29.8.2020 | 15:38
"RÍKISÁBYRGÐ" Í ÞESSU TILFELLI ER EKKLERT ANNAÐ EN BRUÐL MEÐ ALMANNAFÉ
Fari þessi óskapnaður í gegnum þingið er alls ekki undarlegt að spurt sé: "FYRIR HVERJA ER EIGINLEGA VERIÐ AÐ VINNA - ÞJÓÐINA EÐA EINHVER SÉRHAGSMUNAÖFL??????
Afar ósennilegt að eignir standi undir kröfum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Bloggvinir
- annabjorghjartardottir
- arnarthorjonsson
- skagstrendingur
- formula
- reykur
- flinston
- asthildurcesil
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- bjornaxelsson
- bokin
- dagsol
- einarbb
- einarvill
- einarorneinars
- finnur
- fritzmar
- georg
- gislim3779
- gudbjornj
- gutti
- elnino
- manix
- zumann
- gmaria
- noldrarinn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gunnsithor
- gustafskulason
- halldorjonsson
- hallurhallsson
- hbj
- hallibjarna
- heimssyn
- formannslif
- diva73
- helgatho
- helgigunnars
- hordurhalldorsson
- ingagm
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- astromix
- fun
- jensgud
- ezuz
- joiragnars
- johannvegas
- jaj
- fiski
- jonerr
- bassinn
- jonsnae
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- juliusvalsson
- ksh
- kolbrunerin
- kristinn-karl
- kristinthormar
- stinajohanns
- keh
- kristjan9
- magnuss
- magnusthor
- odinnth
- solir
- olafurjonsson
- os
- pallvil
- ragnar73
- rosaadalsteinsdottir
- hughrif
- fullveldi
- seinars
- nafar
- holmarinn
- sigurdurig
- siggiflug
- siggith
- sigurjonth
- stormsker
- timannatakn
- tibsen
- valdimarjohannesson
- skolli
- valur-arnarson
Nýjustu færslur
- KRÓATAR UNNU ÞENNAN LEIK "VEGNA UMDEILDRAR DÓMGÆSLU".....
- LOKSINS KEMUR EINHVER MEÐ "RAUNHÆFA" LAUSN Á ÞESSU MÁLI.......
- ÞAÐ VIRÐIST VERA EINA RÁÐIÐ, SEM SAMFYLKINGIN HEFUR TIL AÐ AU...
- ÞETTA LÍKAR MÉR..........
- ÆTLAR "SAMGÖNGURÁÐHERRA" AÐ LÁTA MEIRIHLUTA REYKJAVÍKURBORGA...
- ÞRÁTT FYRIR FRAMMISTÖÐU DÓMARANNA TÓKST EKKI AÐ KOMA Í VEG FY...
- ÆTLI ÞEIR GERI SÉR EKKI GREIN FYRIR ÞVÍ AÐ ÞETTA "VOPNAHLÉ" ...
- NÚNA ÞEGAR RYKIÐ FER AÐ SETJAST EFTIR ÞETTA ÓHUGNANLEGA STRÍÐ...
- EN FYRIR HVERN ÞÓTTIST GUÐMUNDUR INGI VERA AÐ VINNA?????
- Á VIRKILEGA AÐ FARA ÚT Í ÞETTA FYRIRFRAM "DAUÐADÆMDA" VERKE...
- ÞAR SÝNA SAMFYLKINGARMENN LOKSINS SITT RÉTTA ANDLIT????????
- STÓRA LOFTSLAGSBLEKKINGIN........
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Formúla 1
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.1.): 146
- Sl. sólarhring: 413
- Sl. viku: 1569
- Frá upphafi: 1856402
Annað
- Innlit í dag: 102
- Innlit sl. viku: 996
- Gestir í dag: 93
- IP-tölur í dag: 92
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Jóhann, við sem höfum fylgst með þjóðmálum á Íslandi í gegnum tíðina vitum það mæta vel fyrir hvað sjálfstæðis og framasóknaflokkur standa fyrir, þeir eru ekkert annað en verkfæri í höndum auðvaldsins.
Ég er pínulítið hissa hvað vinstri grænir láta nauðga sér í þessu stjórnarsamstarfi!
Kær kveðja frá Eyjum.
Helgi Þór Gunnarsson, 30.8.2020 kl. 07:21
Satt segir þú Helgi. Ég er á því að VG sé ekkert annað en "Úlfur í Sauðagæru". Það þarf nú ekki annað en að skoða ferilinn hjá þeim í gegnum tíðina og þá sérstaklega hvað "Jóhönnu - og Steingrímsstjórnin gerði á sínum tíma og sannast þá máltækið: "Það er ekki betri sú músin sem læðist en sú sem stekkur".......
Kveðja af Suðurnesjunum.
Jóhann Elíasson, 30.8.2020 kl. 07:50
Sæll Jóhann. Auðvitað er þetta bara bruðl og þeim sem taka ákvörðun um það getur ekki verið sjálfrátt. Íslenski farskipaflotinn mátti hverfa á sínum tíma og þá fór nú ekki fram svona mikil umræða um kerfislega mikilvæg fyrirtæki. Vörur hættu samt ekkert að koma og fara frá landinu. Það er svo gríðarlega gaman að gefa peninga, þó alveg sérstaklega þegar hægt er að ná í þá ofan í annarra manna vasa. Þessi ríkisstjórn hefur farið offari í að ausa úr galtómri kanínuholunni. Hlutabótaleiðin og greiðsla uppsagnarfrests er er ágætis dæmi um léttgeggjun þar sem vel stöndug fyrirtæki nýttu sér þetta örlæti í bland við fjölmörg fyrirtæki tam. í ferðaþjónustu sem voru komin að fótum fram löngu áður en fyrsta Covid smitið greindist úti í heimi. Ferðagjöfin er svo dæmi um að þeir sem hana samþykktu hafi endanlega gengið af göflunum en hún skiptir engum sköpum fyrir einstaklingana sem hana nýta en stækka bara gatið í kanínuholunni. Nú er hávær krafa um að fjölga letingjum á atvinnuleysisbótum og jafnvel hækka þær ásamt því að bæta í atvinnubótavinnu hjá ríkinu þó ekki takist að manna sláturhúsin og barnageymsluheimilin. Síðastliðin ár hefur þurft að flytja inn fátæklinga til að manna störf í ferðaþjónustu og byggingariðnaði og reyndar víðar á sama tíma og þúsundir letingja hafa verið í áskrift hjá Vinnumálastofnun. Nú á að henda milljörðum í flugfélag sem ekki á möguleika í samkeppni við erlend félög sem hingað fljúga. En kannski verður ekkert af því að reyni á ríkisábyrgðina því nú kemur í ljós hvort lífeyrissjóðirnir standi í lappirnar og fylgi fjárfestingastefnum sínum með fagmennsku í fyrirrúmi. Það væri ágætt ef æðstu strumpar þar svöruðu aðeins einni spurningu áður en þeir taka ákvörðun um að henda meiri fjármunum sjóðsfélaga í flugfélag sem ávallt mun vera í öndunarvél til að halda því á lífi en hún er: "Myndi ég kaupa hlutabréf í þessu félagi fyrir mína eigin peninga ?" Við vitum báðir og sennilega flest þokkalega skynsamt fólk hvert svarið við þessari spurningu er. Ég hef nú hingað til talið mig talsvert til hægri hlynntur því að þeir sem nenna og gera njóti ávinnings þess en hinir megi bara éta það sem úti frýs en allir flokkar þeim megin virðast hafa villst út í móa og vafra nú þar í Villtri Grænni ofskynjunnarþokunni án þess að rata í heimahagana aftur. Það má ljóst vera að greiða þarf þetta fjáraustur sem enn stendur yfir og það munu þeir einir eiga að gera sem leggja inn, jötubítarnir halda bara áfram að taka út svo lengi sem gefið er á garðann. Aðgerðir stjórnvalda eru að verða í anda lélegs spennitryllis þar sem allir vita í raun endinn en bara spurningin um tímasetningu hans. Sú stund virðist nefnilega nálgast óðfluga þar sem allir verða komnir á jötuna en enginn eftir til að leggja inn.
Örn Gunnlaugsson, 30.8.2020 kl. 09:31
Hef sagt það áður að ætli Engeyjarættinn fjárfesti í þessu félagi? Hef líka sagt áður að "fjór flokkurinn" er ekkert annað en hagsmunafélög en ekki stjórnmálaflokkar fyrir fólkið í landinu.
Sigurður I B Guðmundsson, 30.8.2020 kl. 10:34
Sæll Aftur vinur minn Jóhann, ég hef lengi haldið því fram að auðvaldið stjórni nánast öllu, og stjórnskýrslan er bara eins og verkfærakassi í höndum auðsins! Það styrkir mína skoðun svolítið, hvernig ríkisstjórnir haga sér gagnvart lýðnum í landinu. En verður maður ekki að lifa í voninni með að bylting verði gerð, ég var pínuvongóður fyrir 12 árum, en búsáhaldabyltingin át börnin sín!
Góðar stundir.
Helgi Þór Gunnarsson, 30.8.2020 kl. 13:39
Svo er mikið sammál ykkur öllum Jóhann, Örn og Sigurður.
Við erum kannski allir sjálfsæðiskratar!?
Helgi Þór Gunnarsson, 30.8.2020 kl. 13:55
Örn, ég er skíthræddur um að lífeyrissjóðirnir standi ekki í lappirnar og beygi sig fyrir vilja "Djúpríkisins" og ákveðið verði maður STANDA EKKI FAGLEGA AÐ FJÁRFESTINGUNNI og bera því svo við að þeir hafi verið að VERJA "fyrri fjárfestingar". Ég tek 100% undir allt sem þú hefur skrifað og gaman þykir mér að sjá hversu vel þú orðar hlutina og ert ekkert að skafa utan af hlutunum. Það er heila málið að stjórnmálin í dag eru ekkert annað en hundleiðinlegt miðjumoð, það virðist enginn hafa dug í sér til að segja hlutina hreint út af hræðslu við að móðga einhvern.....
Jóhann Elíasson, 30.8.2020 kl. 17:15
Sigurður, ég tek alveg undir með þér, ég hef enga trú á að Bjarni eða aðrir Engeyingar fjárfesti sjálfir í þessu félagi...
Jóhann Elíasson, 30.8.2020 kl. 17:18
Helgi, ég vil síst af öllu láta líkja mér við "krata"......
Bestu kveðjur af Suðurnesjunum.
Jóhann Elíasson, 30.8.2020 kl. 17:21
Jóhann, þú vilt þá meina að stjórnendur lífeyrissjóðanna séu upp til hópa algjörlega tómir í kollinum og toppi Bakkabræður í vitleysunni. Bakkabræður voru öðrum þó skaðlausir. Ég held að þeir sem eru tilbúnir til að kaupa þær skýringar að verið sé að verja fyrri fjárfestingar séu þá talsvert langt undir meðalgreind. Þetta væri þá algjörlega sambærilegt því þegar Bakkabræður reyndu að bera sólarljósið inn í húfunum sínum svo gluggalausi kofinn þeirra myndi nýtast þeim sem íverustaður. En kannski hafa hauskúpur þessa fólks þann eina tilgang að halda eyrunum í sundur, það mun þá sannast á þá sem ákveða að setja fjármuni í þetta vonlausa fyrirtæki þar sem allt er núþegar veðsett upp fyrir rjáfur. Það er alveg stórundarlegt að ekki skuli einn einasti blaðamaður fara á stúfana og spyrja stjórnendur stærstu lífeyrissjóðana að því hvort þeir ætli að kaupa hlut í félaginu fyrir eigið fé.
Helgi, það jaðrar nú við meiðyrði að kalla mig krata og Sjálfstæðisflokknum tilheyri ég tæplega lengur þar sem hann virðist orðinn kröftugri í aumingjavæðingunni en Villtir Galnir og Samspillingin.
Örn Gunnlaugsson, 31.8.2020 kl. 10:01
Nei Örn ég er alls ekki að segja að stjórnendur lífeyrissjóðanna séu tómir í kollinu, heldur er ég að segja að þeir séu EKKI "RAUNVERULEGIR" stjórnendur lífeyrissjóðanna. Nei, ég get alveg lofað þér því að ENGINN af stjórnendum lífeyrissjó greiðir í lífeyrissjóðina kaupir útskýringar stjórnendanna eða ekki, þeir hafa EKKERT um málið að segja og það hefur EKKERT með greind að gera.
Jóhann Elíasson, 31.8.2020 kl. 11:12
Sé það þannig að þeir sem sitja í stjórnum lífeyrissjóðanna stjórni í raun ekki þá er það til marks um að þeir eru hreinlega ekki starfi sínu vaxnir. Ég hef reyndar verið nokkuð lengi þeirrar skoðunar að leggja eigi lífeyrissjóðakerfið niður. Greiðslur úr þessum sjóðum sem voru hugsaðar sem viðbót við ellilífeyri frá TR þegar kerfinu var komið á fót gera ekki orðið annað en að lækka ellilífeyrinn sem fólk hefur áunnið sér réttindi til á lífsleiðinni. Þá vekur það upp spurningu hvernig það getur farið saman að lífeyrissjóðunum sé gert að ávaxta fjárfestingar sínar með þátttöku í fyrirtækjum sem hámarka hagnað með því að leggja sem mest á það sem þau selja og halda launakostnaði niðri á meðan stéttarfélögin með sína fulltrúa inn í sjóðunum hafa það eitt að markmiði að ná sem bestum kjörum fyrir sína félagsmenn. Atvinnurekendur í stærri fyrirtækjum hafa svo getað vaðið í fjármuni sjóðanna eins og nú virðist vera að endurtaka sig með þetta umrædda fyrirtæki. Best færi á að láta fólk bara í friði með sinn sparnað og hvar hver og einn geymir hann.
Örn Gunnlaugsson, 31.8.2020 kl. 13:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.