24.11.2007 | 17:52
Í rétta átt.......................
Það sér það hver heilvita maður að Landhelgisgæslan ætti að fara til Keflavíkur og flugdeildin ætti að fara á Keflavíkurflugvöll alveg eins og hún leggur sig, það er ekkert "pláss" fyrir flugdeildina á Reykjavíkurflugvelli og svo er nú varla hægt að segja að það sé "pláss" fyrir varðskipin í Reykjavíkurhöfn. Á Keflavíkurflugvelli er nóg rými fyrir flugdeildina, allt húsnæði er til staðar og aðstaða er þar öll til fyrirmyndar. Það þyrfti að gera nokkuð miklar endurbætur á hafnarmannvirkjum í Reykjanesbæ en á móti kæmi að siglingatími varðskipanna myndi styttast all verulega og þar með myndi rekstrarkostnaður skipanna lækka mikið. Að sjálfsögðu ætti það ekki að vera tímabundin aðgerð að flugdeild LHG fari upp á Keflavíkurflugvöll.
Gæslan á Keflavíkurflugvöll | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Bloggvinir
- annabjorghjartardottir
- arnarthorjonsson
- skagstrendingur
- formula
- reykur
- flinston
- asthildurcesil
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- bjornaxelsson
- bokin
- dagsol
- contact
- einarbb
- einarvill
- einarorneinars
- finnur
- fritzmar
- georg
- gislim3779
- gudbjornj
- gutti
- elnino
- manix
- zumann
- gmaria
- noldrarinn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gunnsithor
- gunnlauguri
- gustafskulason
- godurdrengur
- halldorjonsson
- hallurhallsson
- hbj
- hallibjarna
- heimssyn
- formannslif
- diva73
- helgatho
- helgigunnars
- hordurhalldorsson
- ingagm
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- astromix
- fun
- jensgud
- ezuz
- joiragnars
- johannvegas
- jaj
- fiski
- jonerr
- bassinn
- jonsnae
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- juliusvalsson
- ksh
- kolbrunerin
- kristinn-karl
- kristinthormar
- stinajohanns
- keh
- kristjan9
- lifsrettur
- magnuss
- magnusthor
- marinogn
- mal214
- njallhardarson
- odinnth
- solir
- olafurjonsson
- os
- oskareliasoskarsson
- pallvil
- frisk
- ragnar73
- rosaadalsteinsdottir
- hughrif
- fullveldi
- seinars
- nafar
- holmarinn
- sigurdurig
- siggiflug
- siggith
- sigurjonth
- summi
- stormsker
- timannatakn
- tibsen
- valdimarjohannesson
- skolli
- valur-arnarson
Nýjustu færslur
- AÐ SJÁLFSÖGÐU MÁ LEIGJANDINN BORGA LEIGUNA MEÐ REIÐUFÉ..........
- MÍNIR MENN KLÚÐRUÐU LEIKNUM Á SÍÐUSTU FIMM MÍNÚTUNUM........
- "ÚLFUR Í SAUÐAGÆRU"??????
- HVAÐA "PABBABRANDARI" ER EIGINLEGA Í GANGI??????
- ÞVÍ MIÐUR VIRÐAST LANDSMENN ÆTLA AÐ LÁTA "BLEKKJA" SIG........
- ÞESSI MANNESKJA STOPPAR EKKI NEMA HÚN VERÐI STÖÐVUÐ........
- "ENDURSKOÐUN" EES SAMNINGSINS ÞÝÐIR Í RAUNINNI "UPPSÖGN" SAMN...
- EN "GAGNSÆIÐ" Á EKKI VIÐ UM PÍRATANA.........
- BENSÍN - OG OLÍUGJALD HÆKKA UM 2,5% UM NÆSTU ÁRAMÓT.........
- "ÞAÐ ER EKKI EIN BÁRAN STÖK Í 12 VINDSTIGUM"...........
- ÞETTA MÁL VIRÐIST ÆTLA AÐ HAFA AFLEIÐINGAR ENDA ER ÞAÐ VÍST...
- HANN ER ÞÁ "TÍKARSONUR" (SON OF A BITCH).................
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Formúla 1
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 74
- Sl. sólarhring: 95
- Sl. viku: 2022
- Frá upphafi: 1837740
Annað
- Innlit í dag: 44
- Innlit sl. viku: 1163
- Gestir í dag: 35
- IP-tölur í dag: 35
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já það er órtúlegt að það skuli ekki fara vinna í þessu strax og flytja Landhelgisgæsluna til Keflavíkur,þarna standa nokkur flugskýli auð og hafa verið það síðan í sept 2006,þetta er svo ótrúlega vitlaust að hálfa væri nóg.
Eins og þú segir að þá að þá er öll aðstaða til staðar og flest allt er nýuppgert,svo er afskaplega bjánalegt að nefna það að þetta sé tímabundin aðgerð,þá spyr maður sig....eftir hverju er verið að bíða!
Þetta er eins og að millilandaflugið væri rekið frá Reykjavíkurflugvelli og innanlandsflugið rekið frá Keflavíkurflugvelli.
Óskiljanleg vinnubrögð og fáranlegra getur þetta ekki verið.
nánar er hægt að lesa um þessa frétt á vf.is
Friðrik Friðriksson, 24.11.2007 kl. 18:33
Það sem ég skil síst af öllu HVERS VEGNA VAR EKKI BYRJAÐ AÐ UNDIRBÚA FLUTNING LHG, STRAX ÞEGAR LJÓST VAR AÐ HERINN MYNDI FARA?
Jóhann Elíasson, 24.11.2007 kl. 19:14
Þótt það sé ekkert langur flugtími Keflavík - Reykjavík þá finnst mér það rangt af ykkur að vilja fá LHG þyrlur lengra frá landsbyggðinni.
Kiddi Blö, 24.11.2007 kl. 20:35
Þetta er góð spurning hjá þér,þegar Herinn tilkynnti brottför sína í mars árið 2006 myndaðist
mikill taugatitringur hjá Suðurnesjamönnum,Björn Bjarnason tilkynnti á fjöldafundi sem haldinn var í Stapa í Njarðvík að það væri núna eðlilegt að starfsemi Gæslunnar muni alfarið flytjast til Keflavíkur.Síðan þá er allt annað hljóð komið í ráðherrann og það er AKKURAT EKKERT gert í þessu,hvorki málefnalegar umræður eða þá farið að undirbúa slíka umræðu.
Það er eitthvað sem stoppar þetta mikilvæga mál og það virðist bara vera kæft aftur niður þegar það kemur til umræðu í þjóðfélaginu.
Ef til vill eru einhverjir háttsettir sem vilja greinilega óbreytt ástand.
Það þarf enga sérfræðinga eða nefnd til að meta það hvort þessi fluttingur eigi rétt á sér og reyna tefja málið,svoleiðis skrípaleikur þarf ekki í þessum undirbúnings ferli.
Svona vinnubrögð eiga bara ekki að eiga sér stað í þessu landi.
Friðrik Friðriksson, 24.11.2007 kl. 21:28
Ég held að ástæðan fyrir því að dómsmálaráðherrann var þaggaður niður ásamt málinu hafi verið sú að þessi þjóð er svo hrædd um að hann stofni her á Keflavíkurflugvelli
Það eru svo margir í þessu landi sem halda að það eina sem BB geri sé að stuðla að stofnun hers, hinir segja svo ekki neitt vegna þess hvað áróðursmeistararnir eru svo háværir gegn BB.
En ég segi hættum þessum þegjandahætti og komum gæslunni á þann stall tækjalega og hvað varðar staðsetningar á landsbyggðinni strax, svo mega hræðsluaularnir koma sér út í horn og finna út hvað það er sem þeir eru á móti
Ólafur Björn Ólafsson, 25.11.2007 kl. 00:29
Það er nokkuð auðséð, að ástæður þess að þessi pakki er ekki fluttur fyrir löngi, ER STARFSFÓLKIÐ, það er alveg ljóst að allir sem þarna vinna eru á fullu að finna fyrir því ástæður að gera ekki neitt í að finna neina hagkvæmni.......er þetta svo flókið....?svo eru þetta atkvæði og......?
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 25.11.2007 kl. 01:53
Er ekki alveg sammála öllu þarna.
Vissulega getur flugdeildin farið suðureftir.
En stórnstöð LHG er komin í Skógarhlíð með ríkislögreglu, slökkviliði og LAndsbjörg , eftir áralanga baráttu björgunarfólks til að koma þeirri starfsemi á einn stað, sem er grundvöllur fyrir samhæfingu aðgerða a ögurstundum.
Hvar skipin liggja í inniverum skiptir engu. Þau eru skilin eftir úti á landi reglulega. Þar sem þau þurfa hvort sem er að sigla og vera í eftirliti á fiskilóð jafnt í Faxaflóa sem og annars staðar. Megnið af áhöfnum skipanna er á Reykjavíkursvæðinu öllu, og er Reykjavíkurhöfn miðsvæðis ef kalla þarf varðskip út í inniveru.
Annars eru þetta bara vangaveltur mínar prívat. Er starfsmaður LHG og er EKKI að tala hér sem slíkur eða í nafni starfs míns. Fer því ekki lengra inn í þessa umræðu.
Einar Örn Einarsson, 25.11.2007 kl. 03:02
Það er gaman að fylgjast með þessari umræðu hjá ykkur, en ég hef ekki hugsað mikið um flutning Landhelgisgæslunar, nema ég held að það væri kostur að ein þyrla væri staðsett úti á landi til dæmis á Akureyri.
Annars treysti ég starfsmönnum LHG fullkomlega til að meta það hvar er hentugast að hafa bæði skip og flugvélar. Við skulum hafa í huga að Landhelgisgæslan hefur á að skipa einverju besta og klárasta björgunarfóli sem Ísland hefur átt.
Við sem höfum starfað út á sjó og þekkjum aðstæður sem Landhelgisgæslan vinnur við í mörgum af þeim björgunarafrekum sem þeir hafa unnið, skulum meta þau og viðurkenna. Ég er ekki viss um að allir geri sér grein fyrir þeim ógurlegu aðstæðum og hættum sem þessir menn leggja sig í við björgun mannslífa á hafi og við strendur landsins. Getum við ekki bara treyst þeim einnig til að velja staðsetningu þessara björgunartækja?.
kveðja
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 25.11.2007 kl. 23:23
Leiðinda prentvillur: Björkunarfólki á þetta vera.
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 25.11.2007 kl. 23:28
Ég er alveg sammála þessu með björgunarfólk LHG og þessu fólki verður ekki fullþakkað fyrir þeirra störf og ekki fer ég ofan af því að þegar verða alvarleg slys á sjá, þá verða þau undantekningalaust í vitlausum veðrum og björgunarfólk vinnur við ómannlegar aðstæður og mörg dæmi eru til um það að þeir hafi leyst verkefni, sem talið var að ekki væri hægt að leysa.
En því miður þá hafa þessir aðilar ekki um það að segja hvar LHG er staðsett, sú ákvörðun er pólitísk en vissulega geta starfsmenn LHG haft áhrif þar en þau áhrif eru mjög takmörkuð.
Mér lýst afskaplega vel á það að björgunarþyrlur yrðu staðsettar víðar á landinu, ég vil í því sambandi benda á grein sem ég skrifaði hér á bloggið http://johanneliasson.blog.is/blog/johanneliasson/entry/317436/
Jóhann Elíasson, 26.11.2007 kl. 10:22
Það er alveg rétt Jóhann, þetta er pólitísk ákvörðun og ekkert annað, hefur nákvæmlega ekkert að gera með hversu góðu og öflugu björgunarfólki LHG hefur á að skipa, það er ekkert um það deilt, það eru bara aðrir sem eiga að vera í að sjá fyrir rekstrinum.
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 27.11.2007 kl. 19:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.