"SKIPULÖGÐ GLÆPASTARFSEMI"????????

Fyrir nokkrum vikum síðan, hlustaði ég á ágætt viðtal við Þórð Má Jónsson á Útvarpi Sögu og þar sagði hann hreint út AÐ KVÓTAKERFIÐ ÍSLENSKA VÆRI BARA "SKIPULÖGÐ GLÆPASTARFSEMI".  Eftir því sem ég "kafa" dýpra í Íslenska fiskveiðistjórnunarkerfið, hef ég komist að því að þetta er sennilega besta lýsingin sem fram hefur komið á "BESTA FISKVEIÐISTJÓRNUNARKERFI Í HEIMI" hingað til.  Ekki þarf annað en að skoða verðlagningu sjávarafurða í gegnum árin og allt það samfélagslega TAP sem hefur orðið af því svínaríi í gegnum tíðina.  Fram að þessu hefur umræðan aðallega verið þannig að aðallega sé verið að "snuða" sjómenn (kannski hefur mönnum ekki fundist það svo alvarlegt brot) en nú hefur einnig verið talað um það að samfélagið allt tapi á þessu, sveitarfélögin stórtapi útsvarstekjum og svo ákvarðist hafnargjöld skipanna af aflaverðmæti þeirra, ríkið tapi skatttekjum vegna þess að sjómenn séu ekki á réttum launum og einnig vegna þess að afkoma útgerðarinnar sé ekki "rétt".  En hefur "ÚTGERÐARELÍTAN" svo mikil ítök í stjórnkerfi landsins að EKKERT verði gert í þessu máli???????????


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Kvótakerfið eins og það er útfært með framsalinu setti ríkið á að áeggjan bankanna svo þeir hefðu veð í náttúruauðlindum þjóðarinnar, lagasetningin  fór fram á alþingi. Vissulega er verið að snuða sveitarfélög og samfélagið allt "löglega" í gegnum falska verðlagningu fiskverðs sem hefur lengi verið stunduð t.d. í gegnum kvótaleigu. Allt er gert skjóli stærstu skipulegu glæpasamtaka lýðveldisins.

En málið er snúið þegar stór hluti þjóðarinnar vill ekki horfast í auga við óskapnaðinn og telur lausnina að bjóða upp auðlindina til þeirra sem starfa við hana svo þeir sem hafa enga kunnáttu né geð til þeirra starfa fái það sem þeir telja sitt. Sem væri svipað og ætlast til að þeir sem fara í berjamó eigi að tína ber handa þeim sem nenna því ekki og skila þeim jafnvel meiru en hægt er að tína. 

Magnús Sigurðsson, 19.3.2021 kl. 18:55

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Hverju orði sannara Magnús og til að bæta gráu ofan á svart hafa bankarnir "selt" veðin sem þeir tóku í fiskveiðiauðlindinni til útlanda, þannig að nú eru erlendir aðilar komnir með óbeina eignaraðild í Íslenskum sjávarútvegi, en það er bannað í Íslenskum lögum að  útlendingar geti átt í Íslenskum sjávarútvegi.  Í dag er ómögulegt að vita hversu erlendur eignarhluti í Íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum er stór í raun og veru.......

Jóhann Elíasson, 19.3.2021 kl. 19:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband