E 10 - "AÐ PISSA Í SKÓINN SINN" - ÞAÐ VIRKAR MEÐAN HLANDIÐ ER VOLGT EN ÞAÐ KÓLNAR......

En hvað er E-10?  E-10 þýðir það að bensínið er blandað 10% með ETANÓLI, þannig að 95 oktana bensín er í rauninni orðið rétt rúmlega 94 oktana.  Olíufélögin eru ekki að gera neitt annað með þessari "íblöndun" en að "DRÝGJA" bensínið, ETANÓLIРer MUN ódýrara en bensínið EN HEFUR NOKKUR ORÐIÐ VAR VIÐ AÐ BENSÍNVERÐIÐ HAFI LÆKKAÐ VIÐ ÞESSA AÐGERÐ?  SEM DÆMI MÁ NEFNA AÐ EF KEYPTIR ERU 100 LÍTRAR ÞÁ ERU  9,9 LÍTRAR AF ÞVÍ HREINT ETANÓL.Með þessu eru Olíufélögin að HÆKKA ÁLAGNINGUNA hjá sér ALGJÖRLEGA á kostnað VIÐSKIPTAVINANNA, ÞVÍ BÍLARNIR EYÐA MEIRU ELDSNEYTI FYRIR VIKIÐ.  AÐ SÖGN ÁTTI ÞETTA AÐ MINNKA ÚTBLÁSTURINN EN NIÐURSTAÐAN ER ÞVERÖFUG.  Því miður er ekki annað hægt að segja en að olíufélögin séu að BLEKKJA viðskiptavini sína vistvítandi, því að bensíndælurnar eru merktar þannig að þar sé verið að selja 95 oktana bensín, sem ekki er rétt, því það er 94 oktana bensín sem er varasamt fyrir bílvélar sem eru eldri en 2010 árgerð Nú er heimsmarkaðsverðið a eldsneyti orðið svipað og það var ÁÐUR en HÆKKANAHRINAN hófst en eldsneytisverðið hér á landi er EKKERT Í LÍKINGU við það sem það  var fyrir hækkunarhrinuna.  En hvert er eiginlega hlutverk SAMKEPPNISEFTIRLITSINS og á ekki INNVIÐARÁÐHERRA að fylgjast með þessum málum????????


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Þakka þér fyrir þennan fróðleik. Hér virðist allir komast upp með hvað sem er!!!

Sigurður I B Guðmundsson, 4.8.2023 kl. 10:44

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það var nú lítið að þakka Sigurður, þeir sem eiga að sinna því að upplýsa almenning standa sig ekki í stykkinu og þá verða aðrir að koma til.....

Jóhann Elíasson, 4.8.2023 kl. 11:07

3 identicon

Ég var að koma úr 4 daga ferð um landið  (1250km) og sé ekki betur en bíllinn eyði um 10% meira en sambærileg ferð fyrir ári síðan. Þetta er að sjálfsögðu ekki vísindaleg mæling (en aksturlagið hið sama, sami bílstjóri og  sami bíll). Ég tók strax eftir meiri eyðslu (á að giskaum 5 til 10%) um leið og þetta E10 var sett á markað. Þetta er í mínum huga bara svindl (eða eins og sagt var í gamla daga "Svik og prettir").

Bragi Sigurðsson (IP-tala skráð) 5.8.2023 kl. 17:38

4 Smámynd: Jóhann Elíasson

Bragi, þetta er nákvæmlega aðeins EITT af því sem kemur fram í pistlinum og mér finnst alveg stórmerkilegt að það skuli ekki ætla að verða NEIN umræða um þetta svindl og svínarí í þjóðfélaginu.  Það er engu líkara en fólk ætli bara að láta þetta yfir sig ganga þegjandi og hljóðalaust......

Jóhann Elíasson, 5.8.2023 kl. 20:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband