MEÐ ÞESSU ER MEIRIHLUTI ALÞINGIS AÐ GEFA TIL KYNNA AÐ ÞEIR HAFI TRÚ Á AÐ FÉLAGIÐ EIGI SÉR FRAMTIÐ

Þetta segir okkur líka að þeir Alþingismenn, sem samþykktu að  veita Icelandair þessa ríkisábyrgð, hljóti að taka þátt í væntanlegu hlutafjárútboði félagsins og nota EIGIÐ FÉ til að fjárfesta í félaginu í haust???????


mbl.is Samþykktu ríkisábyrgð Icelandair Group
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Örn Gunnlaugsson

Jóhann, það er ekki nóg að þessir þingmenn sem samþykktu þetta taki þátt, þeir verða að sanna að þeir hafi svo mikla trú á þessu að þeir leggi að veði stóran hluta sinna eigin eigna, td. með veðsetningu fasteigna sinna og fjárfesti verulegum fjárhæðum í hlutabréfum með eigin fé. Þetta þarf svo að færa til bókar í hagsmunaskráningu sem öllum er opin. En það verður ekki, vertu viss. Sjálfur trúi ég að meira verði úr þeim peningum sem rúllað er upp með annars konar pappír á salerninu en því sem lagt verður í þetta fyrirtæki.

Örn Gunnlaugsson, 5.9.2020 kl. 10:01

2 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Af hverju stofna alþingsmenn ekki félagið: Fjárfestingafélag Alþingis? Þetta félag gæti þá fjárfest t.d. í Icelandair??

Sigurður I B Guðmundsson, 5.9.2020 kl. 10:11

3 Smámynd: Örn Gunnlaugsson

Sigurður. það ætti þá frekar að heita Fjárfestingafélag Alþingismanna svo ekki fari á milli mála að þeir eigi að fjárfesta sínu eigin fé en ekki annarra. Þetta fólk hegðar sér eins og áburðardreifarar nema það er bara annað í sílóunum en áburður, nefnilega peningar skattgreiðenda.

Örn Gunnlaugsson, 5.9.2020 kl. 10:34

4 Smámynd: Jóhann Elíasson

Nú finnst mér, AÐ ÞJÓÐIN EIGI KRÖFU Á AÐ UPPLÝST VERÐI, HVERSU HÁA UPPHÆÐ ICELANDAIR SKULDI ISAVIA Í LENDINGARGJÖLD OG HVERNIG VERÐI FARIÐ MEÐ ÞÁ SKULD SÉ HÚN TIL STAÐAR?????????

Jóhann Elíasson, 5.9.2020 kl. 11:02

5 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Örn: Rétt hjá þér.

Sigurður I B Guðmundsson, 5.9.2020 kl. 12:23

6 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

Jóhann, það var búið að sauma þetta lappateppi saman fyrir mörgum vikum og við látum ekkert koma okkur núna á óvart!

Eyjólfur Jónsson, 5.9.2020 kl. 16:06

7 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég get nú ómögulega gert að því að mér finnst það nú bara AUMINGJASKAPUR hjá þeim þingmönnum sem sátu hjá í atkvæðagreiðslunni.  Var Sigríður Á Andersen eini þingmaður stjórnarliðsins, sem var með sjálfstæða hugsun???????

Jóhann Elíasson, 5.9.2020 kl. 18:04

8 Smámynd: Örn Gunnlaugsson

Að sitja hjá þýðir ekki hlutleysi og þar fyrir utan á ekki að vera möguleiki fyrir alþingismenn að sitja hjá. Að sitja hjá þýðir í raun að vera sammála þeim sem er  í meirihluta atkvæðagreiðslunnar. Samspillingin situr hjá þegar óþægilegt er að vera á móti, eða með og þá telja þau sig með frítt spil en svo er alls ekki. Ef ég sit hjá í kosningum veiti ég brautargengi þeim sem ég síst treysti til geðhvarfasamkvæmanna á Austurvelli. Þess vegna nota ég útilokunaraðferðina, hvern vel ég síst og svo koll af kolli þar til sá minnst versti er eftir og við hann er hakað. Hann er ekki besti kostur en kannski sá minnst versti.

Örn Gunnlaugsson, 5.9.2020 kl. 22:19

9 Smámynd: Jóhann Elíasson

Með því að sitja hjá, eru þeir ekki í rauninni að segja; " Ég er á móti tillögunni en þori ekki að segja það (því þá er pólitískur ferill minn á enda) þannig að sem málamiðlun, sit ég hjá"............

Jóhann Elíasson, 6.9.2020 kl. 07:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband