoma fréttamanna Rúv og þessar heimskulegu skoðanakannanir, sem þeir eru að birta, og finnst þetta hreint bull. Við skulum bara vona, að Guðmundur Franklín hljóti góða kosningu á laugardaginn, og fólk sé ekki að fara alltof mikið eftir því, sem frekjurnar á fréttastofuRúv og Stöð2 eru að blaðra. Þetta gengur ekki lengur.

Guðbjörg Snót Jónsdóttir (IP-tala skráð) 24.6.2020 kl. 16:47

4 Smámynd: Jóhann Elíasson

Komdu sæl Guðbjörg Snót Jónsdóttir og þakka þér fyrir innlitið og athugasemdirnar.  Þarna er ég þér algjörlega sammála, ennþá hefur því ekki verið svarað hvaða skilyrði skoðanakönnun þarf að uppfylla til að geta talist VÍSINDALEG eins og Dr. Ólafi Þ. Harðarsyni var svo tíðrætt um í Kastljósþætti í gærkvöldi?  Þegar ég var við nám í Noregi, fyrir löngu síðan, fullyrti prófessor við skólann AÐ SKOÐANAKANNANIR VÆRU MARKLAUSAR,þegar var gengið á hann vegna þessara ummæla sagði hann að þarna væru margir þættir sem spiluðu inn í  en einn sá veigamesti væri sá að sá sem væri spurður svaraði oftast á þann veg sem hann HÉLDI að sá sem spyrði spurninganna VILDI HEYRA.  Mér hefur virst að þeir sem gera "kannanirnar" séu fyrirfram búnir að "ákveða" útkomuna..........

Jóhann Elíasson, 24.6.2020 kl. 20:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband