KEMUR EKKI Á ÓVART - NORÐMENN EIGA ERFITT MEÐ AÐ ÁTTA SIG Á AÐ TIL AÐ NÁ TOPP ÁRANGRI ÞARF ÞAÐ SEM ER UNNIÐ MEÐ AÐ VERA MJÖG GOTT......

Fram að því að ég bjó í Noregi hélt ég að ekki væru til meiri "þjóðarrembur" en Íslendinga, en ég komst að því að Íslendingar eru hreinn barnaskítur í þeim efnum miðað við Norðmenn.  Til dæmis ef það var sýndur landsleikur í handbolta í sjónvarpinu, þá voru bara sýndar Norsku sóknirnar og ef sóknir andstæðinganna voru sýndar þá var það vegna þess að Norski markmaðurinn VARÐI skot sem kom á markið.  Það að Norðmenn GAGNRÝNI LARS LAGERBÄCK eftir tapleik kemur ekki á óvart en væri kannski ekki í lagi að skoða þann efnivið sem Lagerbäck hefur í höndunum, það eru svo sem engin meistaraefni í hverri stöðu? Það sem Norðmenn lifa eftir virðist vera mottóið "VINN ELLER FORSVINN"................


mbl.is Norðmenn ósáttir við Lagerbäck
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Hélt fyrst að þetta væri föstudagsgrín og var tilbúinn með efni!!!

Sigurður I B Guðmundsson, 9.10.2020 kl. 11:05

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég er ekki hissa á því Sigurður, mér fannst þetta "hlægilegt" á sínum tíma..... wink

Jóhann Elíasson, 9.10.2020 kl. 12:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband