AÐ HVAÐA LEITI ER ÞETTA FYRIRTÆKI "KERFISLEGA MIKILVÆGT"?????????

Ef þetta fyrirtæki getur ekki staðið sig í samkeppni er ekki um neitt annað að ræða en að láta það fara í gjaldþrot og þá reynir bara á það hvort einhverjir aðrir einkaaðilar treysti sér til að reka fyrirtækið betur en það á ekki að henda fjármagni frá skattgreiðendum í einhverja botnlausa hít, þar sem mikil óvissa er um hvort þessi ráðstöfun geri nokkuð annað en að lengja í "hengingarólinni", sem fyrirtækið "hangir" nú þegar í.........


mbl.is Ríkið ábyrgist 90% af lánalínum Icelandair
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Örn Gunnlaugsson

Jóhann, á endanum mun fara fyrir þessu eins og kaupskipaútgerðinni á Íslandi. Farmenn sáu um það að útrýma sjálfum sér hér á landi, reyndar með hjálp stjórnvalda sem svaf værum Þyrnirósarsvefni meðan kaupskipaútgerðin flutti sig undir aðra fána og að endingu var reksturinn allur kominn í hendur erlendra aðila. Það eru engin kaupskip undir íslenskum fána lengur í millilandasiglingum. Þau skip sem Eimskip og Samskip þykjast gera út héðan sigla undir færeyskum fána og eru áhafnir þeirra á launum hjá færeyskum fyrirtækjum. Ekki skilar sér króna af þessum áhöfnum til íslensks samfélags í formi skatta þó skattgreiðendur hér beri kostnað af samfélagsþjónustu við þessa aðila. Drífa og ASÍ-hjörð hennar vinnur ötullega að því að fæla Play með sinn rekstur héðan af landi brott og er búið að leggja fyrstu drög að flutningi þess fyrirtækis til Litháen. Kannski hefði bara verið best ef Play hefði farið í fóstureyðingu nógu snemma svo skellurinn verði minni fyrir skattgreiðendur hér þegar yfir lýkur. Hvernig ætlar svo fyrirtækið með ríkishækjurnar að lifa af hækjulaust í samkeppni við flugrekendur á meginlandinu sem fljúga hingað þar sem flest allir hafa áttað sig á því að hálaunaumhverfi í flugbransanum hefur liðið undir lok fyrir nokkru síðan ? Ef þetta félag á að lifa af verður það ávalt með ríkishækjur. 

Örn Gunnlaugsson, 1.12.2021 kl. 13:26

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þarna kemur þú inná viðkvæman punkt, sem hefði þurft að vera búið að taka á fyrir löngu síðan Örn.  Þarna kemur berlega í ljós, að mínu mati, þekkingarleysi og jafnframt "getuleysi" og ákvarðanafælni Íslenskra ráðamanna og að mínu mati á þetta eftir að valda og hefur þegar valdið Íslenska ríkinu gríðarlegu tjóni eins og þú hefur bent á.  Ég get ekki með nokkru móti skilið hvernig stjórnendur Icelandair hafa getað vafið Íslenskum stjórnvöldum um fingur sér undanfarna áratugi og þar með stórskaðað ríkið........

Jóhann Elíasson, 1.12.2021 kl. 14:16

3 Smámynd: Örn Gunnlaugsson

Jóhann, Icelandair hefur ekki aðeins notið styrkja gegnum lánalínur eins og þessi frétt fjallar um. Fyrirtækið fékk milljarða gegnum hinn galna Covid stuðning. Í áratugi hefur ríkið þar að auki greitt niður laun fyrirtækisins með því að samþykkja skipulögð skattsvik flugliða. Stór hluti launa flugliða eru og hafa verið í gegnum tíðina greidd í formi ferðadagpeninga sem þrátt fyrir að hafa ekki verið nýttir sem slíkir hafa verið færðir til frádráttar frá tekjuskattstofni. Eitt af skilyrðum fyrir því að færa megi fengna dagpeninga til frádráttar frá tekjuskattstofni er að um sé að ræða ferðir utan venjulegs vinnustaðar. Venjulegur vinnustaður flugliða er um borð í flugvélunum. Þá má að hámarki færa til frádráttar þá upphæð sem sannanlega er nýtt til greiðslu ferðakostnaðar sé öðrum skilyrðum fullnægt, sem ekki er í þessu tilviki. Hver er útlagður ferðakostnaður þess flugliða sem flýgur til Evrópu að morgni og með sömu vél til baka samdægurs? Icelandair er og verður alltaf á ríkisjötunni með hjólastól, öndunarvél og hækjur sér til stuðnings meðan starfsmenn fyrirtækisins sætta sig ekki við sambærileg kjör og gilda hjá hinum erlendu samkeppnisaðilum sem hingað fljúga. 

Örn Gunnlaugsson, 1.12.2021 kl. 14:46

4 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það er alveg rétt hjá þér og svo eru ýmsir styrkir og ábyrgðir sem félagið hefur fengið í gegnum árin og átatugina ekki nefnd (sennilega er vonast til þess að sauðsvartur almúginn sé búinn að gleyma því).  Það sem þú segir um félagið er hárrétt og að mín mati er kominn tími til að ráðamenn landsins fari að standa í lappirnar gagnvart þessu félagi.ÞETTA FYRIRTÆKI HEFUR LEGIÐ Á ÞJÓÐINNI EINS OG "MARA" FRÁ UPPHAFI..................

Jóhann Elíasson, 1.12.2021 kl. 15:20

5 Smámynd: Örn Gunnlaugsson

Ekki er dýrara að fljúga með nokkru flugfélagi og Icelandair til og frá landinu. Það nægir samt ekki til að halda lífi í sjúklingnum. Skattgreiðendur eru neyddir til að greiða félaginu sporslu gegnum skattana sína burtséð hvort þeir fljúga með félaginu eður ei.

Örn Gunnlaugsson, 1.12.2021 kl. 18:34

6 Smámynd: Jóhann Elíasson

Mér finnst bara ekki nokkur ástæða til að skattgreiðendur séu látnir "blæða" fyrir óæfa stjórnendur og ef fyrirtæki geta ekki höndlað samkeppni, þá eiga bara markaðslögmálin að gilda........

Jóhann Elíasson, 1.12.2021 kl. 19:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband