21.5.2021 | 18:55
ER MEIRIHLUTINN Í REYKJAVÍK Í EINHVERRI "FIMMAURABRANDARAKEPPNI"??
Þrátt fyrir eldgosið í Geldingadölum heldur Dagur B. áfram að tala um INNANLANDSFLUGVÖLL Í HVASSAHRAUNI og bætir frekar í en hitt og það lá við að dytti af mér andlitið þegar ég las "gáfulegan" pistil Pawels Bartoszeks (vonandi hef ég stafsett nafnið rétt ef svo er ekki biðst ég afsökunar) í Morgunblaðinu í morgun á bls 6. En þar rekur hann nokkuð spaugilega hvernig eigi að "leysa" vanda Gæslunnar með því að flytja LHG í Hvassahraun. Svo segir hann "Það er afstaða Reykjavíkur að flugvöllurinn eigi að víkja úr Vatnsmýrinni". Ég veit ekki til að Reykvíkingar hafi nokkurn tímann lýst því yfir að Reykjavíkurflugvöllur eigi að fara eitt né neitt HELDUR HEFUR MEIRIHLUTINN Í STJÓRN REYKJAVÍKURBORGAR TEKIÐ ÞESSA ÁKVÖRÐUN ÁN SAMRÁÐS VIÐ BORGARBÚA. Ég tel að meirihlutinn í borgarstjórn hafi ekki heimild til að taka svo stóra ákvörðun án íbúakosningar, sama á við um "borgarlínu og aðrar mjög stórar framkvæmdir................
Sjálfstæð ákvörðun borgarinnar að úthýsa Gæslunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Bloggvinir
- annabjorghjartardottir
- arnarthorjonsson
- skagstrendingur
- formula
- reykur
- flinston
- asthildurcesil
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- bjornaxelsson
- bokin
- dagsol
- einarbb
- einarvill
- einarorneinars
- finnur
- fritzmar
- georg
- gislim3779
- gudbjornj
- gutti
- elnino
- manix
- zumann
- gmaria
- noldrarinn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gunnsithor
- gustafskulason
- halldorjonsson
- hallurhallsson
- hbj
- hallibjarna
- heimssyn
- formannslif
- diva73
- helgatho
- helgigunnars
- hordurhalldorsson
- ingagm
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- astromix
- fun
- jensgud
- ezuz
- joiragnars
- johannvegas
- jaj
- fiski
- jonerr
- bassinn
- jonsnae
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- juliusvalsson
- ksh
- kolbrunerin
- kristinn-karl
- kristinthormar
- stinajohanns
- keh
- kristjan9
- magnuss
- magnusthor
- odinnth
- solir
- olafurjonsson
- os
- pallvil
- ragnar73
- rosaadalsteinsdottir
- hughrif
- fullveldi
- seinars
- nafar
- holmarinn
- sigurdurig
- siggiflug
- siggith
- sigurjonth
- stormsker
- timannatakn
- tibsen
- valdimarjohannesson
- skolli
- valur-arnarson
Nýjustu færslur
- ERU ÞETTA ÖLL ÓSKÖPIN SEM INGA SÆLAND FÉKK Í GEGN??????
- ÞETTA FÓR EINS ILLA OG NOKKUR MÖGULEIKI VAR Á.......
- ALLIR ÞEIR FLOKKAR SEM STANDA AÐ ÞESSARI RÍKISSTJÓRN GÁFU LOFORÐ
- "EKKI ER ALLT GULL SEM GLÓIR"........
- VANDAMÁLIÐ ER EKKI "ÓLEYSANLEGT" EF ÞAÐ ER LEYST Á FIMM MÍN...
- ÞAÐ STENDUR EKKI STEINN YFIR STEINI Í "STJÓRN" BORGARINNAR....
- HVAÐ ER EIGINLEGA SVONA VIÐKVÆMT VIÐ ÞESSA UMRÆÐU?????
- FYLLILEGA VERÐSKULDAÐUR SIGUR......
- ÞAÐ VITA ÞAÐ LÍKA ALLIR AÐ ÞAÐ ERU TIL "ÞRJÁR TEGUNDIR AF LY...
- "NÚ ER LAG"....
- EN HVAÐ UM SORGINA SEM HÚN HEFUR VALDIÐ ÞJÓÐINNI??????????
- NÁKVÆMLEGA ÞAÐ SAMA ÆTTI AÐ GERA HÉR Á LANDI...........
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Formúla 1
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 460
- Sl. sólarhring: 541
- Sl. viku: 2242
- Frá upphafi: 1846916
Annað
- Innlit í dag: 241
- Innlit sl. viku: 1337
- Gestir í dag: 218
- IP-tölur í dag: 214
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Meirihlutinn í stjórn Reykjavíkur tók þessa ákvörðun fullkomlega án samráðs við borgarbúa.
Það var boðað til fáheyrðrar íbúakosningar upp úr síðustu aldamótum þar sem kosið var um tilveru Reykjavíkurflugvallar.
Þegar kosningin var boðuð var sérstaklega tekið fram að visst hlutfall kjósenda þyrfti að mæta til að tekið yrði mark á niðurstöðunni.
Það var ljóst fyrir kosningadaginn að ekki myndu nánda nærri nógu margir mæta kjörstað til að uppfylla þátttöku hlutfallið.
Fólk sá einfaldlega ekki ástæðu til að taka þátt í þessum lýðræðislega fíflagangi, þ.m.t. ég sem var Reykvíkingur á þessum tíma.
Kosningaþátttaka var langt undir öllu sem eðlilegt getur talist.
Þar að auki er Reykjavíkurflugvöllur ekkert einkamál "meirihlutans í Reykjavík".
Þeir sem með landstjórnina hafa farið hafa leikið nákvæmlega sama hráskinnaleikinn og meirihlutinn í Reykjavík.
Pólitíkusar hafa verið fullkomlega umboðslausir hvað Reykjavíkurflugvöll varðar alla þessa öld.
Og gerðir þeirra sýnir best hvernig fjármálöflin kaupa upp lýðræðiskjörna fulltrúa.
Ps. annars hefði ég skotið á að það væri einfalt v í Pavel.
Magnús Sigurðsson, 21.5.2021 kl. 19:56
Allt þetta sem þú sagðir er satt og rétt en ég velti fyrir mér hvort ekki séu nein takmörk á því hvað "meirihlutinn" hefur "leyfi" til að gera? Ég tékkaði á Morgunblaðinu áður en ég skrifaði þetta og þar voru þeir með tvöfalt v í Pawel.
Jóhann Elíasson, 21.5.2021 kl. 20:05
Tek undir allt sem Magnús Sigurðsson segir.
En væri ekki bara allra best, fyrir alþjóð, að flytja þennan meirhluta/minnihluta
í Hvassahraun og málið er dautt.?
Þar getur þessi getulausi meirihluti/minnihluti, yljað sér við glóandi hraun og grillað
ókeypis í boði náttúru.
Hvassahraun 101 væri frábær lausn fyrir Reykvíkinga..
Sigurður Kristján Hjaltested, 21.5.2021 kl. 22:00
Viðreisn fékk 4812 atkvæði semsagt 2 borgarfulltrúa, og þetta er ekki meirihluti enda ekki með meirihluta atkvæða á bak við sig.
Þetta fólk hefur ekkert umboð til að loka Reykjavíkurflugvelli, ríkið mun ef það þarf skerast í leikinn og taka skipulagsvaldið af Reykjavikurbog.
Held reyndar að það sé kominn pirringur í borgarfulltrúa Viðreisnar enda ekki gott að vera bara hækja.
Óðinn Þórisson, 21.5.2021 kl. 22:00
Þá er nú föstudagsgrínið betra.
Sigurður I B Guðmundsson, 22.5.2021 kl. 09:30
Þessir "fimmaurabrandarar" Reykjavíkurmeirihlutans standsat náttúrulega föstudagsgríninu ekki snúning og í rauninni ekki hægt að nefna þetta tvennt í sömu andrá.......
Jóhann Elíasson, 22.5.2021 kl. 11:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.