4.10.2022 | 16:43
ÞVÍ MIÐUR VIRÐAST ÍSLENDINGAR VERA TILBÚNIR TIL AÐ "EYÐILEGGJA" FIRÐINA , NÁTTÚRUNA OG LAXVEIÐIÁRNAR FYRIR ÖRFÁAR KRÓNUR.......
Það er með ÖLLU GALIÐ að stunda laxeldi í kvíum úti á sjó. En menn "hanga" á því að STOFNKOSTNAÐURINN við landeldi sé svo hár. en hvað svo??? Það er marg rannsakað mál að fiskur sem kemur úr "landeldi" er mun betri, betur á sig kominn og afföll eru mjög lítil. Aðalorsökin er sú að í landeldinu hefur ræktandinn mun meiri stjórn á eldinu og þeim aðstæðum sem fiskurinn er í (þetta er nú bara nokkuð sem segir sig alveg sjálft). Stærsti hluti skýringarinnar á þessu sjókvíaeldi á Íslandi eru skammtíma hagnaðarsjónarmið fiskeldisfyrirtækjanna sem stunda þetta eldi og náttúrulega það að Íslendingar skuli bera svo litla umhyggju fyrir nátt´runni sem raun ber vitni. Á meðan stjórnvöld víða um heim eru að koma í veg fyrir þessi hryðjuverk og umhverfisspjöll sem kvíaeldi úti á sjó veldur, hleypa Íslendingar öllum óþverranum óheftum inn OG OFT Á TÍÐUM VIRÐIST ÞAÐ VERA TAKMARK ÞEIRRA SEM STJÓRNA MÁLUM HÉR Á LANDI AÐ GERA ÍSLAND AÐ "RUSLAHAUG" FYRIR ÖNNUR LÖND EVRÓPU OG JAFNVEL VÍÐAR........
Íslendingar hagnist á auðlindaskatti Norðmanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Bloggvinir
- annabjorghjartardottir
- arnarthorjonsson
- skagstrendingur
- formula
- reykur
- flinston
- asthildurcesil
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- bjornaxelsson
- bokin
- dagsol
- contact
- einarbb
- einarvill
- einarorneinars
- finnur
- fritzmar
- georg
- gislim3779
- gudbjornj
- gutti
- elnino
- manix
- zumann
- gmaria
- noldrarinn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gunnsithor
- gunnlauguri
- gustafskulason
- godurdrengur
- halldorjonsson
- hallurhallsson
- hbj
- hallibjarna
- heimssyn
- formannslif
- diva73
- helgatho
- helgigunnars
- hordurhalldorsson
- ingagm
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- astromix
- fun
- jensgud
- ezuz
- joiragnars
- johannvegas
- jaj
- fiski
- jonerr
- bassinn
- jonsnae
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- juliusvalsson
- ksh
- kolbrunerin
- kristinn-karl
- kristinthormar
- stinajohanns
- keh
- kristjan9
- lifsrettur
- magnuss
- magnusthor
- marinogn
- mal214
- njallhardarson
- odinnth
- solir
- olafurjonsson
- os
- oskareliasoskarsson
- pallvil
- frisk
- ragnar73
- rosaadalsteinsdottir
- hughrif
- fullveldi
- seinars
- nafar
- holmarinn
- sigurdurig
- siggiflug
- siggith
- sigurjonth
- summi
- stormsker
- timannatakn
- tibsen
- valdimarjohannesson
- skolli
- valur-arnarson
Nýjustu færslur
- ERU LÖGIN UM SEÐLABANKA ÍSLANDS ILLA UNNIN OG BEINLÍNIS RANGT...
- VEKUR UPP VONIR AÐ BJARTARI TÍMAR SÉU FRAMUNDAN - LÍKA Á ÍSLA...
- MIÐAÐ VIÐ "GÆÐI" OPINBERRA FJÁRHAGGSÁÆTLANNA MÁ GERA RÁÐ FYRI...
- NOKKUÐ MÖRG LÖG SEM ÞARNA HAFA VERIÐ BROTIN.......
- HVERJUM HEFUR HÚN EKKI SÝNT ÓVIRÐINGU Í ÖLLUM SÍNUM SAMSKIPTU...
- HVAÐA MISTÖK????????
- ÁLIKA RAUNHÆFT OG FLUGVÖLLUR Í HVASSAHRAUNI..........
- ÞAÐ VIRÐIST EKKI VERA NEINN MÖGULEIKI TIL AÐ HAFA "TAUMHALD" ...
- HVAÐA KANNANIR ERU ÞAÐ SEM SÝNA FRAM Á AÐ "MEIRIHLUTI" ÍSLEND...
- SÍÐAN HVENÆR FÓRU BIFREIÐAVIÐSKIPTI Á ÍSLANDI FRAM Í DOLLURU...
- ÞARF HÚN EKKI BARA AÐ FARA AFTUR TIL GEORGÍU TIL AÐ MÓTMÆLA???
- ER ÞETTA FYRIRBOÐI ÞESS AÐ VIÐ FÁUM FRÉTTIR AF ENN STÆRRI OG ...
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Formúla 1
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.11.): 1
- Sl. sólarhring: 248
- Sl. viku: 2168
- Frá upphafi: 1832333
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 1444
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það virðist vera landlægt að ekkert sé gert fyrr en allt er komið í óefni.
Sigurður I B Guðmundsson, 4.10.2022 kl. 19:48
Sjókvíaeldi er ein umhverfisvænasta leið mannkynsins til að framleiða próteinrík matvæli. Íslendingar ættu að nýta sér þetta tækifæri nú á tímum mikillar fólksfjölgunar og loftslagsbreytinga. Fiskeldi starfar innan ákveðins lagaramma sem er grunnurinn að hagstæðum skilyrðum fyrir fólk og umhverfi.
Árið 2004 var ákveðið með lögum að ekki yrði leyft að stunda laxeldi í sjó við ákveðin svæði við Íslandsstrendur, þannig að eins og staðan er núna er einungis hægt að stunda laxeldi á svæðum sem eru talin henta betur vegna umhverfisaðstæðna og fjarlægðar frá laxveiðiám. Þessi svæði eru á Vestfjörðum, Austfjörðum og í Eyjafirði.
Í framhaldi af því var ákveðið að burðarþolsmeta þyrfti þá firði sem laxeldi yrði stundað í á næstu árum. Hafró sér um framkvæmd burðarþolsmats en í borðarþolsmati felst að hver fjörður fyrir sig er metinn út frá straumum, rúmmáli, vatnsskiptum og fleiru, þannig að lífrænt álag yrði í lágmarki og áhrif á umhverfið yrðu þannig hverfandi. Burðarþolsmat fyrir Vestfirði er 80.000 tonn og Austfirði 62.000 tonn, en þó eru nokkrir firðir sem á eftir að burðarþolsmeta.
Árið 2017 var svokallað áhættumat lögleitt þar sem markmiðið var að minnka áhættu á blöndun við náttúrulega laxastofna. Með áhættumatinu minnkar það magn sem leyfilegt er að ala skv burðarþolsmati. Áhættumatið var og er mjög umdeilt en það er endurmetið á þriggja ára fresti. Eins og staðan er núna má ala 62.000 tonn á Vestfjörðum og 42.000 tonn á Austfjörðum.
Áður en fiskeldi hefst í sjó þarf svo að fara í gegnum langt og strangt umsóknarferli þar sem meðal annars er gert umhverfismat. Þar er tíundað hvernig viðkomandi fyrirtæki ætlar að haga starfseminni með tilliti til þess að umhverfisraski verði haldi í lágmarki. Þar koma m.a. fram staðsetningar, fjarlægðir milli stöðva, hvíldartími, fóðrunartækni.
Umsóknin er svo send inn til Skipulagsstofnunar sem óskar eftir umsögnum hjá öllum hlutaðeigandi aðilum. Hlutaðeigandi aðilar geta m.a verið viðkomandi sveitarfélag, Fiskistofa, Landhelgisgælsan, Minjastofnun, Samgöngustofa, Vegagerðin, Veiðifélög, smábátasjómenn og fleiri. Þetta ferli hefur yfirleitt tekið mörg ár, allt að átta árum en að því loknu og uppfylltum skilyrðum, gefur Umhverfisstofnun út starfsleyfi og í framhaldi af því gefur MAST út rekstrarleyfi.
Þegar leyfin eru komin þarf að taka umhverfissýni, til þess að hafa viðmið fyrir framtíðarvöktun. Þá þarf að gera frekari straummælingar til þess að geta reiknað út hversu öflugan búnað þarf að viðkomandi svæði. Þá þarf fyrirtækið að setja upp viðbragðsáætlanir og verklagsreglur varðandi allt það sem mögulega getur tengst umhverfisþáttum sem og öðrum rekstrarþáttum.
Eldisfyrirtækin starfa eftir umhverfisstefnu, þau setja sér markmið í umhverfismálum, vinna markmið að umhverfismálum, eru með umhverfisáætlun, áætlun um að draga úr orkunotkun, stefnu um líffræðilegan fjölbreytileika svo fátt eitt sé nefnt.
Eftir að eldi hefst þarf fyrirtækið að starfa samkvæmt vöktunaráætlun þar sem þriðji aðili er ráðinn til þess að taka botnsýni og sjósýni. Það er gert samkvæmt ákveðnu kerfi og m.a. eru tekin sýni þegar lífmassi er í hámarki og þegar stöð er tóm. Skýrslu um stöðu mála er svo skilað til umhverfisstofnunar. Náttúrustofa Austurlands og Rorum hafa meðal annars tekið þessa vöktun að sér. Komi í ljós að ástandið sé óviðunandi skal gripið til ráðstafana, t.d. með lengri hvíldartíma eða minna eldismagni en vöktun hefur leitt í ljós fram til þessa að líffræðilegt hefur ekki verið of mikið.
Fóðrun er háttað þannig að ekkert fóður fari til spillis enda er eldisfyrirtækjum mjög umhugað að sólunda ekki fóðri, þar sem það er stærsti einstaki kostnaðarliður við eldið.
Allur búnaður er vottaður og settur upp með það fyrir augum að ekki sleppi fiskur, honum er viðhaldið samkvæmt þeim kröfum sem framleiðendur gera.
Samkvæmt reglugerð skal hvíldartími eldisstöðva vera að lágmarki 90 dagar. Á þeim tíma á umhverfið að fá tækifæri til að komast í það ástand sem það var í áður en eldi hófst. Þá hefur skítur og fóðurleifar hreinsast burt með hjálp sjávarlífvera og hafstrauma.
Árlega skal skila grænu bókhalds til umhverfisstofnunar þar sem fram koma upplýsingar um framleiðslumagn, notkun efna og losun (þ.e. skítur og fóðurleifar). Einnig er skilað inn ársskýrslu þar sem gefið er yfirlit yfir starfsemina. Þá koma fulltrúar umhverfisstofnunar í eftirlitsheimsóknir einu sinni á ári þar sem farið er yfir hvernig fyrirtæki standa sig í að uppfylla skilyrði starfsleyfis.
Sjókvíaeldi er flokkað sem mengandi starfsemi hjá Umhverfisstofnun og í raun þýðir það að ef engar reglur væru í gildi væri mikil hætta á mengun. En þar sem sjókvíaeldi fer í þennan flokk ber eldisfyrirtækjunum að gera umfangsmiklar ráðstafanir til að koma í veg fyrir mengun sem þau og gera. Til að mynda hefur sjókvíaeldi verið stundað við Austfirði í um 20 ár og reglulega eru tekin sýni og mælingar gerðar og ekki hefur enn orðið vart við mengun eða önnur neikvæð umhverfisáhrif þannig að þurfi að grípa til sérstakra ráðstafana. Það er nú samt svo að fyrirtækin sjálf bera ábyrgð á að hafa hlutina í lagi hjá sér og hreint og gott umhverfi er grundvallarforsenda fyrir því að eldið geti gengið vel, bæði hvað varðar líffræðilega þætti og líka hvað varðar ímynd og samfélag.
Það er líka mikilvægt að halda því til haga að eins og laxeldi er stundað á Íslandi er öll starfsemin afturkræf og losun gróðurhúsalofttegunda í sjókvíaeldi er ein sú lægsta sem þekkist í matvælaframleiðslu. Það væri hægt að fjarlægja allar stöðvar og allan fisk og að því loknu væri eins og aldrei hefði verið stundað eldi við Ísland. Sjókvíaeldi við Ísland er því sjálfbært og að mínu mati ein umhverfisvænasta leið okkar til að framleiða matvæli.
Við íslendingar eigum mikil tækifæri á sviði fiskeldis. Hér eigum við til staðar hreinan sjó, heitt vatn, mikla reynslu af fiskvinnslu, hátæknifyrirtæki í sjávarútvegi og ýmislegt fleira. Ég tel að laxeldi á Íslandi eigi eftir að aukast mikið á næstu áratugum og sá dagur mun koma að framleidd verða yfir 200.000 tonn af laxi á Íslandi. Hvar verður það gert? Sjókvíaeldi mun áfram vaxa. Stór plön eru uppi um landeldi og eitthvað af þeim mun ganga eftir en ekki allt. Svo tel ég að í framtíðinni verði farið með eldið lengra út á höfin enda er nóg pláss þar.
Margir benda á landeldi sem vænlegan kost en þar eru gríðarlegar áskoranir og enn sem komið er hefur ekki eitt einasta kíló verið framleitt í stórskala landeldi sem starfrækt hefur verið um árabil nokkurs staðar í heiminum. Tilraunir eru þó í gangi og vonandi tekst mönnum einhvern tímann að koma eldi í gang. Helstu áskoranirnar eru þessar:
Landrými: Svo stunda megi laxeldi á landi þarf að tryggja aðgengi að miklu magni ódýrrar raforku og landrými. Landsvæði sem þarf fyrir Verksmiðju með 10.000 tonna framleiðslugetu er áætlað 11.700.000 m2 (11,7 km2) auk þess sem árleg vatnsþörf yrði 259.230.769.231 m3/ári. Þar sem mikið landsvæði fer undir slíka starfsemi fylgir henni rask sem getur haft varanleg áhrif á land og ásýnd þess. Að taka slíkt landrými undir fiskeldi er óafturkræf framkvæmd og hefði því mjög neikvæð umhverfisáhrif á meðan allar framkvæmdir við sjókvíaeldi eru afturkræfar.
Orkunotkun: Þar sem orkuþörf landeldisstöðva er mikil þyrfti að auka rask á landi enn frekar með hugsanlegum virkjanaframkvæmdum svo sjá mætti stöðinni fyrir raforku. Í hefðbundnu sjókvíaeldi er kolefnisfótspor lægra en annarra prótínframleiðslu en þegar kemur að eldi á landi er vistspor þess stærra og neikvæð umhverfisáhrif eru aukin til muna. Með þessari miklu orkunotkun er markmiðið að líkja eftir náttúrulegu umhverfi fisksins í eldiskerum stöðvarinnar. Þá er sjó dælt inn í stöðina, hitastigi er haldið stöðugu, súrefnismettun er haldið yfir settum mörkum og vatnsgæðum haldið í jafnvægi. Mikil áhætta er fólgin í því að ef stöðin verður fyrir orkufalli í stutta stund er raunveruleg hætta á að allur fiskur drepist eins og dæmin hafa sýnt.
Dýravelferð: Til að ná fram aukinni hagkvæmni í landeldi þyrfti þéttleikinn að vera að lágmarki 80 kg/m3 en hámarks leyfilegur þéttleiki í laxeldi, samkvæmt reglugerð um velferð lagardýra, er 25 kg/m3. Það má því ljóst vera að lágmarksþéttleiki 80 kg/m3 samræmist ekki þeim skilyrðum sem sett eru um velferð lagardýra í fyrrgreindri reglugerð. Í hefðbundum sjókvíum er lífmassi hverrar kvíar um 4% af heildarrúmáli hennar og laxinum eru þannig búnar bestu mögulegu aðstæður í kvínni. Þá hefur fiskurinn meiri möguleika á eðlilegri hreyfingu sem dregur úr stressi og bæði eykur velferð eldislaxins og skilar betri söluafurð úr eldinu. Það hefur líka sýnt sig að gríðarleg afföll hafa orðið í því eldi sem gerðar hafa verið tilraunir með, t.d. hjá Atlantic Sapphire í Bandaríkjunum.
Markaðir: Fjarlægð Íslands frá mörkuðum er ákveðinn veikleiki. Fyrirtæki erlendis horfa til þess að geta framleitt lax nálægt stórum mörkuðum til að spara flutningskostnað. Þá eru landeldisfyrirtæki mjög viðkæmfyrir verðsveiflum sem gjarnan verða í laxeldinu.
Kostnaður: Kostnaður við byggingu og rekstur landeldisstöðva er gríðarlegur og mun hærri en í hefðbundnu sjókvíaeldi. Hreinn kostnaður við framleiðslu hvers kílós af laxi á landi er um 40% hærri en í hefðbundnu sjókvíaeldi. Verð á laxi hefur í gegnum tíðina sveiflast, bæði milli ára og svo innan áranna og það hefur sínt sig að þau fyrirtæki sem hafa háan framleiðslukostnað lenda í vandræðum þegar verðin eru lág en þau sem eru með lágan framleiðslukostnað hafa náð að pluma sig.
Fjármögnun: Óljóst er enn hvernig fjármögnun verður háttað á þeim eldisstöðum sem áætlað er að reisa.
Kolefnisfótspor: Kolefnisfótspor sjókvíaeldis er mjög lágt og ein hagstæðasta aðferð okkar til að framleiða prótein fyrir kynslóðir framtíðar en með því að ala fisk á landi væri kolefnissporið mun hærra.
S Kristján Ingimarsson, 4.10.2022 kl. 20:23
Jú Sigurður, það er líka full seint að fara á klósettið þegar menn eru búnir að drulla í buxurnar.....
Jóhann Elíasson, 4.10.2022 kl. 20:42
S. Kristján Ingimarsson, það er alveg ljóst við hvað þú vinnur og reyndar hef ég fullan skilning á því að þú skulir verja þá atvinnugrein sem þú vinnur við. En þá ættir þú ekki að tala um það sem er ætlast til að þið gerið heldur um það sem er gert og hvernig það er framkvæmt. Ég sagði að stofnkostnaður við landeldi væri umtalsvert hærri en í kvíaeldi úti á sjó en til lengri tíma skilar það sér bæði í betri vöru og hagkvæmari rekstri. En fyrirtæki sem eru í sjókvíaeldi hugsa meira um SKAMMTÍMAHAGNAÐ OG VIRÐIST VERA NÁKVÆMLEGA SAMA UM ÞAU NÁTTÚRUSPJÖLL SEM FISKELDI Í SJÓKVÍUM VELDUR. Samheri hf. stundar eingöngu landeldi og virðist ganga mjög vel. ERTU KANNSKI AÐ SEGJA AÐ ÞEIR VITI BARA EKKERT HVAÐ ÞEIR ERU AÐ GERA OG VAÐI BARA Í VILLU OG SVIMA?????????
Jóhann Elíasson, 4.10.2022 kl. 20:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.