Hvað næst?

Ég var að horfa á sjónvapsfréttirnar á RÚV í kvöld og þar var meðal annars frétt um það að dýravinir í Noregi hefðu kært "sjónvarpskokk" vegna slæmrar meðferðar á dýrum, en hann setti lifandi krabba í sjóðandi vatn.  Mér brá töluvert við að sjá þessa frétt, því ég bjó í Noregi í rúm tvö ár og þetta er eina aðferðin sem ég lærði og veit um við að sjóða krabba.  Og svo er annað.  Er fólk komið svo langt frá náttúrunni að það megi ekki sjást að við borðum eitthvað sem hefur lifað?  Heldur fólk að uppruni matvæla sé í neytendaumbúðum?  Við þurfum að gera okkur grein fyrir því að við lifum á gæðum náttúrunnar og verðum að gera það í fullri sátt við náttúruna.

Að lokum ætla ég að deila með ykkur uppskrift af krabba:       Reikna skal með einum krabba á mann.  Krabbinn er settur lifandi í pott með sjóðandi vatni þegar hann hættir að banka í lokið er hann tilbúinn.  Berist fram með salati og fetaosti, gott er að hafa hvítvín með og ef fólk vill ekki hvítvín er mælt með "sítrónuvatni".                                                                    


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brynja Hjaltadóttir

Hvar fær maður bankandi krabba? En

Brynja Hjaltadóttir, 19.6.2007 kl. 00:59

2 Smámynd: Brynja Hjaltadóttir

...af hverju eru krabbarnir soðnir lifandi? Greyin...

Brynja Hjaltadóttir, 19.6.2007 kl. 01:00

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Mér hefur ekki tekist að fá krabba eftir að ég kom heim, en úti í Noregi keypti ég krabba á útimarkaði og þá var ég með þá í matinn 2-3 í viku, hefði verið með þá oftar, þeir voru svo góðir, en stráknum mínum, sem var bara 6 ára þá,  fannst svo mikið vesen að borða þá.  Ég hef aldrei heyrt um aðra aðferð við að elda þá, en það verður að passa rosalega vel uppá að ofelda þá ekki.  Ef einhvers staðar er hægt að fá krabba þá vinsamlega látið mig vita.

Jóhann Elíasson, 19.6.2007 kl. 11:26

4 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Ertu að tala um kóngakrabba? Nei andskotinn. þeir hafa verið að flytja þetta inn frá Ameríku og örugglega er hægt að fá skepnuna einhversstaðar.

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 19.6.2007 kl. 14:31

5 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég nenni ekki að fá einhverja steindauða andskota sem eru búnir að lyggja í rotvarnarlegi í sex mánuði.

Jóhann Elíasson, 19.6.2007 kl. 16:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband