4.6.2023 | 10:34
TIL HAMINGJU MEÐ DAGINN SJÓMENN OG FJÖLSKYLDUR ÞEIRRA UM LAND ALLT
"Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur", Þetta kom upp í huga mér eftir að hafa lesið stórgóða grein Árna Sverrissonar, formanns félags skipstjórnarmanna, í Morgunblaðinu í dag. Því miður er SJÓMANNADAGURINN og hátíðahöld vega hans ekki nema sviður hjá sjón, núna seinni árin. Það er ekki nema á fáeinum stöðum úti á landi, sem eitthvað er gert almennilegt í tilefni dagsins og þar ber Grindavík af með það hversu hátíðahöld eru vegleg og þar í bæ, virðist fólk gera sér grein fyrir því hversu STÓRAN þátt SJÁVARÚTVEGUR OG SJÓMENNSKA EIGA Í LÍFSKJÖRUM ÞJÓÐARINNAR Í DAG. Einhverjir virðast halda að peningarnir verði til í fjármálageiranum. Í Reykjavík var farið í þá vegferð, fyrir nokkrum árum, að leggja niður nafnið SJÓMANNADAGUR og þess í stað var haldin "hátíð hafsins", ekki veit ég hver var ástæðan fyrir þessari vitleysu (hvað var eiginlega að því að þetta héti SJÓMANNADAGURINN áfram?). En eitthvað var það sem vantaði og sögðu sumir að "SJARMINN" sem var yfir þessum degi væri ekki lengur til staðar. Svo fór að þessu var breytt aftur til fyrri vegar, hátíðahöldin hafa eitthvað hjarnað við en dagurinn er ekki svipur hjá sjón enn þann dg í dag enda hefur ekki verið lagt í það að skýra frá þessari breytingu til fyrri vegar eins og þegar fyrri breytingin var gerð.....
Ekki farið varhluta af breytingum í sjávarútvegi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Bloggvinir
- annabjorghjartardottir
- arnarthorjonsson
- skagstrendingur
- formula
- reykur
- flinston
- asthildurcesil
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- bjornaxelsson
- bokin
- dagsol
- einarbb
- einarvill
- einarorneinars
- finnur
- fritzmar
- georg
- gislim3779
- gudbjornj
- gutti
- elnino
- manix
- zumann
- gmaria
- noldrarinn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gunnsithor
- gustafskulason
- halldorjonsson
- hallurhallsson
- hbj
- hallibjarna
- heimssyn
- formannslif
- diva73
- helgatho
- helgigunnars
- hordurhalldorsson
- ingagm
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- astromix
- fun
- jensgud
- ezuz
- joiragnars
- johannvegas
- jaj
- fiski
- jonerr
- bassinn
- jonsnae
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- juliusvalsson
- ksh
- kolbrunerin
- kristinn-karl
- kristinthormar
- stinajohanns
- keh
- kristjan9
- magnuss
- magnusthor
- odinnth
- solir
- olafurjonsson
- os
- pallvil
- ragnar73
- rosaadalsteinsdottir
- hughrif
- fullveldi
- seinars
- nafar
- holmarinn
- sigurdurig
- siggiflug
- siggith
- sigurjonth
- stormsker
- timannatakn
- tibsen
- valdimarjohannesson
- skolli
- valur-arnarson
Nýjustu færslur
- ÆTLAR "SAMGÖNGURÁÐHERRA" AÐ LÁTA MEIRIHLUTA REYKJAVÍKURBORGA...
- ÞRÁTT FYRIR FRAMMISTÖÐU DÓMARANNA TÓKST EKKI AÐ KOMA Í VEG FY...
- ÆTLI ÞEIR GERI SÉR EKKI GREIN FYRIR ÞVÍ AÐ ÞETTA "VOPNAHLÉ" ...
- NÚNA ÞEGAR RYKIÐ FER AÐ SETJAST EFTIR ÞETTA ÓHUGNANLEGA STRÍÐ...
- EN FYRIR HVERN ÞÓTTIST GUÐMUNDUR INGI VERA AÐ VINNA?????
- Á VIRKILEGA AÐ FARA ÚT Í ÞETTA FYRIRFRAM "DAUÐADÆMDA" VERKE...
- ÞAR SÝNA SAMFYLKINGARMENN LOKSINS SITT RÉTTA ANDLIT????????
- STÓRA LOFTSLAGSBLEKKINGIN........
- FLEIRI EN EIN HLIÐ Á ÞESSU MÁLI........
- VAR ÞARNA UM AÐ RÆÐA OPINBERT ERINDI SEM HÚN HAFÐI VERIÐ KJÖR...
- "VALKYRJURNAR" HAFA ENGAN TÍMA TIL AÐ VINNA Í "ÞINGMÁLASKRÁNN...
- ER EINHVER "ÓFRÆGINGARHERFERÐ" Í GANGI GEGN FLOKKI FÓLKSINS??
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Formúla 1
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 108
- Sl. sólarhring: 142
- Sl. viku: 2024
- Frá upphafi: 1855177
Annað
- Innlit í dag: 63
- Innlit sl. viku: 1248
- Gestir í dag: 58
- IP-tölur í dag: 56
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Til hamingju með daginn Jóhann, -og þakka þér fyrir þarfan pistil.
Sammála þér með mikilvægi sjómanna og einn dagur á ári þeim til heiðurs er engin ofrausn.
Mér varð hugsað til þess í morgunn hvað sjómannadagurinn var stór dagur í þeim sjávarbyggðum sem ég hef búið.
Einu sinni óskaði ég landkrabbinn sjómanni til hamingju með daginn þegar ég hitti hann við hátíðarhöld niður á bryggju, hann svaraði; -til hamingju með daginn sjálfur.
Ef þjóð gleymir uppruna sínum og grundvelli, þá er varla hægt að tala um þjóð lengur.
Magnús Sigurðsson, 4.6.2023 kl. 12:31
Þakka þér fyrir Magnús og sömuleiðis, já mér finnst DAGURINN ekki vera orðinn svipur hjá sjón í dag. Það er skemmtileg saga tengd deginum sem ég upplifði árið 1980 en þá var ég á bát frá Grundarfirði. Þar var flott hátíð á sjómannadaginn og ball um kvöldið. Við fórum út um fimmleytið um morguninn og vorum frekar framlágir en skítt með það. En þegar við komum í land (ekki var nú aflinn mikill), þá t´´ok á móti okkur skipstjóri á öðrum bát af staðnum og var ANSI mikil "kaupstaðarlykt" af honum. Við spurðum hann að sjálfsögðu að því hvernig stæði eiginlega á því að hann væri e3kki á sjó í dag? Þá svaraði vinurinn: "Á SJÓ Í DAG, ERU Ð ÞIÐ VITLAUSIR? Í DAG ER ANNAR Í SJÓMANNADEGI......
Jóhann Elíasson, 4.6.2023 kl. 12:48
Til hamingju með daginn herra stýrimaður.
Sjómannadagurinn er dagur sjómanna en ekki hafsins. Svo virðist sem landsmenn séu að gleyma hversu stór þáttur sjómanna og sjósóknar eru og hafa verið í lífskjörum okkar og hversu mikið menn lögðu á sig hér áður fyrr er menn lögðu líf sitt í hættu til að afla björg í bú. Hefði það ekki verið fyrir sjómenn og sjósókn þeirra værum við enn í torfbæjum og notuðum orf og ljá til að fæða búfénað okkar til að halda lífi í sjálfum okkur.
Blessuð sé minning allra þeirra sjómanna sem týndu lífi við að draga björg í bú til að bæta hag okkar. En þeir sem telja að þjóðarauðurinn náist á fjármálamörkuðum eru blindir á raunveruleikann og vita ekki hvaðan lífsgæðin koma.
Tómas Ibsen Halldórsson, 4.6.2023 kl. 13:46
Vel mælt Tómas og sömuleiðis óska ég þér til hamingju með daginn. Þess má geta svona í framhjáhlaupi að, að sumu leiti er hafið einn mesti óvinur okkar sjómanna þó svo að úr hafinu sé kominn sá afli kominn sem skapað hefur auð þjóðarinnar, þá voru þeir ófáir sjómenn sem hafa farið í hafið í gegnum tíðina.....
Jóhann Elíasson, 4.6.2023 kl. 14:06
Til hamingju með daginn Jóhann. Langafi minn einn reri oft á litlum bát í vondum veðrum, og var líka hákarlasjómaður þarna á Ströndum. Ef hann hefði ekki haft kjark og dug til þess væri ég ekki til eða allir afkomendur hans.
Bara ef við nútímamenn værum svona kjarkmiklir. Já, allir Íslendingar til hamingju með daginn.
Ingólfur Sigurðsson, 4.6.2023 kl. 14:56
Þakka þér fyrir og sömuleiðis Ingólfur. Ég ber mikla virðingu fyrir baráttu forfeðra okkar og við megum ALDREI gleyma því hverir það voru sem sköpuðu okkur þau lífskjör sem við búum við í dag. Það er nú ekki lengra síðan en á dögum nýsköpunartogaranna svokölluðu að 30 skipsmenn sváfu í einum geym frammí skipunum og þar voru aðeins 15 kojur. Í fimm mínútur eftir hver vaktaskipti var skrúfað frá vatninu,, svo menn gætu þegið sér eftir vaktina, ef menn náðu því ekki þá voru þeir í vondum málum og urðu bara að fara óþvegnir í koju. Ég er hræddur um að enginn léti bjóða sér svona aðstæður í dag....
Jóhann Elíasson, 4.6.2023 kl. 15:20
Einu sinni sem oftar var ég að veiða á litlu bryggjunni í Stykkishólmi þegar ég datt í sjóinn. Sá ég himinn opnast og skært ljós og sólargeislar komu á móti mér. Svo vaknaði ég á bryggjunni og margt fólk komið og Ingibjörg frænka átti ekki til orð að þakka færeyska sjómanninum sem hafði séð mig detta og stakk sér í sjóinn og bjargaði mér.
Sigurður I B Guðmundsson, 4.6.2023 kl. 17:20
Ég er líka mjög svo þakklátur Færeyska sjómanninum fyrir að hafa bjargað þér Sigurður því það hefur veitt mér ómælda ánægju að hafa kynnst þér, meiri en þú kannski gerir þér grein fyrir. Ekki nóg með að ég hafi haft góð kynni af þér hér á blogginu heldur hafa símtölin sem við höfum átt mjög góð.....
Jóhann Elíasson, 4.6.2023 kl. 18:21
Já Jóhann, til hamingju með daginn og tek undir allar athugasemdir hér að ofan.
Sorglegt er þó að vita af því að það skuli vera til fólk á hinu lágvirta
alþingi(á mjög erfitt með að setja stórt A fyrir framan) okkar Íslendinga
sem hefur engva virðingu fyrir þessu starfi og vill frekar segja,
"Til hamingju með Fiskaradaginn"
Er það furða að flestir ef ekki allir bera engva virðingu fyrir þessu liði.
M.b.kv.
Sigurður Kristján Hjaltested, 4.6.2023 kl. 20:30
Þakka þér fyrir og sömuleiðis Sigurður Kristján. Það virðist vera að þeir sem ekki hafa þurft mikið fyrir lífinu og gæðum þess að hafa meti það ekki eins mikið og hinir sem hafa þurft að hafa fyrir hlutunum og vita hvað lýðræðið er mikils virði. Hluti af því hversu Norðmenn eru þjóðræknir er sennileg það að þeir hafa tapað lýðræðinu og fengið það aftur og VITA hverju þeir töpuðu, nú er fólk komið í valdastólana sem þekkir þetta ekki og eru tilbúnir að láta lýðræðið af hendi án þess að vita hvað tekur við Í ÞVÍ FELST HÆTTAN.....
Jóhann Elíasson, 4.6.2023 kl. 21:31
Þakka þér fyrir Jóhann.
Sigurður I B Guðmundsson, 6.6.2023 kl. 16:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.