HAFA LANDSMENN ENGAR BJARGIR GAGNVART RÁÐHERRUM SEM BRJÓTA LÖGIN???

Það er nokkuð fróðlegt að fara yfir feril þessarar manneskju í ráðherraembættum og hvernig vinnubrögð hennar hafa verið í gegnum tíðina.  Við skulum aðeins fara yfir þetta og þá sérstakleg hvernig hún hefur unnið fyrir landsmenn:

UMHVERFISRÁÐHERRA 2009-2012 en árið 2012 var nafni ráðuneytisins breytt í UMHVERFIS- OG AUÐLINDARÁÐUNEYTIÐ og þar var hún til ársins 2013:  Ekki get ég með  nokkru móti fundið nokkurn skapaðan hlut sem hún gerði í þessu ráðneyti til að efla hag landsmanna en aftur á móti er það mér í fersku minni að hún GAF kolefniskvóta landsmanna úr landi, hún barðist fyrir því með kjafti og klóm að hvergi yrði VIRKJAÐ en hún talaði mikið um að landsmenn yrðu að flýta svokölluðum ORKUSKIPTUM OG SVO MÁ EKKI GLEYMA ÞVÍ AÐ HÚN FÉKK DÓM Á BAKIÐ FYRIR AÐ GERAST BROTLEG VIÐ LÖG.  En ekki hafði það nein áhrif á ferilinn hjá henni, eða það var í það minnsta ekki merkjanlegt.

HEILBRIGÐISRÁÐHERRA 2017-2021:  Ekki get ég munað eftir neinu jákvæðu sem hún gerði í þessari ráðherratíð sinni, en aftur á móti er mér í fersku minni LIÐSKIPTAAÐGERÐIRNAR Í SVÍÞJÓÐ SEM KOSTUÐ ÞRISVAR SINNUM MEIRA EN EF HEFÐI VERIÐ SAMIÐ VIÐ EINKAAÐILA HÉR Á LANDI vegna þess að VEGNA HENNAR PERSÓNULEGU SKOÐANA "MÁTTI EKKI LÁTA EINKAAÐILA SJÁ UM ÞESSI VERK".  En það alvarlegasta sem hún gerði í tíð sinni sem HEILBRIGÐISRÁÐHERRA hefur EKKI verið tekið fyrir enn þann dag  í dag, EN ÞAÐ ERU HINIR SVOKÖLLUÐU BÓLUEFNASAMNINGAR SEM ALÞINGI ÍSLENDINGA HEFUR  EKKI FENGIÐ AÐ SJÁ ENN ÞANN DAG Í DAG.  En samkvæmt STJÓRNARSKRÁNNI er EKKI HEIMILT að SKULDBINDA ríkissjóð ÁN aðkomu ALÞINGIS.  Mér vitanlega hefur ENGINN þingmaður eða nokkur annar gert athugsemd við þessi vinnubrögð að einu eða neinu  leiti á meðan svo er halda ráðherrarnir "sólóleiknum" áfram og bæta bara í.

SJÁVARÚTVEGS - OG LANDBÚNAÐARRÁÐHERRA 2021-2022 en árið 2022 var nafni ráðuneytisins breytt í MATVÆLARÁÐUNEYTIÐ og þar er hún ennþá og á að vera til ársins 2026 en ég er þess fullviss að  kosningar til Alþingis verði í haust og þá er ég þess fullviss um að dagar hennar í því ráðuneyti séu taldir og jafnvel á Alþingi líka.  Og enn man ég ekki eftir neinu jákvæðu sem hún hefur gert en listinn yfir það neikvæða er MJÖG LANGUR og ekki nenni ég að telja það allt upp hér.  En hefst þá upptalningin hér: Ekki hefur hún séð nokkra ástæðu til að taka á BLÓÐMERAHALDINU,  STRANDVEIÐARNAR hafa verið stöðvaðar og ENGIN LAUSN er þar í sjónmáli í þeim málum frekar en öðrum sem eru á hennar borði.  Fyrir nokkrum dögum kom út skýrsla um ERFÐABLÖNDUN Norsks eldislax við Íslenska villta laxastofna vegna "slysasleppinga" úr laxeldiskvíum í sjó.  EKKI HEF ÉG ORÐIÐ VAR VIÐ AÐ HÚN SJÁI NOKKRA ÁSTÆÐU TIL AÐ BREGÐAST Á NOKKURN HÁTT VIÐ ÞESSU STÓRALVARLEGA MÁLI.  Og þá er það stóra málið núna en það er AÐFÖRIN AÐ HVALVEIÐUNUM.  Þarna tel ég að hún hafi farið nokkuð LANGT YFIR STRIKIÐ (enda má færa fyrir því rök að þegar menn byrja á lögbrotum þá sé alltaf gengið lengra og lengra, til að sjá hvar "mörkin" liggja).  Það er alveg á tæru að með þessari ákvörðun sinni að "FRESTA" HVALVEIÐUM, einum degi áður en hvalveiðar áttu  að hefjast, braut hún MINNST fjórar greinar ALMENNRA LAGA OG AUK ÞESS BRAUT HÚN TVÆR GREINAR Í STJÓRNARSKRÁNNI OG ÉG NEITA AÐ TRÚA ÞVÍ AÐ ÞETTA EIGI EKKI EFTIR AÐ HAFA NEINAR AFLEIÐINGAR FYRIR HANA.

Allir vita hver persónuleg afstaða Forsætisráðherra er og þar af leiðandi er það enn alvarlegra að Kata litla hefur ekki enn tekið á þess alvarlega broti ráðherrans og að forráðamenn samstarfsflokka VG í ríkisstjórn hafi ekki beitt sér í þessu alvarlega máli.  ÞORA ÞEIR EKKI AÐ "RUGGA BÁTNUM" Á ÞESSUM SÍÐUSTU OG VERSTU TÍMUM??????


mbl.is Ekki útilokað að bannið lengist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Hef sagt það áður og segi það enn: Hvaða gagn hefur þessi kona gert fyrir fólkið í landinu sem borgar háu launin hennar? 

Sigurður I B Guðmundsson, 14.7.2023 kl. 15:36

2 Smámynd: Óðinn Þórisson

Góð yfirferð hjá þér Jóhann á " góðum " verkum matvælaráðherra. Henni er algerlega skítsama og þar til x-d eða x-b segja hingað og ekki lengra mun hún halda áfram sínum " góðu " verkum.


Við verðum að bíða til næstu kosninga að fá tækifæri til að setja ekki x - ið vig VG.

Óðinn Þórisson, 14.7.2023 kl. 16:04

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Sigurður ég er ekki viss um að við kæmumst upp með svona vinnubrögð????? undecided

Jóhann Elíasson, 14.7.2023 kl. 17:45

4 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þakka þér fyrir Óðinn, mér fannst tími til að fólk sæi vinnubrögðin hjá henni á einum stað og gæti "dæmt" út frá því......

Jóhann Elíasson, 14.7.2023 kl. 17:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband