BESTA FORMÚLUKEPPNIN Á ÁRINU HINGAÐ TIL..........

Það var heldur betur óvænt að sjá Pierre Gasly vinna í dag, enda er þetta í 10 skipti sem maður í 10 sæti á ráslínu vinnur keppni.  Þetta er fyrsti sigur Gaslys í formúlunni og vonandi eiga þeir eftir að vera fleiri.  Í fyrsta skipti í mörg ár átti Mercedesliðið engan fulltrúa á verðlaunapalli.  Carlos Sains jr. á McLaren var í öðru sæti og var hörð barátta um sigurinn síðustu hringina og mátti Gasly hafa sig allan við til að halda Sainz fyrir aftan sig en Sainz var í frískari dekkjum og ef keppnin hefði verið einum hring lengri hefði hann ná sigrinum.  Lance Stroll var svo þriðji og var svo sem engin keppni um það sæti.  En stóru fréttirnar eru þær að þetta var síðasta keppnin þar sem Frank Williams og dóttir hans Claire stjórnuðu Williamsliðinu og verður mikill sjónarsviptir að þeim feðginum úr Formúlunni.  Þrátt fyrir að ekki hafi gengið vel hjá Williamliðinu undanfarin ár, var það stórveldi í Formúlunni hér á árum áður og enn þann dag í dag á Williamsliðið metið yfir flesta sigra í Formúlunni.  Því miður náðu Williamsbílarnir ekki í stig í keppninni í dag, það hefði verið gaman að kveðja þau feðgin þannig en það var falleg kveðjan sem George Russell, annar ökumaður liðsins, sendi í gegnum talstöðina að keppni lokinni........


mbl.is Ótrúlegar sviptingar í Monza
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Eins gott að það kom spennandi formúla fyrir þig svona rétt fyrir áramót!!!

Sigurður I B Guðmundsson, 7.9.2020 kl. 13:49

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Já þakka þér fyrir Sigurður, ég á nú von á að þær verði fleiri. En rétt hjá þér þær hafa ekki verið upp á marga fiska hingað til en vonandi fer það að batna.

Jóhann Elíasson, 8.9.2020 kl. 06:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband