1.1.2021 | 00:30
Föstudagsgrín
LÖGGAN: "Hvert ert þú að fara, svona valtur á fótunum"?
GUNNI: "Ég er að fara á fyrirlestur".
LÖGGAN: "Og hver í veröldinni ætlar að fara að halda fyrirlestur klukkan fimm á nýjársdagsmorgun"?
GUNNI:" Konan mín"..
Ég óska öllum gleðilegs árs og farsældar á nýu ári ásamt þökkum fyrir árið sem var að kveðja (þótt farið hafi nú fé betra), en við setjum traust okkar á að árið sem er að byrja verði betra en það sem er að kveðja........
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Bloggvinir
-
annabjorghjartardottir
-
arnarthorjonsson
-
skagstrendingur
-
formula
-
reykur
-
flinston
-
asthildurcesil
-
bjarnijonsson
-
bjarnimax
-
westurfari
-
bjornaxelsson
-
bokin
-
dagsol
-
einarbb
-
einarvill
-
einarorneinars
-
finnur
-
fritzmar
-
georg
-
gislim3779
-
gudbjornj
-
gutti
-
elnino
-
manix
-
zumann
-
gmaria
-
noldrarinn
-
tilveran-i-esb
-
gthg
-
gunnsithor
-
gustafskulason
-
halldorjonsson
-
hallurhallsson
-
hbj
-
hallibjarna
-
heimssyn
-
formannslif
-
diva73
-
helgatho
-
helgigunnars
-
hordurhalldorsson
-
ingagm
-
ingolfursigurdsson
-
thjodfylking
-
astromix
-
fun
-
jensgud
-
ezuz
-
joiragnars
-
johannvegas
-
jaj
-
fiski
-
jonerr
-
bassinn
-
jonsnae
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
juliusvalsson
-
ksh
-
kolbrunerin
-
kristinn-karl
-
kristinthormar
-
stinajohanns
-
keh
-
kristjan9
-
magnuss
-
magnusthor
-
odinnth
-
solir
-
olafurjonsson
-
os
-
pallvil
-
ragnar73
-
rosaadalsteinsdottir
-
hughrif
-
fullveldi
-
seinars
-
nafar
-
holmarinn
-
sigurdurig
-
siggiflug
-
siggith
-
sigurjonth
-
stormsker
-
timannatakn
-
tibsen
-
valdimarjohannesson
-
skolli
-
valur-arnarson
Nýjustu færslur
- HVAÐ ER ÞAÐ EIGINLEGA SEM DRÍFUR UTANRÍKISRÁÐHERRA ÁFRAM VIÐ ...
- HVERNIG ER "VOPNAHLÉ Á RÉTTUM FORSENDUM"???????????
- HVAÐA STOFNUN ÆTLI SÉ "USAID" Á ÍSLANDI???????
- "KERFIÐ" ER ALGJÖRLEGA MÁTTLAUST OG ÞAÐ Á BARA AÐ "ÞAGGA" ÞET...
- MEIRA AÐ SEGJA EVRÓPUBÚAR ERU ORÐNIR ÞREYTTIR Á "BAKBORÐSSLAG...
- "ER HÚN FULL KERLINGIN - EÐA GLEYMDI HÚN AÐ TAKA LYFIN SÍN "????
- ÞAÐ VIRÐIST EKKI VERA VANÞÖRF Á AÐ FARA VEL YFIR FERIL ÞESSA ...
- ÞESSAR AÐGERÐIR KENNARA GETA EKKI VERIÐ LÖGLEGAR?????
- ÆTLI ALLAR "KRYDDPÍURNAR" SÉU Í FRAMBOÐI TIL BORGARSTJÓRA?????
- ÆTLI "PLAY" HANGI Í REKSTRI FRAMYFIR PÁSKA.........
- HÚN "ÆTLAR AÐ KOMA LANDINU INN Í ESB HVAÐ SEM HVER SEGIR".......
- HVERNIG GETUR FYRIRTÆKI SEM REKIÐ ER MEÐ TUGMILLJARÐA TAPI OG...
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Formúla 1
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.2.): 274
- Sl. sólarhring: 340
- Sl. viku: 2114
- Frá upphafi: 1864760
Annað
- Innlit í dag: 179
- Innlit sl. viku: 1445
- Gestir í dag: 152
- IP-tölur í dag: 151
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gleðilegt nýtt ár Jóhann og takk fyrir skrifin á því gamla
Gunnar Heiðarsson, 1.1.2021 kl. 07:33
Þakka þér sömuleiðis Gunnar og gleðilegt ár og takk fyrir það gamla. Ég les alltaf skrif þín á blogginu en ég viðurkenni að ég er ekki nógu og duglegur að "kommentera" en það er eitt af áramótaheitunum að bæta úr því, á öllum vígstöðvum, svo er bara að sjá hvernig mér gengur að uppfylla áramótaheitin......
Jóhann Elíasson, 1.1.2021 kl. 10:43
Berdsen kaupmaður á Skagaströnd sagði í ávítunartón við bónda einn, sem hafði lagt inn smjör hjá honum: "Það var lús í smjörinu frá þér". "Já, en blessaður!" svaraði bóndi. "Það er engin vigt í henni".
Hjón nokkur voru á skemmtigöngu hér í borg. Þau mættu stúlku, og heilsaði bóndinn henni, en konan þekkti hana ekki. "Hvaða kvenmaður er þetta?" spyr konan. Þetta er stúlka, sem ég þekkti dálítið, áður en við kynntumst, sagði hann. Nú, já, svaraði konan þá. Svo að þú hefur verið farinn að vera mér ótrúr, áður en við kynntumst. Síðar hittu þau aðra stúlku sem heilsaði bóndanum. Þá spurði konan hvaða stúlka þetta væri. Þá sagði karlinn: Æ, hættu þessu kona, það verður nógu erfitt fyrir mig að útskýra fyrir henni hver þú ert!
Svo er KN: Við Lauga Erlendsson:
Sorgum firrtur sit og skrafa,
sífellt yrkjandi,
alltaf þyrfti ég helst að hafa
hjartastyrkjandi.
Gestgjafinn: Ég hef eflaust átt við fant
eða versta dóna,
tekið hefir hann í pant
húfuna mína og skóna.
Prestur vestan hafs barnaði telpu, er gekk til spurninga til hans, og missti hempuna fyrir vikið. Þá kvað K N vísu þessa:
Séra Jónas skellti á skeið,
skákaði öllum hinum,
óklyfbærri ösnu reið
út úr söfnuðinum.
Og að lokum "gráa svæðið" sem verður Ljósgrátt út af Jólunum.
Dívaninn er þarfa-þing,
þreyttum værðir gefur.
Efni í margan Íslending
í hann fallið hefur.
Kjartan hanann djarfur drap
og dró hann út úr bænum,
af því hann reið í asnaskap
annarra manna hænum.
Fyrir girnd og gáleysi
gildnar margur svanni
tapar viljans taumhaldi
til að þóknast manni.
Grobbnum valdsmanni gerð upp orðin:
Mín að telja afrek öll
ekki er nokkur vegur.
Ég hef ístru, ég hef böll
ég er guðdóomlegur.
Jæja, Jóhann þakka öll bloggin þín á árinu sem var að ljúka og vona að þú haldir ótrauður áfram. Gleðileg ár.
Sigurður I B Guðmundsson, 1.1.2021 kl. 11:49
ALVEG ER ÞETTA ÓBORGANLEGT HJÁ ÞÉR SIGURÐUR OG ÞÁ ERU VÍSURNAR Í SÉRSTÖKU UPPÁHALDI HJÁ MÉR.Bloggin þín hafa ekki verið mjög mörg á árinu en það er EKKI alltaf magnið sem telur heldur GÆÐIN og það hefur ekkert vantað upp á þau og bloggin þín á árinu eru mér sérstaklega minnisstæð og þá sérstaklega vísnaþættirnir þínir.Einnig vona ég að þú haldir ótrauður áfram á blogginu.GLEÐILEGT ÁR OG BESTU ÞAKKIR FYRIR ÞAÐ GAMLA.....
Jóhann Elíasson, 1.1.2021 kl. 21:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.