12.2.2021 | 03:47
Föstudagsgrín
Eitt sinn var Norðmaður, sem hét Ole hann réð sig á Rússneskan verksmiðjutogara til tveggja ára. Hann var að sjálfsögðu í burtu frá eiginkonu og börnum þennan tíma en það áttu að vera góð laun fyrir þennan tíma og honum þótti þetta ekkert tiltökumál. Svo þegar hann var búinn að vera um borð í togaranum í rúma 14 mánuði, fékk hann skeyti og þar fékk hann tilkynningu um að eiginkonu hans hefði fæðst sonur og heilsaðist báðum vel. Ole varð yfir sig ánægður og í tilefni þessara góðu frétta bauð hann öllum um borð upp á Vodka og voru nú mikil veisluhöld um borð. En einn þarna um borð sem var góður vinur Ole tók hann afsíðis og spurði hann að því hvort honum þætti það ekkert undarlegt að hann væri búinn að vera um borð í verksmiðjutogara í 14 mánuði og þá eignaðist konan barn???? Þá sagði Ole: Þú ert nú meiri gleðispillirinn.... það eru 18 mánuðir á milli mín og Badda bróður og enginn var neitt að fetta fingur út í það.........
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Bloggvinir
- annabjorghjartardottir
- arnarthorjonsson
- skagstrendingur
- formula
- reykur
- flinston
- asthildurcesil
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- bjornaxelsson
- bokin
- dagsol
- einarbb
- einarvill
- einarorneinars
- finnur
- fritzmar
- georg
- gislim3779
- gudbjornj
- gutti
- elnino
- manix
- zumann
- gmaria
- noldrarinn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gunnsithor
- gustafskulason
- halldorjonsson
- hallurhallsson
- hbj
- hallibjarna
- heimssyn
- formannslif
- diva73
- helgatho
- helgigunnars
- hordurhalldorsson
- ingagm
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- astromix
- fun
- jensgud
- ezuz
- joiragnars
- johannvegas
- jaj
- fiski
- jonerr
- bassinn
- jonsnae
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- juliusvalsson
- ksh
- kolbrunerin
- kristinn-karl
- kristinthormar
- stinajohanns
- keh
- kristjan9
- magnuss
- magnusthor
- odinnth
- solir
- olafurjonsson
- os
- pallvil
- ragnar73
- rosaadalsteinsdottir
- hughrif
- fullveldi
- seinars
- nafar
- holmarinn
- sigurdurig
- siggiflug
- siggith
- sigurjonth
- stormsker
- timannatakn
- tibsen
- valdimarjohannesson
- skolli
- valur-arnarson
Nýjustu færslur
- ÞAÐ VIRÐIST VERA EINA RÁÐIÐ, SEM SAMFYLKINGIN HEFUR TIL AÐ AU...
- ÞETTA LÍKAR MÉR..........
- ÆTLAR "SAMGÖNGURÁÐHERRA" AÐ LÁTA MEIRIHLUTA REYKJAVÍKURBORGA...
- ÞRÁTT FYRIR FRAMMISTÖÐU DÓMARANNA TÓKST EKKI AÐ KOMA Í VEG FY...
- ÆTLI ÞEIR GERI SÉR EKKI GREIN FYRIR ÞVÍ AÐ ÞETTA "VOPNAHLÉ" ...
- NÚNA ÞEGAR RYKIÐ FER AÐ SETJAST EFTIR ÞETTA ÓHUGNANLEGA STRÍÐ...
- EN FYRIR HVERN ÞÓTTIST GUÐMUNDUR INGI VERA AÐ VINNA?????
- Á VIRKILEGA AÐ FARA ÚT Í ÞETTA FYRIRFRAM "DAUÐADÆMDA" VERKE...
- ÞAR SÝNA SAMFYLKINGARMENN LOKSINS SITT RÉTTA ANDLIT????????
- STÓRA LOFTSLAGSBLEKKINGIN........
- FLEIRI EN EIN HLIÐ Á ÞESSU MÁLI........
- VAR ÞARNA UM AÐ RÆÐA OPINBERT ERINDI SEM HÚN HAFÐI VERIÐ KJÖR...
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Formúla 1
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.1.): 15
- Sl. sólarhring: 143
- Sl. viku: 1285
- Frá upphafi: 1855927
Annað
- Innlit í dag: 8
- Innlit sl. viku: 803
- Gestir í dag: 7
- IP-tölur í dag: 7
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ungur maður kom heim úr stríðinu og var spurður um hvað hann hefði nú helst unnið sér til frægðar. Hann lét lítið yfir sér, en kvaðst þó hafa bjargað lífi 500 manna. Og hvernig fórstu að því? Ég skaut kokkinn!
Viltu lána pabba sláttuvélina? Spurði sex ára snáði nágranna sinn. Áttirðu að spyrja svona?-sagði gamli maðurinn sem var sérstaklega kurteis. Gleymdurðu ekki einhverju? Jú, ansaði snáðinn. Pabbi sagði: Ef karlskrattinn vill ekki lána hana þá farðu í næsta hús!
Ágúst Kristjánsson glímukappi kom einn sinn til glímufélaga síns Þorgeirs Jónssonar, sem þá var enn í Varmadal, en bjó síðar í Gufunesi. Ágúst hittir svo á, að Þorgeir er úti í fjósi að mjólka. Þegar hann stendur upp undan kúnni, þrífur Ágúst til hans og vill koma á hann bragði, en Þorgeir verður fyrri til og skellir Ágústi í flórinn, þar sem mykjan var mest. Ekki varð honum meint við byltuna, en óhreinn varð hann. Þá segir Þorgeir: Fjandi varstu heppinn, að ég skyldi ekki vera búinn að moka!
Þegar Jón biskup Helgason var dáinn, spurði einhver sr.Árna Þórarinsson að því, hvort hann ætlaði ekki að vera við jarðarförina. Jú, guð almáttugur, þó fyrr hefði verið, svaraði sr. Árni.
Þá er komið að K N: K. N. var einu sinni á knæpu með ólöglegt áfengi. Framreiðslustúlkuna bar þar að. Hún varð öskuvond og skipaði honum að fara þegar í stað út með flöskuna. K. N. rak tapann í flöskuna og kvað um leið við stúlkuna:
Heyrðu, Manga, björt á brá,
bíddu á meðan, sérðu!
Þannig ganga þyrfti frá
þér að neðanverðu.
Ritdómur:
Þeir, sem kaupa þetta kver,
þeir geta heimsku kennt um.
Aldrei hefur verið ver
varið fimmtán centum.
Skrifað í vísnabók:
Ég get ekki kvartað, þótt gatan sé þröng,
því gætnin af hættunni stafar.
En sorglegast finnst mér, hvað leiðin er löng,
sem liggur frá vöggu til grafar.
Ferðafélaginn. Skáldið var einn á ferð með svertingja í járnbrautavagni að næturlagi.
Ég sit hér í klefa hjá kolsvörtum negra,
hver mundi efa, ég séð hafi fegra,
og tilveran sýnist mér svört.
En bráðum sólar nærveru nýtur,
negrinn verður þá orðinn hvítur
og framtíðin brosandi björt.
Og að lokum þetta:
Björn á kaupakonunni
kviðarlaupinn opnaði.
Svo sem staupi svaraði
sæðis- draup úr nálinni.
-----
Þótt mig vilji ei þilja bands,
þá skal engu kvíða.
Þegar ég kem til Þýskalands,
þá fæ ég að ríða.
-----
Helvíti var kvinnan klók,
hún kallaði á mig hálfan,
leiddi mig inn í lítinn krók
og lét mig ríða - sjálfan.
Sigurður I B Guðmundsson, 12.2.2021 kl. 07:00
Þeir gerast ekki betri dagarnir en þegar þú sprettir úr spori Sigurður. Það liggur við að ég skammist mín fyrir að koma bara með einn, sem tæplega nær einum hjá þér að gæðum.......
Jóhann Elíasson, 12.2.2021 kl. 09:35
Við erum góðir saman.
Sigurður I B Guðmundsson, 12.2.2021 kl. 10:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.