11.8.2007 | 18:10
Hver ber ábyrgðina?
Þetta er nú meiri sorgarsagan og manni dettur bara í hug að maður sé að lesa "stórlygasögu" þegar maður les fréttaskýringu "Blaðsins" um aðdraganda kaupanna á þessu "hræi", viðgerðirnar og endurbæturnar. Þrátt fyrir að Ólafur Briem, skipaverkfræðingur hjá Siglingamálastofnun (mjög vandaður maður og virtur og sérstaklega fær á sínu sviði) og fleiri aðilar segðu að það væri algjört glapræði að kaupa þetta skip var skipið samt keypt. Skipið var keypt í lok Nóvember árið 2005 fyrir 102 milljónir króna og hætt er við því að samanlagt kaupverð og viðgerða og endurbótakostnaður verði um 600 milljónir króna en til samanburðar væri kostnaður við nýsmíði áætlaður 350 - 400 milljónir króna miðað við 29 metra skip.
En þá er komið að þætti samgönguráðuneytisins, sem er vægst sagt með ólíkindum. Það er ljóst að hlutur fyrrverandi Samgönguráðherra er þarna langstærstur, Þegar ákvörðun er tekin um kaupin er Sturla Böðvarsson Samgönguráðherra og greinilega er hann ábyrgur fyrir allri vitleysunni, en það er ekki hægt að lýta framhjá aðgerðum eða aðgerðarleysi núverandi Samgönguráðherra. Í kosningabaráttunni í vor var hann óþreytandi við að gagnrýna kaupin á þessu skipi og talaði hann mikið og fjálglega um hvað þetta hefðu nú verið slæm kaup, en nú kveður svo við að hann vill ekki tjá sig um málið fyrr en skýrsla frá Ríkisendurskoðun kemur. Hefur maðurinn ekki sjálfstæða skoðun á málinu eftir að hann varð Samgönguráðherra?
Með því að kaupa þetta ónýta hræ sýna stjórnöld, Vegagerðin og allir sem að þessu komu, Grímseyingum mikla lítilsvirðingu og landsmönnum er gefinn "fingurinn". Hverjir stjórna þessari sóun? Þurfti að skaffa skipasmíðistöðinni, sem vinnur verki, mikið verkefni? Ég vona að ekki verði staðið svona að því að leysa samgöngumál Vestmannaeyinga.
Svört skýrsla um Grímseyjarferjuna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Bloggvinir
- annabjorghjartardottir
- arnarthorjonsson
- skagstrendingur
- formula
- reykur
- flinston
- asthildurcesil
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- bjornaxelsson
- bokin
- dagsol
- einarbb
- einarvill
- einarorneinars
- finnur
- fritzmar
- georg
- gislim3779
- gudbjornj
- gutti
- elnino
- manix
- zumann
- gmaria
- noldrarinn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gunnsithor
- gustafskulason
- halldorjonsson
- hallurhallsson
- hbj
- hallibjarna
- heimssyn
- formannslif
- diva73
- helgatho
- helgigunnars
- hordurhalldorsson
- ingagm
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- astromix
- fun
- jensgud
- ezuz
- joiragnars
- johannvegas
- jaj
- fiski
- jonerr
- bassinn
- jonsnae
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- juliusvalsson
- ksh
- kolbrunerin
- kristinn-karl
- kristinthormar
- stinajohanns
- keh
- kristjan9
- magnuss
- magnusthor
- odinnth
- solir
- olafurjonsson
- os
- pallvil
- ragnar73
- rosaadalsteinsdottir
- hughrif
- fullveldi
- seinars
- nafar
- holmarinn
- sigurdurig
- siggiflug
- siggith
- sigurjonth
- stormsker
- timannatakn
- tibsen
- valdimarjohannesson
- skolli
- valur-arnarson
Nýjustu færslur
- ÞETTA LÍKAR MÉR..........
- ÆTLAR "SAMGÖNGURÁÐHERRA" AÐ LÁTA MEIRIHLUTA REYKJAVÍKURBORGA...
- ÞRÁTT FYRIR FRAMMISTÖÐU DÓMARANNA TÓKST EKKI AÐ KOMA Í VEG FY...
- ÆTLI ÞEIR GERI SÉR EKKI GREIN FYRIR ÞVÍ AÐ ÞETTA "VOPNAHLÉ" ...
- NÚNA ÞEGAR RYKIÐ FER AÐ SETJAST EFTIR ÞETTA ÓHUGNANLEGA STRÍÐ...
- EN FYRIR HVERN ÞÓTTIST GUÐMUNDUR INGI VERA AÐ VINNA?????
- Á VIRKILEGA AÐ FARA ÚT Í ÞETTA FYRIRFRAM "DAUÐADÆMDA" VERKE...
- ÞAR SÝNA SAMFYLKINGARMENN LOKSINS SITT RÉTTA ANDLIT????????
- STÓRA LOFTSLAGSBLEKKINGIN........
- FLEIRI EN EIN HLIÐ Á ÞESSU MÁLI........
- VAR ÞARNA UM AÐ RÆÐA OPINBERT ERINDI SEM HÚN HAFÐI VERIÐ KJÖR...
- "VALKYRJURNAR" HAFA ENGAN TÍMA TIL AÐ VINNA Í "ÞINGMÁLASKRÁNN...
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Formúla 1
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 236
- Sl. sólarhring: 282
- Sl. viku: 1766
- Frá upphafi: 1855425
Annað
- Innlit í dag: 152
- Innlit sl. viku: 1114
- Gestir í dag: 142
- IP-tölur í dag: 138
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Öll þessi frásögn blaðsins er með miklum ólíkindum. þarna sýnist vera dæmi um eitthvað óhreint mjöl í einhverjum poka sem lesandinn vill fá að opna betur. Það sýnist vera nokkuð ljóst að annarhvor skoðunarmaðurinn er utan við raunveruleikann í þessu máli,-viljandi eða óviljandi.
Ég er ekki sammála þér um að samgönguráðherra sé orðinn ótrúverðugur í málinu. Mér finnst eðlilegt að hann bíði með yfirlýsingar og ályktanir þar til kominn er botn í allt saman. Ekki þá síst vegna þess að margt bendir til óvandaðra vinnubragða hjá fyrirrennara hans í starfi. Ef um slíkt er að ræða er rétt af ráðherranum að bíða þess að endanleg skýrsla og úttekt liggi fyrir.
En ef marka má fréttina er hér um ótrúlegt klúður að ræða ásamt ámælisverðum ráðstöfunum á fjármunum ríkisins.
Það er löngu kominn tími til að ráðherrar geti átt von á hlutlausri stjórnsýsluúttekt á störfum sínum. Og jafnframt því að þeim verði gert að axla ábyrgð á misferli eða mistökum rétt eins okkur almennum borgurum.
Árni Gunnarsson, 11.8.2007 kl. 21:39
Ég segi ekki að Samgöngumálaráðherra sé ótrúverðugur í málinu ég bendi aðeins á það að allt í einu hefur hann ekki skoðun á málinu. Hafi verið hægt að lesa það út úr því sem ég skrifaði, að hann væri ótrúverðugur, biðst ég afsökunar á því það var alls ekki ætlun mín.
Jóhann Elíasson, 11.8.2007 kl. 22:33
Já Jóhann ég sé að við höfum báðir höggvið í sama knérunninn(svo maður leyfir sér að reyna vera svolítið skáldlegur)Þetta dæmi með ferjuna er algerlega með einsdæmum.Og þessar sögusagnir um kaup íslenskra manna á ferjunni fyrst,(frumskóatrommurnar segja 10-20 milj)sem síðan eiga að hafa seld ríkinu hana með dágóðum hagnaði verður að rannsakast af hlutlausum aðilum.En þá kemur stóra spurningin finnast þeir yfirhöfuð á Íslandi.Kært kvaddur
Ólafur Ragnarsson, 12.8.2007 kl. 00:00
Já það er með ólíkindum hve menn virðast seinheppnir.
kv.gmaria.
Guðrún María Óskarsdóttir., 12.8.2007 kl. 01:58
Ég vil ekki kalla þetta seinheppni. Þetta flokkast undir vanhæfni í starfi og eiga þeir sem skítinn eiga að dragast til ábyrgðar. Það gengur ekki að hvert fíflið á fætur öðru geti sóað fjármunum ríkisins eins og það skipti bara ekki nokkru máli.
kv. Halli
Hallgrímur Guðmundsson, 12.8.2007 kl. 03:12
Afsakaðu Jóhann, þetta með ótruverðugleikann er mín snöggsoðna túlkun.
Og Óli, við erum auðvitað allir sammála um að svona vinnubrögð eru ekki þolandi. Aðalatriðið nú er auðvitað það að ALLT komi upp á borðið að lokum. Ég var að lesa þína úttekt og sannarlega brá mér illa þegar ég heyrði óminn frá frumskógartrommunum. Það er vont að svona sögur skuli vera orðnar trúverðugar á okkar góða landi eftir ótrúlega mörg dæmi í þessa veru.
En þó að Samfylkingin sé engin uppáhaldsfjölskylda hjá mér ætla ég að treysta því að Kristján Möller leggi spilin á borðið að lokum.
Líklega hef ég verið pínulítið "bláeygður" þegar ég nefndi hlutlausa aðila!
Árni Gunnarsson, 12.8.2007 kl. 09:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.