24.8.2022 | 12:07
"HÆKKUM BARA STÝRIVEXTINA"
Nú hefur eldsneyti verið að LÆKKA á heimsmarkaði undanfarið en samt sem áður bólar ekkert á verðlækkunum hér á landi. Venjan hér hefur verið sú að um leið og verður hækkun á heimsmarkaðsverði, þá hækkar verð á eldsneyti hér og þá helst daginn áður og alltaf hittist þannig á að þegar heimsmarkaðsverð á eldsneyti hækkar þá er ekki til einn einasti dropi af eldsneytisbirgðum í landinu en þegar heimsmarkaðsverðið lækkar, þá eru til alveg heimspekilegt magn af eldsneytisbirgðum í landinu að það tekur marga mánuði að vinna birgðirnar niður. Og eitthvað svipað virðist vera í gangi varðandi GENGIÐ, þegar gengislækkun verður þá hækkar almennt vöruverð í landinu með það sama en þegar gengisstyrking verður, gengisstyrkingin virðist ALDREI hafa nein áhrif á vöruverð. Og þá er komið að því alvarlega: Í morgun voru stýrivextirnir hækkaðir, þrátt fyrir að gögn séu til um það að stór hluti verðbólgu hér á landi sé vegna erlendra verðhækkana. Eru menn virkilega svo "tregir" að halda það að vaxtahækkun á Íslandi slái eitthvað á verðbólgu erlendis?? Fyrir utan það búið er að afsanna það í hagfræðinni að tengsl séu á milli stýrivaxta og verðbólgu en peningastefnunefnd virðist ekki hafa eina einustu hugmynd um þessa uppgötvun og margt fleira nýtt sem hefur verið að koma fram í hagfræðinni.............
Stýrivextir hækkaðir um 0,75 prósentur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:08 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Bloggvinir
- annabjorghjartardottir
- arnarthorjonsson
- skagstrendingur
- formula
- reykur
- flinston
- asthildurcesil
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- bjornaxelsson
- bokin
- dagsol
- contact
- einarbb
- einarvill
- einarorneinars
- finnur
- fritzmar
- georg
- gislim3779
- gudbjornj
- gutti
- elnino
- manix
- zumann
- gmaria
- noldrarinn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gunnsithor
- gunnlauguri
- gustafskulason
- godurdrengur
- halldorjonsson
- hallurhallsson
- hbj
- hallibjarna
- heimssyn
- formannslif
- diva73
- helgatho
- helgigunnars
- hordurhalldorsson
- ingagm
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- astromix
- fun
- jensgud
- ezuz
- joiragnars
- johannvegas
- jaj
- fiski
- jonerr
- bassinn
- jonsnae
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- juliusvalsson
- ksh
- kolbrunerin
- kristinn-karl
- kristinthormar
- stinajohanns
- keh
- kristjan9
- lifsrettur
- magnuss
- magnusthor
- marinogn
- mal214
- njallhardarson
- odinnth
- solir
- olafurjonsson
- os
- oskareliasoskarsson
- pallvil
- frisk
- ragnar73
- rosaadalsteinsdottir
- hughrif
- fullveldi
- seinars
- nafar
- holmarinn
- sigurdurig
- siggiflug
- siggith
- sigurjonth
- summi
- stormsker
- timannatakn
- tibsen
- valdimarjohannesson
- skolli
- valur-arnarson
Nýjustu færslur
- "ÚLFUR Í SAUÐAGÆRU"??????
- HVAÐA "PABBABRANDARI" ER EIGINLEGA Í GANGI??????
- ÞVÍ MIÐUR VIRÐAST LANDSMENN ÆTLA AÐ LÁTA "BLEKKJA" SIG........
- ÞESSI MANNESKJA STOPPAR EKKI NEMA HÚN VERÐI STÖÐVUÐ........
- "ENDURSKOÐUN" EES SAMNINGSINS ÞÝÐIR Í RAUNINNI "UPPSÖGN" SAMN...
- EN "GAGNSÆIÐ" Á EKKI VIÐ UM PÍRATANA.........
- BENSÍN - OG OLÍUGJALD HÆKKA UM 2,5% UM NÆSTU ÁRAMÓT.........
- "ÞAÐ ER EKKI EIN BÁRAN STÖK Í 12 VINDSTIGUM"...........
- ÞETTA MÁL VIRÐIST ÆTLA AÐ HAFA AFLEIÐINGAR ENDA ER ÞAÐ VÍST...
- HANN ER ÞÁ "TÍKARSONUR" (SON OF A BITCH).................
- EF GRANT ER SKOÐAÐ ÞÁ ERU PRÓFKJÖR EKKERT ANNAÐ EN "GRÓF FÖLS...
- OG ÞESSI FLOKKUR BÆTIR VIÐ FYLGI SITT SAMKVÆMT SKOÐANAKÖNNUNU...
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Formúla 1
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 385
- Sl. sólarhring: 409
- Sl. viku: 2534
- Frá upphafi: 1837518
Annað
- Innlit í dag: 231
- Innlit sl. viku: 1443
- Gestir í dag: 200
- IP-tölur í dag: 199
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Stýrivextir Seðlabanka Íslands eru og hafa verið mun hærri en Seðlabanka Evrópu, sem ákveður stýrivexti á öllu evrusvæðinu.
Stýrivextir Seðlabanka Evrópu eru nú 0% en Seðlabanka Íslands 5,5%.
9.3.2022:
Um helmingur Íslendinga hlynntur aðild að Evrópusambandinu og einungis þriðjungur mótfallinn
4.10.2018:
"Fleiri landsmenn eru fylgjandi því að taka upp evru eða 46% á móti ríflega 36% sem eru því á móti."
Vaxandi stuðningur við aðild að Evrópusambandinu
Vextir eru og hafa verið miklu lægri á evrusvæðinu en hér á Íslandi og það á sem sagt að vorkenna þeim sem vilja halda í mörlensku krónuna.
28.8.2020:
"Varaseðlabankastjóri segir mikilvægt að fólk sem tekur óverðtryggð lán geri sér grein fyrir að 1% stýrivextir Seðlabanka Íslands séu ekki komnir til að vera.
Afborganir lána gætu hækkað verulega þegar stýrivextir Seðlabankans hækka á ný."
"Greiðslubyrði af 35 milljóna króna láni til 40 ára við fyrstu kaup á húsnæði gæti farið úr ríflega 140 þúsund krónum á mánuði í rétt yfir 210 þúsund ef vextir hækkuðu í það sem telja má eðlilegt ástand hér á landi."
Greiðslubyrði af 35 milljóna króna láni gæti hækkað úr 140 þúsund krónum á mánuði í 210 þúsund
28.8.2020:
"Greiðslur af óverðtryggðum húsnæðislánum gætu hækkað verulega ef stýrivextir Seðlabankans þokast aftur upp á við.
Á þetta bendir Rannveig Sigurðardóttir varaseðlabankastjóri í samtali í Morgunblaðinu í dag.
Sífellt fleiri taka óverðtryggð lán með breytilegum vöxtum, bæði þeir sem standa í húsnæðiskaupum og þeir sem endurfjármagna eldri skuldir.
Rannveig segir ánægjuefni að fólk nýti sér lækkandi vaxtastig en ítrekar að fólk þurfi að gera ráð fyrir því að greiðslur geti hækkað umtalsvert.
Þannig hafi til dæmis komið fram að "hlutlausir" stýrivextir [Seðlabanka Íslands] væru um 4,5%, eða 3,5% hærri en núverandi meginvextir bankans.
Í útreikningum, sem Morgunblaðið hefur látið taka saman og birtir eru í blaðinu í dag, gætu greiðslur af meðalhúsnæðisláni hæglega hækkað um 50% ef vaxtastig myndi hækka með fyrrgreindum hætti."
Afborganir gætu hækkað um 50%
Þorsteinn Briem, 24.8.2022 kl. 12:47
19.8.2018:
"Dómsmálaráðherra birti á dögunum svar við fyrirspurn Ólafs Ísleifssonar, þingmanns Flokks fólksins.
Þar kemur fram að á tíu árum var árangurslaust fjárnám gert 117 þúsund sinnum hjá einstaklingum.
Um þrjú þúsund voru lýstir gjaldþrota og 8.800 eignir einstaklinga voru seldar á nauðungaruppboði.
Þar bætast reyndar við um 400 fasteignir sem seldar voru á nauðungarsölu eða sölu vegna greiðsluaðlögunar skuldara, eins og kom fram í fyrra svari félagsmálaráðherra við fyrirspurn Ólafs.
"Ég er nýkominn frá Færeyjum. Þar fjármagna menn íbúðarhúsnæði með föstum vöxtum, 1,7% til 20 ára," segir Ólafur Ísleifsson."
Færeyska krónan er jafngild dönsku krónunni.
Gengisbinding dönsku krónunnar við evruna nær því einnig til Færeyja - og Grænlands.
Þorsteinn Briem, 24.8.2022 kl. 12:48
Heill og sæll Jóhann.
Vaxtahækkanir koma fjármagnseigendum vel og þeim sem skulda illa. Punktur og basta.
Vaxtahækkanir koma ungum fasteignakaupendum illa auk gengdarlausrar hækkunar íbúðaverðs sem knúin er af þeim sem hagnast mest á þeirri óráðsíu sem græðgin knýr áfram.
Tómas Ibsen Halldórsson, 24.8.2022 kl. 13:08
Þorsteinn Briem, þú ert ekki að segja neinar fréttir þegar þú segir að vextir séu hærri hér á landi en í ESB. Það er heldur ENGIN lausn fyrir Ísland að ganga í ESB því við höfum ENGA tryggingu fyrir því að vextir hér myndu LÆKKA hér í kjölfarið. Nú gerðist það í fyrsta skipti í gær að evran er LÆGRA skráð en dollarinn og alltaf sígur á ógæfuhliðina fyrir evruna. Með því að "ÓVERÐTRYGGÐ" lán eru með BREYTILEGA VEXTI er hægt að segja að þessi lán SÉU Í RAUNINNI "VERÐTRYGGÐ". þessi AUKNI stuðningur landsmanna við aðild að ESB eru "GAMLAR FRÉTTIR", sem ekki er hægt að uppfæra vegna þess að stuðningurinn við aðild er alltaf að minnka......
Jóhann Elíasson, 24.8.2022 kl. 14:08
Heill og sæll Tómas, Þessi vaxtahækkun er bara tómt rugl og á eftir að valda meiri skaða en hitt.....
Jóhann Elíasson, 24.8.2022 kl. 14:11
Þarfur pistill Jóhann, hagfræði Seðlabankans og þess opinbera er fyrir auðróna.
Magnús Sigurðsson, 24.8.2022 kl. 14:55
Húsnæðislánavextir eru mjög misjafnir í löndum á evrusvæðinu, í Eystrasaltslöndunum eru þeir til dæmis á svipuðu róli og hér á Íslandi.
Aðild að ESB og EMU myndi ekki breyta Íslandi í Þýskaland, heldur er miklu líklegra að aðstæður hér yrðu svipaðar og í Eystrasaltslöndunum.
Guðmundur Ásgeirsson, 24.8.2022 kl. 14:59
Þakka þér fyrir innlitið Magnús, já það er margt sem bendir til þess að þarna sé unnið meira af kappi en forsjá......
Jóhann Elíasson, 24.8.2022 kl. 15:01
Þakka þér fyrir innlitið Guðmunur, Ég er sko algjörlega sammála þér þarna og enn einu sinni ítreka ég það að Ísland hefur EKKERT til ESB að sækja og Þar fer enginn heilvita maður inn, ekki einu sinni ef maðurinn sé haldinn SJÁLFSEYÐINGARHVÖT.............
Jóhann Elíasson, 24.8.2022 kl. 15:06
Þetta er algjört rugl.
En þingmenn og rádherra druslur kætast því laun þeirra hækka og
hækka og munu ekki lækka þó vextirnir færu aftur nidur.
Meðan svo er, er að það hagur þessara vonlausu 63 viðriðna á þingi
að vextir hækki. Heyrist ekki múkk frá þeim enda allir að vinna
í þágu þjóðarinnar ekki satt.
Hringrás andskotans.
Sigurður Kristján Hjaltested, 24.8.2022 kl. 22:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.