17.7.2023 | 08:47
ENN UM "VÍSINDALEG" VINNUBRÖGÐ HAFRÓ OG TRÚVERÐUGLEIKA ÞEIRRA
En eftir hvaða "vísindalegu ráðgjöf" eru Íslensk stjórnvöld að fara eftir í dag og síðustu áratugina? En það er dapurlegt að sú stofnun skuli kenna rannsóknaraðferðir sínar við vísindi og það er kannski enn dapurlegra að hugsa til þess að Íslensk stjórnvöld skuli kyngja þessari ráðgjöf án nokkurrar sjáanlegrar gagnrýni. Nú ætla ég að reyna að gera aðeins grein fyrir rannsóknaraðferðum HAFRÓ en á niðurstöðum þessara rannsókna byggja þeir ALLT stofnstærðarmat þorsks og annarra botnfiska við strendur Íslands á. Í rétt um aldarfjórðung hefur HAFRÓ byggt ALLAR sínar STOFNSTÆRÐARÁÆTLANIR botnfiska í landhelginni og við strendur landsins á svokölluðu "TOGARALLI, sem er þannig útfært: Togað er á fyrirfram ákveðnum stöðum í landhelginni á nákvæmlega sama tíma, á hverju ári, nákvæmlega jafn lengi, með nákvæmlega eins veiðarfærum. Á þeim tæpu 40 árum, sem þetta hefur verið í gangi hafa orðið MJÖG MIKLAR breytingar í gerð veiðarfæra og ég tala nú ekki um skipin, ekki er í þessum RANNSÓKNUM tekið NOKKUÐ tillit til þess og meira að segja er orðið svo að til þess að geta endurnýjað þessi veiðarfæri og það sem með á að nota verða HAFRÓ menn að fara í hinar og þessar geymslur fyrir AFLÓGA og ÚRELT dót í þeirri von að fá varahluti til þess að geta haldið þessum VÍSINDALEGU RANNSÓKNUM sínum áfram á upphaflegum forsendum. Miklar breytingar hafa orðið á hitastigi sjávar á þessum tíma, hitastig sjávar hefur hækkað, hér við land veiðast nú fiskitegundir sem eingöngu var hægt að lesa um áður og hefðbundnar tegundir við landið hafa FÆRT sig til t.d þegar ég var til sjós fyrir 30 árum fékkst ekki KARFI norðar en í sunnanverðum Víkurál en nú fæst karfinn mikið norðar til dæmis vestur á Hala og víðar og svona er um fleiri tegundir. Svo er annað sem EKKI virðist vera tekið tillit til en það er að fiskurinn er með SPORÐ og notar hann óspart, þannig að fiskur sem var á rannsóknarsvæði 146 kl 14.07 1984 er þar ekki aftur á nákvæmlega sama tíma að ári og alls ekki 1985 eða 1995 og hvað þá 2022. Það er ekki að sjá að tekið sé tillit til hafstrauma, sjávarfalla, tunglstöðu, átu í hafinu það er eins og menn haldi að hafið sé EITT STÓRT FISKABÚR sem sé algjörlega ÓHÁÐ ytri skilyrðum. Svo eru menn HISSA á því að fiskistofnarnir við landið fari alltaf minnkandi. Aðeins einn fiskifræðingur, hefur haldið uppi einhverri vitrænni gagnrýni á aðferðir HAFRÓ, en það er Jón Kristjánsson og hver hafa viðbrögðin verið? Jú, í stað þess að taka gagnrýninni og fara yfir rökin og staðreyndirnar, hafa yfirmenn HAFRÓ rægt hann og reynt að gera störf hans og rannsóknir ótrúverðugar. Ég er orðinn það gamall að ég man vel eftir því, þegar "kvótakerfið" var sett á, þá var talað um að innan nokkurra ára yrði veiðin á botnfiski, eftir þessar aðgerðir, orðin um 500.000 tonn og myndi svo aukast með tímanum. En hver hefur raunin orðið? Við erum enn að "hjakka" í kringum 200.000 tonnin og verður ekki séð að við komumst neitt uppúr því með því að notast við þessar "vísindalegu aðferðir", sem HAFRÓ brúkar. Enn er verið að taka almenning og þjóðina í ra....... í og VÍSINDUNUM borið við til að reyna að réttlæta óréttlætið og því miður er í gangi viss HJARÐHEGÐUN í þessu máli, eins og í mörgum öðrum, við látum mata okkur á þessari vitleysu og látum okkur vel líka (svona til viðmiðunar er rétt að skoða COVID-19 faraldurinn en þar létum við TAKA af okkur stjórnarskrárvarin réttindi, án þess að sega nokkurn skapaðan hlut og allt var það gert í nafni VÍSINDANNA). EN GETUR EKKI VERIÐ AÐ ÞAÐ SÉ HAGUR ÚTGERÐARINNAR AÐ ÞAÐ MEGI VEIÐA SEM MINNST, ÞVÍ ÞÁ VERÐUR VERÐIÐ Á VEIÐIHEIMILDUNUM HÆRRA, KANNSKI ER HAFRÓ BARA AÐ GERA EINS OG ÞEIM ER SAGT? Er ekki tími til kominn að einhverjir fari að skoða þessar "VÍSINDALEGU RANNSÓKNARAÐFERÐIR" HAFRÓ af einhverri GAGNRÝNI?????????
Strandveiðifélag Íslands boðar til mótmæla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
En það er án efa miklu þægilegra að gera þetta upp á gamla mátann því þá þarf lítið sem ekkert að hafa fyrir hlutunum!
Sigurður I B Guðmundsson, 17.7.2023 kl. 18:32
Út frá byggðarsjónarhorni eru strandveiðar ódýrasta lausnin til að styrkja litlar byggðir. Þótt aflinn færi í 20 þús. tonn þá myndi það ekki lækka verð það mikið en skila miklu meira af sér. Það myndi ekki heldur hafa áhrif á heildarafla, hvað sem Hafró segir.
Rúnar Már Bragason, 17.7.2023 kl. 21:10
Ég er fyrst og fremst að benda á hversu langt frá raunveruleikanum þessar "vísindalegu" aðferðir HAFRÓ eru frá raunveruleikanum, það er einfaldlega ekkert að marka þessa ráðgjöf þeirra sem þeir hafa sent frá sér frá upphafi kvótakerfisins. Rúnar ég hef gert það að tillögu minni að strandveiðikvótinn verði 30.000 tonn og samt sæist ekki högg á vatni. Sóknin á grunnslóð hefur minnkað alveg gríðarlega mikið síðustu árin og fiskurinn leitar þangað sem hann getur verið í friði og kannski er það mikið vegna þess að mikið er af honum. Einu gleyma "fræðingarnir": FISKURINN ER MEÐ SPORÐ OG SPORÐURINN ER NOTAÐUR EINS OG ÞURFA ÞYKIR.......
Jóhann Elíasson, 17.7.2023 kl. 22:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.