ER EKKI KOMINN TÍMI Á LEIÐRÉTTINGU????????

Alveg frá því að ég hóf að greiða af fyrsta verðtryggða láninu sem ég tók (rétt eftir 1980), hugsaði ég með mér að það væri eitthvað að við verðtryggingarútreikningana en þá skorti mig þekkingu á fyrirbærinu til að geta fest hendur á því í hverju þessi villa lá.  Árið 1989 fór ég í nám í Noregi og það helsta sem ég varð áskynja þar var að VERÐTRYGGINGU  hafði aldrei verið minnst á þar og ekkert fann ég um hana í þarlendum bókum, né í Sænskum bókum eða Dönskum (enda kannski ekki að undra því mér skilst að verðtrygging sé hvergi þekkt fyrirbæri nema á Íslandi, Ísrael og Argentínu).  En í áðurtöldum löndum hefur verðbólga verið viðvarandi vandamál áratugum saman og segir okkur það fyrst og fremst að EFNAHAGSSTJÓRNUNIN í þessum löndum er ekki upp á marga fiska.  Eftir námið í Noregi kom ég aftur í verðtrygginguna á Íslandi (sem voru mín stærstu mistök en það  þýðir víst ekki endalaust að  vera að horfa í baksýnisspegilinn heldur verður maður víst að læra að lifa með mistökunum) og mér varð ekkert ágengt með að læra á „leyndardóma“  verðtryggingarinnar.  Það var ekki fyrr en ég hóf að kenna við framhaldsskóla á Stór Hafnarfjarðarsvæðinu og kenndi þá meðal annars verslunarreikning þar sem ágætlega var farið yfir verðtrygginguna og „eðli“ hennar (en ég komst að því seinna meir að  „eðlið“ var nokkuð skítlegt).  Þegar þarna var komið var ég orðinn verulega pirraður, því ég sá að hugsunin á bak við vertrygginguna var svosem allt í lagi en framkvæmdin var eitthvað meira en lítið skökk.  Svo eftir kennsluna fór ég í önnur störf og vegna anna varð ég að leggja þessar „pælingar“ á ís og svo eftir HRUNIÐ hóf ég nám í Viðskiptafræði, sem ég var í, í fjarnámi og vegna aldurs og almennrar leti tók ég því mjög rólega og þegar upp var staðið tók það mig tíu ár að ljúka því námi.  Eftir námið fór ég að sinna ýmsu en alltaf var ég með verðtygginguna hangandi yfir mér.  Það var svo ekki fyrr en árið 2022 sem ég fór eitthvað að taka á henni af alvöru og  loksins um mitt árið 2022 áttaði ég mig á í hverju VILLAN VAR FÓLGIN.  Ég dreif í að  reikna þetta út og þessir útreikningar staðfestu grunsemdir mínar.  Villan fólst í því að GRUNNVÍSITALAN  ER NOTUÐ ÚT Í GEGN VIÐ ÚTREIKNING Á AFBORGUNUM  LÁNSINS ÞAR TIL ÞAÐ HEFUR VERIÐ GREITT UPP.  Þetta er að sjálfsögðu ekki rétt nálgun, það á EINGÖNGU að notast við GRUNNVÍSITÖLUNA ÞEGAR FYRSTA AFBORGUN LÁNSINS ER REIKNUÐ  það gefur auga leið að við erum að greiða lánið til baka að FULLU þegar vísitalan er tekin með í reikninginn (það er að segja  ). ÞAR MEÐ Á ÚTREIKNINGURINN AÐ VERA EFTIRFARANDI:

(FÖST AFBORGUN X (NEYSLUVÍSITALA GREIÐSLUMÁNAÐAR/GRUNNVÍSIÖLU)) EFTIR ÞAÐ Á AÐ REIKNA (FÖST AFBORGUN X (NEYSLUVÍSITALA GREIÐSLUMÁNAÐAR/NEYSLUVÍSITALA SÍÐUSTU GREIÐSLU))

Lausnin á vandanum var svo einföld að ég er hundfúll út í sjálfan mig fyrir að hafa ekki séð þetta fyrir löngu síðan.  Í staðinn fyrir að marfalda föstu afborgunina með vísitölu greiðslumánaðarins og deila síðan með vísitölu síðasta greiðslumánaðar, var föst mánaðargreiðsla margfölduð með vísitölu greiðslumánaðarins og síðan deilt með grunnvísitölunni, sama hvar í röðinni greiðslan var.  Þetta veldur MIKILLI SKEKKJU í útreikningum og er hægt að fullyrða að bankarnir, lífeyrissjóðirnir og aðrar lánastofnanir hafi OFTEKIÐ HUNDRUÐ MILLJARÐA KRÓNA í gegnum árin vegna þessara villu í útreikningunum eins og ég sýni fram á í útreikningum mínum.  Sama á við um alla útreikninga á gjaldi þar sem verðtrygging kemur við sögu svo sem húsaleigu.

 Verðtrygging- Útskýringar

 

 

 

 

 

Mynd 1. Útskýringar vegna verðtryggðra lána

  

Verðtrygging-mism. afborgana ár 1 

 

 

 

 

Mynd 2. Mismunur afborgana af verðtryggðu láni á 1. ári

 

Verðtrygging-mism. afborgana ár 5 

 

 

 

Mynd 3. Mismunur afborgana af verðtryggðu láni á 5. ári

 

Verðtrygging-mism. afborgana ár 10 

 

 

 

Mynd 4.  Mismunur afborgana af vertryggðu láni á 10. ári

  

Verðtrygging-mism. afborgana ár 12 

 

 

 

 

Mynd 5.  Mismunur afborgana af verðtryggðu láni á 12. ári

 

Verðtrygging-mism.húsaleigu dæmi 

 

 

 

 

Mynd 6.  Mismunur á mánaðarlegri greiðslu húsaleigu á öðru ári samnings

 

Á þessum myndum sést vel hversu þungi afborgana af verðtryggðum lánum eykst gífurlega eftir því hversu líður á lánstímann. Í dæminu hér fyrir ofan er tekið dæmi um 10.000.000 lán til 25 ára og er greitt af því mánaðarlega, síðustu  gögn sem við höfum um þróun vísitölu eru fyrir árið 2022 og þá strax er mismunurinn orðin rúmlega 380.000 krónur eftir því hvor aðferðin er notuð og þá er aðeins búið að greiða TÆPLEGA helming afborgana.  Þá væri fróðlegt að skoða verðtryggt lán til 40 ára.

Þá sýndi ég einnig fram á hvernig útreikningi vegna verðtryggðrar húsaleigu væri háttað og hver mismunurinn væri, eftir því hvor aðferðin væri notuð.  Það sama gerist og með verðtryggða lánið að mismunurinn eykst eftir því sem lengra líður á samningstímann.

Ég gerði það að ég sendi ÖLLUM þingmönnum og varamönnum í Efnahags- og Viðskiptanefnd, þessir þingmenn voru; Teitur Björn Einarsson, Ágúst Bjarni Garðarsson, Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, Ásthildur Lóa Þórsdóttir, Diljá Mist Einarsdóttir, Guðbrandur Einarsson, Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir, Kristrún Frostdóttir, Steinunn Þóra Árnadóttir, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Bryndís Haraldsdóttir, Guðmundur Ingi Kristinsson, Halldóra Mogensen, Jódís Skúladóttir, Jóhann Friðrik Friðriksson, Logi Einarsson, Óli Björn Kárason, Sigmar Guðmundsson og Stefán Vagn Stefánsson.  Aðeins tveir af öllum þessum hópi létu svo lítið að svara.  Annað svarið kom nú ekki til af góðu,því að ég hafði sent þessum þingmanni þetta sama erindi nokkuð áður og því ekki verið svarað þá og gagnrýndi ég það nokkuð í því maili og það sem meira var að hann/hún virtist ekki með nokkru móti getað SKILIÐ hvað umfjöllunarefnið fjallaði.  Hinn þingmaðurinn sendi kurteysislegt svar til baka að pósturinn hefði verið móttekinn og farið yrði yfir hann seinna.  ÉG HEFÐI NÚ TALIÐ AÐ ÚTREIKNINGUR VERÐTRYGGINGARINNAR VÆRI NOKKUÐ STÓRT MÁL OG ALLT Í LAGI FYRIR ÞINGMENN AÐ SKOÐA SVONA LAGAÐ ÞEGAR ÞAÐ KEMUR UPP.  Ég get nú ómögulega gert að því að sumt sem er verið að ræða á Alþingi er ekki ýkja merkilegt en samt eru teknir margir klukkutímar í eitthvað blaður sem skiptir ekki nokkru einasta máli.......

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haukur Árnason

Já Jóhann, þetta hefur í raun legið fyrir lengi. Eins og enginn þori að fara í hart með þetta.

Guðbjörn Jónsson fór yfir þetta með sitt lán og það munaði miklu. Hann skrifaði um þetta á bloggið sitt með útreikningi. Hann mætti í viðtal í Kastljói um þetta. Og eftir þann þátt hafði Seðlabankinn samband við hann um þetta. Ég fór inná bloggið hans en fann þetta ekki, en það er skipulagt mán-ár, en man ekki hvenær þetta var.

https://gudbjornj.blog.is/

Nú veit ég ekki hvort þetta er sama aðferðin hjá ykkur.

Haukur Árnason, 8.12.2023 kl. 18:03

2 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Ef þínir útreikningar henta ekki hagsmunaaðilum sem þéna á þessu kerfi þá verður ekkert gert en mögnuð grein hjá þér. 

Sigurður I B Guðmundsson, 8.12.2023 kl. 18:21

3 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Já Jóhann, þetta lið hefur allt annað við tímann að gera en svara þeim sem skaffa þeim vinnuna.

Fyrir nokkrum árum sendi ég á hvern einasta þingmann áskorun vegna smá-lána fyrirtækjana og

varaði við því hvernig þessi fyrirtæki myndu eyðileggja kennitölur hjá ungu fólki.

Fékk svar frá fjórum og þau voru öll eins, "Takk fyrir brýninguna, þetta þarf að skoða".

Auðvitað var ekkert gert og fjöldi ungra unglinga varð svartmerktur og eyðilagðar kennitölur.

Þetta bara sannar og sýnir að þetta lið á þingi er ekki að vinna fyrir þjóðin heldur að gæta

hagsmuna sinna númer eitt, tvö og þrjú.

Sigurður Kristján Hjaltested, 8.12.2023 kl. 18:23

4 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þakka þér fyrir Haukur.  Ég þekki Guðbjörn mjög vel og hef verið í sambandi við hann.  Þetta er ekki það sama og hann hefur verið að tala um og þá er það nokkuð ljóst að það er nokkuð margt í sambandi við vertrygginguna sem þarf að skoða.  Og svo má geta þess að Guðbjörn Jónsson hefur fyrir nokkru lokið við gerð bókar um verðtrygginguna en honum hefur gengið mjög illa að fá útgefanda að henni........

Jóhann Elíasson, 8.12.2023 kl. 18:54

5 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þakka þér fyrir Sigurður.  Ég er búinn að bera reikningana undir fjóra HAGFRÆÐINGA og allir sögðu þeir að þetta væri rétt EN ÞEGAR ÉG BAÐ ÞÁ UM AÐ VOTTA ÞÁ OPINBERLEGA NEITUÐU ÞEIR ALLI, ÞEIR ÆTLUÐU AÐ HALDA ÞEIRRI VINNU SEM ÞEIR VORU Í......

Jóhann Elíasson, 8.12.2023 kl. 18:59

6 Smámynd: Jóhann Elíasson

Já Sigurður Kristján, það virðist vera svipuð reynslan hjá ÖLLUM sem reyna að eiga einhver samskipti við þá fulltrúa SEM VIÐ KJÓSUM SEM OKKAR FULLTRÚA.  ÞEIR TELJA AÐ ÞEIR ÞURFI EKKERT AÐ TALA VIÐ OKKUR FYRR EN "KORTER" ER Í KOSNINGAR OG ÞESS Á MILLI GEFA ÞEIR BARA SKÍT Í OKKUR....

Jóhann Elíasson, 8.12.2023 kl. 19:15

7 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Þeir eru ekki merkilegir þessir 4 hagfræðngar sem þú þekkir,ef þeir þóra ekki að viðurkenna þessa útreikninga þína sem rétta útreikninga.

Ég legg til að þú leggur þetta fyrir stærðfræðideildir háskólanna og fáir það til að staðfesta þessa útreikninga sem rétta útreikninga á óverðtryggðum lánum. 

Eggert Guðmundsson, 10.12.2023 kl. 12:07

8 Smámynd: Jóhann Elíasson

Eggert það virðist ver sama í háskólunum, það virðist sem svo að menn verði bara að halda sig við ákveðna línu (ég varð heldur betur var við þetta í mínu viðskiptafræðinámi við Háskólann á Akureyri), annars geta þeir bar tekið pokann sinn.  Þá sá maður að "hið akademíska frelsi" er bara alls ekki til staðar.  Ef við getum ekki leitað til þingmanna okkar hvert er þá hægt að fara?????????

Jóhann Elíasson, 10.12.2023 kl. 22:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband