BORGARLÍNA - STRÆTÓ

Samkvæmt þeim teikningum, sem ég hef séð, þá á borgarlínan svokallaða aðeins að liggja um helstu umferðaræðar stór-Hafnarfjarðarsvæðisins (Reykjavík, Kópavogur, Hafnarfjörður og Garðabær) og svo sá ég það í kvöldfréttum á RÚV í gærkvöldi að borgarlínan ætti líka að liggja að hluta til í gegnum Mosfellsbæ.  En segir þetta okkur ekki að það hlýtur þá að standa til að reka Strætó líka samhliða Borgarlínunni eða hvernig er annars ætlast til að fólk sem býr ekki í nágrenni við Borgarlínu geti nýtt sér hana?  Og hvernig stendur eiginlega á því að fólk fær enga kynningu á þessu?????????  Og nú á að ganga til sveitarstjórnarkosninga með þessi mál í lausu lofti........


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rúnar Már Bragason

Fyrir 2 - 3 árum var sett upp vefsíða sem átti að sýna hversu æðislegt þetta borgarlínudæmi væri. Síðast þegar ég vissi þá voru komnar mörg hundruð athugasemdir enda tekið af borðinu mjög snögglega. Hugmyndin var að enginn þyrti að ganga meira en 400 metra á stoppustöð og ekki bíða lengur en 5 mínútur ef þyrfti að skipta um vagn. Verkefnið virðist hafa verið of mikið og líkt og kjörnir fulltrúar þá er gripið í frasana. Eftir það er reynt að plástra í kringum frasana en það sem eftir stendur er yfirleitt stórslys sbr. fækka ferðum vegna þess að ekki er til peningur.

Rúnar Már Bragason, 6.5.2022 kl. 16:42

2 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

 Alveg með ólíkindum.

Sigurður I B Guðmundsson, 6.5.2022 kl. 17:59

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Rúnar, með því að segja að enginn þurfi að ganga meira en 400 metra er bar verið að segja að það verði að nota Strætó líka með öðrum orðum það á að reka tvöfalt kerfi í almenningssamgöngum.  Hver skyldi þá endanlegur kostnaður vegna "borgarlínunnar verða?????

Jóhann Elíasson, 6.5.2022 kl. 18:15

4 Smámynd: Jóhann Elíasson

Sigurður, þetta er bara ein stór svikamilla og mér finnst alveg með ólíkindum að enginn þurfi að svara fyrir þetta "klúður" og enn furðulegra ef fólk ætlar að kjósa þetta lygalið yfir sig aftur..................

Jóhann Elíasson, 6.5.2022 kl. 18:18

5 Smámynd: booboo

Kannski skiljum við almenningur ekki hvað er reiknað með. Getur verið að planið sé að fjölga borgarbúa um 200 til 300% með innflytjendum? Getur verið að þeir sjái fyrir sér að einkabíllinn verði eithvað gamaldags græðgis og mengunar-ósiður sem þarf að leggjast af? Eða er eithvað annað í gangi?

Eins og staðan er varðandi fólksfjölda og veðurfar og vilja fólks til þess að hafa frelsi til athafna (með einkabíl), þá virðist þessi borgarlínuhugmynd vera út í hött.

booboo , 7.5.2022 kl. 12:08

6 Smámynd: booboo

Gefa æðstu stjórnendur sér einhverjar aðrar forsendur sem þeir fela fyrir almenningi?

Eða eru þetta bara vitleysingar?

booboo , 7.5.2022 kl. 12:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband