Það er hávxtastefna Seðlabankans sem er að "rústa" Íslensku atvinnulífi....

..og þurfti ekki neinn hagfræðing til að segja okkur að það eru fyrst og fremst háir vextir á Íslandi sem stuðla að því að gengið er svona hátt.  Þetta er það "verkfæri", sem Seðlabankinn hefur yfir að ráða í baráttunni við verðbólguna.  En er það meira virði að Seðlabankinn haldi verðbólgumörkum, innan þeirra marka sem honum eru sett, en afkoma þjóðarbúsins í heild?  Þarf ekki að skoða hlutina í samhengi?
mbl.is Forleikur að þensluskeiði eða upphaf að samdrætti?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Það eru 3-4 ár síðan seðlabankinn náði síðast þessu markmiði sínu og raunar fóðra hávextir hans beinlínis verðbólguna þar em þeir þrýsta upp öðrum vöxtum, ekki síst vöxtum á yfirdrætti og vextir eru raunverulegur og áþreifanlegur rekstrarkostnaður fyrirtækja og hefur þar með áhrif á verðlagningu þeirra. 

Dollarinn hefur verið að hrynja gagnvart evrunni og flestum öðrum gjaldmiðlum og það hefur sín áhrif hér og hækkandi gengi ætti að halda niðri verðbólgu. En það eykur hins vegar innflutning og neyslu, akkúrat það sem hávextir seðlabankans eiga að slá á skv. bókinni. Þarna eru því augljósar þversagnir sem bendir sterklega til að seðlabankinn sé að verða tilgangslaus atvinnuleysisgeymsla fyrir blýantanagara. Það hlýtur líka að vera hægt að finna önnur og heppilegri vistunarúrræði fyrir uppgjafa pólitíkusa. Gáfulegast væri að setja bankann aftur í skúffuna í Landsbankanum þaðan sem hann kom upphaflega. 

Baldur Fjölnisson, 25.7.2007 kl. 16:25

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég get ekki verið meira sammála þér Baldur.

Jóhann Elíasson, 25.7.2007 kl. 16:32

3 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Svo talar Davíð um að það séu líkur á að hækka styrivexsti meira!!!!!Halli Gamli

Haraldur Haraldsson, 25.7.2007 kl. 21:48

4 Smámynd: Árni Gunnarsson

Davíð er ætlað að vera þjóðarplága Íslands, en til hvers skilur enginn. Hann var leiddur til mestu pólitískra valda með þessari þjóð og varð nánast einvaldur á sinni valdatíð í pólitík.

Hann sleppti óargadýri markaðshyggjunnar lausu í einu smæsta hagkerfi Vesturlanda og nærði það áður með því að afhenda því þjóðarbankana og önnur ríkisverðmæti. Þegar hann sá afleiðingarnar og var orðinn óþolandi í eigin flokki og ríkisstjórn hljóp hann frá öllu draslinu og skipaði sig Saðlabankastjóra, einn af þremur og tók sjálfkrafa forystusætið þegar hann kom sér fyrir í stólnum.

Nú hamast hann eins og ólmur tarfur út í það ástand sem hann skapaði sjálfur og heldur öllum framleiðslu -og útflutningsgreinum við gjaldþrotamörk með ofurvöxtum og hágengisstefnu heimsmeta.

Íslenska hagkerfið og fjölskyldusamfélagið situr á tímasprengju Davíðs Oddssonar. 

Árni Gunnarsson, 25.7.2007 kl. 23:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband