11.8.2022 | 14:25
ORÐ Í TÍMA TÖLUÐ.......
Það vantar ekki að þarna fer maður sem veit nákvæmlega hvað hann er að tala um. Er ekki alltaf verið að tala um að við eigum að fara eftir því sem SÉRFRÆÐINGARNIR SEGJA? Þarna fer nú einn helsti sérfræðingur landsins, á sínu sviði. Það veit öll þjóðin þetta nema það eru tveir menn hjá Reykjavíkurborg, sem ekki eru tilbúnir að viðurkenna þessa STAÐREYND og vilja eyða enn meiri fjármunum í að rannsaka "möguleika" Hvassahrauns flugvallarins. Það sem vantar fyrst og fremst er að sá ráðherra sem fer með samgöngumálin hætti þessum bölvaða "roluhætti" og taki bara ákvörðun um það að það sé búið að slá þennan "flugvöll" út af borðinu, leggi niður þessa nefnd eða starfshóp og fari bara að standa almennilega í lappirnar og sinni almennilega því starfi sem hann hefur tekið að sér...............
Hversu mikla áhættu viljum við taka? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Bloggvinir
- annabjorghjartardottir
- arnarthorjonsson
- skagstrendingur
- formula
- reykur
- flinston
- asthildurcesil
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- bjornaxelsson
- bokin
- dagsol
- einarbb
- einarvill
- einarorneinars
- finnur
- fritzmar
- georg
- gislim3779
- gudbjornj
- gutti
- elnino
- manix
- zumann
- gmaria
- noldrarinn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gunnsithor
- gustafskulason
- halldorjonsson
- hallurhallsson
- hbj
- hallibjarna
- heimssyn
- formannslif
- diva73
- helgatho
- helgigunnars
- hordurhalldorsson
- ingagm
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- astromix
- fun
- jensgud
- ezuz
- joiragnars
- johannvegas
- jaj
- fiski
- jonerr
- bassinn
- jonsnae
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- juliusvalsson
- ksh
- kolbrunerin
- kristinn-karl
- kristinthormar
- stinajohanns
- keh
- kristjan9
- magnuss
- magnusthor
- odinnth
- solir
- olafurjonsson
- os
- pallvil
- ragnar73
- rosaadalsteinsdottir
- hughrif
- fullveldi
- seinars
- nafar
- holmarinn
- sigurdurig
- siggiflug
- siggith
- sigurjonth
- stormsker
- timannatakn
- tibsen
- valdimarjohannesson
- skolli
- valur-arnarson
Nýjustu færslur
- ÞETTA FÓR EINS ILLA OG NOKKUR MÖGULEIKI VAR Á.......
- ALLIR ÞEIR FLOKKAR SEM STANDA AÐ ÞESSARI RÍKISSTJÓRN GÁFU LOFORÐ
- "EKKI ER ALLT GULL SEM GLÓIR"........
- VANDAMÁLIÐ ER EKKI "ÓLEYSANLEGT" EF ÞAÐ ER LEYST Á FIMM MÍN...
- ÞAÐ STENDUR EKKI STEINN YFIR STEINI Í "STJÓRN" BORGARINNAR....
- HVAÐ ER EIGINLEGA SVONA VIÐKVÆMT VIÐ ÞESSA UMRÆÐU?????
- FYLLILEGA VERÐSKULDAÐUR SIGUR......
- ÞAÐ VITA ÞAÐ LÍKA ALLIR AÐ ÞAÐ ERU TIL "ÞRJÁR TEGUNDIR AF LY...
- "NÚ ER LAG"....
- EN HVAÐ UM SORGINA SEM HÚN HEFUR VALDIÐ ÞJÓÐINNI??????????
- NÁKVÆMLEGA ÞAÐ SAMA ÆTTI AÐ GERA HÉR Á LANDI...........
- ÞÁ ER KOMIN "AFSÖKUN" FYRIR MUN MEIRI SKATTAHÆKKUNUM EN HAFÐI...
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Formúla 1
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 38
- Sl. sólarhring: 483
- Sl. viku: 1820
- Frá upphafi: 1846494
Annað
- Innlit í dag: 22
- Innlit sl. viku: 1118
- Gestir í dag: 22
- IP-tölur í dag: 21
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þorvaldi Þórðarsyni finnst sem sagt í góðu lagi að reisa íbúðarhús og aðrar byggingar fyrir hundruð milljarða króna í Garðabæ, Hafnarfirði, Vogum á Vatnsleysuströnd, Grindavík og Vestmannaeyjabæ en alls ekki megi leggja flugvöll við Hafnarfjörð.
Á Vatnsmýrarsvæðinu er því lítið landrými fyrir stórar millilandaflugvélar og þeim yrði ekki lent þar allan sólarhringinn eins og á Keflavíkurflugvelli en þar lenda nú um 90 millilandaflugvélar á hverjum sólarhring.
Þar að auki er nær allt landið undir norður-suður flugbraut Reykjavíkurflugvallar í eigu Reykjavíkurborgar.
Eignarrétturinn er friðhelgur samkvæmt stjórnarskránni og Reykjavíkurborg getur því krafist þess að ríkið afhendi henni það land sem borgin á núna á Vatnsmýrarsvæðinu.
"Eignarréttur er réttur einstaklings, fyrirtækis eða annars lögaðila til að nota hlut, selja eða ráðstafa á annan hátt og meina öðrum að nota hann."
Innviðaráðherra virðist hins vegar halda að skoðanir hans séu æðri stjórnarskránni.
Nú á ríkið einungis 52 hektara land undir austur-vestur flugbraut flugvallarins á Vatnsmýrarsvæðinu og ein flugbraut hefur ekki verið talin nægjanleg á því svæði.
Kortavefsjá ríkiseigna
Ríkið getur hins vegar selt þetta 52 hektara land til að fjármagna innanlands- og varaflugvöll fyrir millilandaflugið á öðrum stað.
Í ársbyrjun 2006 var markaðsvirði byggingaréttar á 123 hekturum á Vatnsmýrarsvæðinu 74,5 milljarðar króna án gatnagerðargjalda, rúmlega 600 milljónir króna á hektara, og um 37 þúsund krónum hærra á fermetra en í útjaðri borgarinnar.
Og frá þeim tíma hefur verið 122% verðbólga hér á Íslandi.
"Áætlað er að fullbúinn innanlands- og varaflugvöllur í Hvassahrauni [við Hafnarfjörð], sem jafnframt þjónaði sem kennslu- og einkaflugvöllur, kosti um 44 milljarða króna en kostnaður við nauðsynlega uppbyggingu í Vatnsmýrinni er um 25 milljarðar króna."
Mismunurinn er því einungis 19 milljarðar króna, sem fást með sölu á landi ríkisins undir austur-vestur flugbraut Reykjavíkurflugvallar.
Flugvallakostir á suðvesturhorni landsins - Nóvember 2019
28.11.2019:
Samkomulag Reykjavíkurborgar og ríkisins um flugvöll við Hafnarfjörð
9.8.2022:
"Lóðaverð hefur hækkað á síðustu árum og má nú miða við að það væri um 10 milljónir króna á íbúð í Helgafellslandi og mun hærra fyrir sérbýli."
Og Reykjavíkurborg keypti um 112 þúsund fermetra land af ríkinu við Skerjafjörð, sem er hér með grænum lit:
Ríkið fær hlutdeild í sölu lóða fyrir 700 íbúðir á þessu samtals 17,7 hektara svæði, sem er að minnsta kosti sjö milljarða króna virði, miðað við lóðaverð núna í Mosfellsbæ.
Þessar íbúðir verða nálægt stærstu vinnustöðum landsins og mikilvægt er að sem flestir búi sem næst sínum vinnustað.
Meirihluti sveitarstjórnarmanna í öllum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu og nær allt Alþingi styður Borgarlínuna.
Byggð verður þétt við Borgarlínuna, til að mynda á Vatnsmýrarsvæðinu og Reykjavíkurflugvöllur fer af svæðinu, enda er nú verið að þétta byggð á öllu höfuðborgarsvæðinu og íbúum svæðisins mun fjölga um tugi þúsunda næstu áratugina.
Í Reykjavík einni hefur til að mynda meira en heil Akureyri bæst við íbúafjöldann síðastliðna tvo áratugi.
Ef ekki ætti að leggja flugvöll við Hafnarfjörð vegna hugsanlegs hraunrennslis hefði og ætti að sjálfsögðu ekki heldur að reisa þúsundir nýrra húsa fyrir hundruð milljarða króna á gömlum hraunum í Hafnarfirði og Garðabæ.
Hefur til að mynda Sjálfstæðisflokkurinn, sem er þar í meirihluta bæjarstjórna, talað um að flokkurinn ætli að hætta því?
15.5.2021:
Áform um byggingu yfir 2.300 íbúða í Garðabæ
Kom Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra í veg fyrir að Vegagerðin, sem er í eigu ríkisins, flytti í nýtt stórhýsi í Suðurhrauni í Garðabæ? Og hafa fjármálaráðherra og forsætisráðherra talað gegn því að fleiri hús yrðu reist á gömlum hraunum í Garðabæ og Hafnarfirði?
18.3.2021:
Vegagerðin flytur í maí í Suðurhraun 3 í Garðabæ (á móti Ikea og Costco)
7.12.2021:
Lóðir fyrir um fjögur þúsund íbúðir í boði í Hafnarfirði
Og ætlar ríkisstjórnin að flytja í burtu strax i fyrramálið alla 4.400 íbúa Vestmannaeyjabæjar, sem er við hliðina á eldfjalli sem gaus fyrir 49 árum?
Leiðigarðar geta til dæmis beint hraunrennsli út í sjó, eins og Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjallafræði, hefur bent á.
Og að sjálfsögðu er hægt að reisa varnargarða vegna flugvallar við Hafnarfjörð en ef það væri ekki hægt væri heldur ekki hægt að reisa varnargarða við Vestmannaeyjabæ, Grindavík, Voga á Vatnsleysuströnd, Garðabæ og Hafnarfjörð.
Hægt að verja Suðurnesjalínu gegn hraunrennsli með varnargarði og kælingu
Þar að auki getur aska vegna eldgosa verið yfir flugvellinum á Vatnsmýrarsvæðinu, rétt eins og yfir Reykjanesskaganum, til dæmis Keflavíkurflugvelli, og einnig flugvöllunum á Akureyri og Egilsstöðum.
Töluvert öskufall varð til að mynda um allt land, nema á Vestfjörðum, vegna eldgoss að Fjallabaki þegar hið svokallaða landnámslag myndaðist.
mbl.is 6.10.2021:
"Tómas Már [Sigurðsson forstjóri HS Orku] segir aðspurður að eldgosið í Geldingadölum hafi komið upp á besta stað fyrir HS Orku.
Hugsanlegt sé að þar verði jarðhitasvæði í framtíðinni og gæti svæðið því orðið orkulind í tímans rás."
Nú er sem sagt í góðu lagi að leggja nýja Suðurnesjalínu og virkja úti um allar koppagrundir á Reykjanesskaganum, jafnvel í Geldingadölum. Og einnig reisa ný íbúðarhús og aðrar byggingar fyrir hundruð milljarða króna í Hafnarfirði og Garðabæ, sem byggðir eru á gömlum hraunum.
En alls ekki megi leggja flugvöll við Hafnarfjörð vegna þess að hraun gæti runnið yfir flugvöllinn.
Þorsteinn Briem, 11.8.2022 kl. 14:50
Áður en þú ferð út í að skrifa svona langlokur Þorsteinn Briem, skaltu kynna þér málin og umfram allt skaltu ekki gera mönnum upp skoðanir og gjörðir.....
Jóhann Elíasson, 11.8.2022 kl. 15:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.