HEFUR ALDREI STAÐIÐ TIL AÐ STJÓRNVÖLD FÆRU AÐ UNDIRBÚA SIG FYRIR GOS......

Það er bar gert ráð fyrir því að björgunarsveitirnar taki að sér gæslu á gossvæðunum og það í sjálfboðavinnu og það er meira að segja innheimtur virðisaukaskattur af öllum tækjum og tólum björgunarsveitanna, því ráðherrarnir þurfa að þvælast erlendis og spreða peningum í allar áttir í alls konar þvælu, sem hafa ekkert með okkur landsmenn að gera.  Nei ráðamenn þjóðarinnar vilja að björgunarsveitirnar sjái um alla gæslu og björgun í sambandi við eldgos svo þeir geti haldið áfram að spreða með fjármuni þjóðarinnar.......


mbl.is Stjórnvöld ekki nægilega vel búin undir gosið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Sammála þér eins og svo oft áður. Það er eins og það er aldrei hugsað fram í tímann og svo er gott að hafa björgunarsveitirnar til að sjá um gæslu ríkinu að kostnaðarlausu. 

Sigurður I B Guðmundsson, 13.7.2023 kl. 09:53

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það er kannski þannig að björgunarsveitirnar fá einhvera smá aura til málamynda en ekkert í hlutfalli við kostnaðinn, sem er af þessu.  Svo á að fara að bögglast við að ráða einhverja fimm landverði á svæði.  Hvað halda þeir að einhverjir fimm menn geri þar sem fara fleiri þúsund manns um á dag?????

Jóhann Elíasson, 13.7.2023 kl. 13:12

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

50/1988: Lög um virðisaukaskatt - 8. mgr. 42. gr.

"Endurgreiða skal virðisaukaskatt af innflutningi eða kaupum á ökutækjum sem ætluð eru fyrir starfsemi björgunarsveita, enda liggi fyrir staðfesting landssamtaka björgunarsveita á því að viðkomandi ökutæki verði einungis notuð í þágu björgunarsveita. Jafnframt skal endurgreiða virðisaukaskatt af vinnu við að breyta ökutækjum skv. 1. málsl. á þann hátt að þau verði sérútbúin til björgunarstarfa. Ráðherra er heimilt með reglugerð að kveða nánar á um framkvæmd endurgreiðslu skv. 7. og 8. mgr."

Guðmundur Ásgeirsson, 13.7.2023 kl. 16:03

4 Smámynd: Jóhann Elíasson

Guðmundur, þrátt fyrir þessa lagagrein hefur virðisaukaskattur ALDREI verið felldur niður af einu einasta tæki sem björgunarsveitirnar hafa keypt inn og sennilega verður það aldrei gert.......

Jóhann Elíasson, 13.7.2023 kl. 16:35

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Samkvæmt þessari lagagrein á að endurgreiða virðisaukaskatt af ökutækjum björgunarsveita. Ég deildi þessu hér aðeins til fróðleiks.

Guðmundur Ásgeirsson, 13.7.2023 kl. 16:43

6 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það er alveg rétt hjá þér Guðmundur og ég þakka þér fyrir að deila þessu, en ég kynnti mér þetta fyrir nokkrum árum (2017) og kom þá í ljós að það hafði verið sótt um niðurfellingu VSK af björgunartækjum á grundvelli þessarar lagagreinar og var beiðninni hafnað.  Það virðist nefnilega vera þannig að "sumar" lagagreina eru bara þarna og enginn veit hvers vegna.....

Jóhann Elíasson, 13.7.2023 kl. 17:35

7 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Greinin kveður ekki á um niðurfellingu heldur endurgreiðslu virkisaukaskatts. Það þýðir að björgunarsveit þarf fyrst að greiða virðisaukaskattinn sem er innifalin í kaupverði ökutækisins og svo að sækja um endurgreiðslu hans eftir á. Mér sýnist ákvæðið vera mjög skýrt og myndi því halda að eftir því væri farið sbr. upplýsingar þar að lútandi á heimasíðu skattsins. Ef umsókn um endurgreiðslu er hafnað er hægt að kæra þá ákvörðun til yfirskattanefndar innan þriggja mánaða samkvæmt 2. mgr. 43. gr. A laga um virðisaukaskatt, sbr. lög nr. 30/1992, um yfirskattanefnd.

Guðmundur Ásgeirsson, 13.7.2023 kl. 19:18

8 Smámynd: Jóhann Elíasson

Guðmundur, ég vil bara minna þig á að ekki virðast öll lög vera jafnrétthá hjá stjórnvöldum og þó að hitt og þetta sé í lögum, þá er það ekki þannig að alltaf sé farið eftir því og því hlýtur þú að hafa kynnst í störfum þínum.  Nýlegt dæmi er um LAGABROT a hendi ráðherra OG MEIRA AÐ SEGJA ER STJÓRNARSKRÁIN ÞAR UNDIR en mér er ekki kunnugt um að það sé nokkurt útlit fyrir að þessi lagbrot hafi neinar afleiðingar fyrir viðkomandi ráðherra og sem Umhverfisráðherra fékk þessi sami aðili dóm á sig og eftir það gegndi þessi aðili TVEIMUR ráðherraembættum.......

Jóhann Elíasson, 13.7.2023 kl. 20:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband