ÞEGAR HAGNAÐUR AF REKSTRINUM ER SVONA HEIMSPEKILEGA MIKILL GETUR SKATTAUMHVERFIÐ EKKI VERIÐ MJÖG ÓHAGSTÆTT......

Hagnaður banka er hvergi á byggðu bóli eins mikill og hjá Íslensku bönkunum og væri ekki úr vegi að  endurskoða gjaldskrá þeirra alveg frá grunni, með það í huga hvernig þjónusta bankanna hefur breyst og þá sérstaklega núna síðustu árin.  Margir hafa minnst á það, sérstaklega þeir sem búa erlendis að ef þeir finna bankaútibú hér á landi þá komi þeir hvergi aðrar eins hallir og útibú og aðalbyggingar bankanna séu hér á landi.  Ekki verður séð á húsnæði bankanna að skattaumhverfi þeirra sé eitthvað sérstaklega óhagstætt........


mbl.is „Skattaumhverfið afar óhagstætt“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Flottræfilshátturinn er með ólíkindum hjá bönkunum sérstaklega Landsbankinn sem þarf að hafa aðalstöðvar á dýrasta svæði á Íslandi. 

Sigurður I B Guðmundsson, 16.6.2022 kl. 12:44

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Satt segir þú Sigurður.  Mér finnst nú svolítið "HOLUR" hljómur í þessu  hjá Benedikt Gíslasyni og mér fyndist nú nærtækara að bankageirinn færi í rækilega naflaskoðun, varðandi gjaldskrána...............

Jóhann Elíasson, 16.6.2022 kl. 12:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband