8.3.2023 | 14:24
INNFLUTNINGUR TIL LANDSINS - HUGLEIÐING...........
Ég held það hafi verið 1988, sem var nokkuð mikil umræða um Íslenska framleiðslu á móti innfluttum UPPÞVOTTALEGI, sem því miður endaði með því að Íslenska framleiðslan varð UNDIR í þeirri baráttu. En við skulum fara örlítið nánar yfir þessi mál, en ég ætla að skoða tvö mál annað er uppþvottalögurinn og hins vegar "innflutning" á bökunarvörum til landsins:
Við skulum byrja á því að fjalla um UPPÞVOTTALÖGINN. Fyrir það fyrsta þá eru um 90% af uppþvottalegi VATN. Á þessum tíma (um 1988), var verðið á innfluttum uppþvottalegi um það bil 1/3 LÆGRI en á Íslensku framleiðslunni en á móti kom að það þurfti um það bil ÞRISVAR SINNUM MEIRA MAGN AF INNFLUTTU VÖRUNNI TIL AÐ SKILA SAMA ÁRANGRI.
Þá er komið að BÖKUNARVÖRUNUM. Ég var að hlusta á viðtal við bakarameistara áðan og hjá honum kom fram að innflutningur á bökunarvörum væri alveg gríðarlega mikill, EÐA UM 14 TONN Á DAG. Þá kom líka fram hjá honum að visst hlutfall af deiginu væri VATN (ekki nefndi hann neitt sérstakt hlutfall enda hlýtur það að vera misjafnt eftir því hvort er verið að baka brauð, kökur eða kex). En samkvæmt þessu er varlega áætlað að flutt séu inn til landsins TVÖ-ÞRJÚ TONN AF VATNI Á DAG.
Ég man eftir því að það hefur löngum gengið hér á landi ef verið er að tala um að ef einhver vitleysa er í gangi þá er því líkt við að ef KAFFI VÆRI FLUTT TIL BRASILÍU. EN HVAÐ MEÐ ÞAÐ AÐ VERIÐ SÉ AÐ FLYTJA VATN TIL ÍSLANDS?????????
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Bloggvinir
- annabjorghjartardottir
- arnarthorjonsson
- skagstrendingur
- formula
- reykur
- flinston
- asthildurcesil
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- bjornaxelsson
- bokin
- dagsol
- einarbb
- einarvill
- einarorneinars
- finnur
- fritzmar
- georg
- gislim3779
- gudbjornj
- gutti
- elnino
- manix
- zumann
- gmaria
- noldrarinn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gunnsithor
- gustafskulason
- halldorjonsson
- hallurhallsson
- hbj
- hallibjarna
- heimssyn
- formannslif
- diva73
- helgatho
- helgigunnars
- hordurhalldorsson
- ingagm
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- astromix
- fun
- jensgud
- ezuz
- joiragnars
- johannvegas
- jaj
- fiski
- jonerr
- bassinn
- jonsnae
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- juliusvalsson
- ksh
- kolbrunerin
- kristinn-karl
- kristinthormar
- stinajohanns
- keh
- kristjan9
- magnuss
- magnusthor
- odinnth
- solir
- olafurjonsson
- os
- pallvil
- ragnar73
- rosaadalsteinsdottir
- hughrif
- fullveldi
- seinars
- nafar
- holmarinn
- sigurdurig
- siggiflug
- siggith
- sigurjonth
- stormsker
- timannatakn
- tibsen
- valdimarjohannesson
- skolli
- valur-arnarson
Nýjustu færslur
- EN FYRIR HVERN ÞÓTTIST GUÐMUNDUR INGI VERA AÐ VINNA?????
- Á VIRKILEGA AÐ FARA ÚT Í ÞETTA FYRIRFRAM "DAUÐADÆMDA" VERKE...
- ÞAR SÝNA SAMFYLKINGARMENN LOKSINS SITT RÉTTA ANDLIT????????
- STÓRA LOFTSLAGSBLEKKINGIN........
- FLEIRI EN EIN HLIÐ Á ÞESSU MÁLI........
- VAR ÞARNA UM AÐ RÆÐA OPINBERT ERINDI SEM HÚN HAFÐI VERIÐ KJÖR...
- "VALKYRJURNAR" HAFA ENGAN TÍMA TIL AÐ VINNA Í "ÞINGMÁLASKRÁNN...
- ER EINHVER "ÓFRÆGINGARHERFERÐ" Í GANGI GEGN FLOKKI FÓLKSINS??
- AUÐVITAÐ ER "HÆGT" AÐ STÖÐVA VERKIÐ - SPURNINGIN ER EINGÖNGU ...
- ÞÁ ER FYRIRSJÁANLEIKINN Í REKSTRI KOMINN - NÚ Á BARA AÐ FARA ...
- STRANDVEIÐAR.......
- HÚN LÆTUR GREINILEGA BLEKKJAST AF EINHLIÐA FRÉTTAFLUTNINGI RÚ...
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Formúla 1
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.1.): 506
- Sl. sólarhring: 507
- Sl. viku: 1831
- Frá upphafi: 1853659
Annað
- Innlit í dag: 294
- Innlit sl. viku: 1053
- Gestir í dag: 249
- IP-tölur í dag: 245
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Jóhann, orð í tíma töluð.
Íslenskt regluverk hefur reyndar alltaf verið ginkeypt fyrir þeim sem vilja græða og þá sérstaklega á innflutningi, því þar ertu bara að hirða mismun án framtaks eða fjárfestingar. Þetta verð ég t.d. var við í byggingargeiranum, húsin eru pöntuð CE vottuð að utan og gámur af austantjöldum með til að reisa þau.
Regluverkið og eftirlitsiðnaðurinn þvælist síðan fyrir ó-CE-vottuðum innlendum byggingaaðilum og hefur náð að koma alveg veg fyrir að Jón og Gunna geti byggt sitt þak yfir höfuðið sjálf.
Regluverkið hefur verið svo rækilega sérhannað fyrir innflutning að það hefur ekki einu sinni verið möguleiki á því að frysta vatn á Íslandi í samkeppni við innflytjendur.
Fluttur er inn norskur klaki og dönsk rabbabarasulta, sem fæst í verslunum, jafnvel þó svo að rabbabarinn vaxi á Íslandi eins og hvert annað illgresi.
En ef þú ætlar að koma upp rabbabarasuðu eða ísmola frystingu á Íslandi þá þori ég að veðja við þig að þú munt aldrei geta keppt við innflutt frosið vatn hvað þá soðinn rabbabara, þó svo að þú ættir bæði Gvendarbrunnana og Hveradali. Regluverkið og eftirlitsiðnaðurinn mun sjá til þess.
Magnús Sigurðsson, 8.3.2023 kl. 15:10
Þetta var alveg frábærlega orðað hjá þér Magnús. Svo virðist hugarfarið hjá okkur Íslendingum ekkert vera neitt sérstaklega hagstætt fyrir innlenda framleiðslu. Kannski er einhverri minnimáttarkennd um að kenna???????
Jóhann Elíasson, 8.3.2023 kl. 16:02
Sæll Jóhann, er þetta ekki bara það sem ég hef oft skrifað um og þið hér á síðunni að vandamálið er AUÐVALDIÐ á Íslandi?!
Það er allavega mín tilfinning fyrir svona sukki!
Kær kveðja frá Eyjum.
Helgi Þór Gunnarsson, 9.3.2023 kl. 14:53
Jú Helgi það er "skítt" að hugsa um hvernig þetta er allt saman..............
Bestu kveðjur af Suðurnesjunum
Jóhann Elíasson, 9.3.2023 kl. 15:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.